Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 25. mars 2025 20:15 Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar. Samsett/Vilhelm Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar segja breytingar á lögum um veiðigjöld annars vegar stórfelldar skattahækkanir og hins vegar gjöld fyrir afnot af þjóðareign. „Ef að þetta er þannig að á síðasta ári hafi verið greitt tíu milljörðum of lítið verið greitt í veiðigjöld miðað við það sem eðlilegt er. Hugsum okkur þá alla milljarða tugina sem að ekki hafa runnið inn í ríkissjóð sem sanngjarnt gjald af þessari auðlind,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynntu í dag drög að lagabreytingum á lögum um veiðigjöld en með þessum breytingum geta gjöldin tvöfaldast. „Þetta eru þá milljarða tugir hefðu getað meðal annars farið í að efla innviði á landsbyggðinni og það er einmitt hugsunin á bak við þetta mál að það að einhverjum hluti renni til þeirra staða sem verðmætin verða til,“ segir Sigmar. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýndi áformin harkalega. Tekjur sveitarfélaga frá sjávarútvegsfyrirtækjum muni dragast saman og hafa veruleg áhrif á landsbyggðina ásamt því að fiskur yrði sendur óunnin úr landi í verulegum mæli. „Þetta er leiðrétting og löngu löngu tímabært,“ segir Sigmar. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, er ekki sammála um sé að ræða leiðréttingar. „Hér er verið að nota ákveðið orðagjálfur eins og leiðréttingu um stórfelldar skattahækkanir á eina mikilvægustu atvinnugreinina sem að íslensk samfélag á og er mikið undir að gangi vel og skili sínu til samfélagsins,“ segir hún. „Ég vil taka fram það skiptir máli að það sé mikil sátt við sjávarútveginn og reglur eru mannanna verk og það er sjálfsagt að breyta þeim á skynsaman hátt en við höfum réttmætar áhyggjur af því að hér sé verið að fara allt of bratt í þessi áform. Undir er þessi grundvallaratvinnugrein, jafnvægi í henni, samkeppnishæfni hennar svo hún geti skilað sínu til samfélagsins og það geti haldið áfram með þau lífsgæði sem við erum svo heppin að búa yfir. Þannig að hér segjum við þvert á móti að hér þurfi að stíga mjög varlega og vandvirkt til verka því hér er mikið í húfi.“ Sigmar var ekki sammála Hildi að um væri að ræða skattahækkanir. „Það er verið að fá afnot af því sem að þjóðin á saman, þetta er gjaldtaka fyrir það sem að þjóðin á saman. Þetta er ekki skattahækkun, þetta er allt annað heldur en skattahækkun. Þetta er búið að vera mikil umræða, talandi um sátt í sjávarútveginum, en það er þetta sem hefur komið í veg fyrir það að það sé sátt um sjávarútveginn á Íslandi og það er löngu tímabært að stíga þetta skref.“ Sjávarútvegur Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áform ríkisstjórnarinnar um breytingu á veiðigjöldum harðlega. Áformin hafa ekki verið kynnt en samtökin segja þau fela í sér tvöföldun veiðigjalds. „Það er þungur róður fram undan.“ 25. mars 2025 11:48 Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Atvinnuvegaráðherra segir boðaðar breytingar á útreikningi veiðigjalds vera mikið réttlætismál. Breytingarnar muni allt að tvöfalda innheimt veiðigjald og auknum tekjum verði varið í innviðauppbyggingu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áformin harðlega. 25. mars 2025 13:53 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Ef að þetta er þannig að á síðasta ári hafi verið greitt tíu milljörðum of lítið verið greitt í veiðigjöld miðað við það sem eðlilegt er. Hugsum okkur þá alla milljarða tugina sem að ekki hafa runnið inn í ríkissjóð sem sanngjarnt gjald af þessari auðlind,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynntu í dag drög að lagabreytingum á lögum um veiðigjöld en með þessum breytingum geta gjöldin tvöfaldast. „Þetta eru þá milljarða tugir hefðu getað meðal annars farið í að efla innviði á landsbyggðinni og það er einmitt hugsunin á bak við þetta mál að það að einhverjum hluti renni til þeirra staða sem verðmætin verða til,“ segir Sigmar. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýndi áformin harkalega. Tekjur sveitarfélaga frá sjávarútvegsfyrirtækjum muni dragast saman og hafa veruleg áhrif á landsbyggðina ásamt því að fiskur yrði sendur óunnin úr landi í verulegum mæli. „Þetta er leiðrétting og löngu löngu tímabært,“ segir Sigmar. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, er ekki sammála um sé að ræða leiðréttingar. „Hér er verið að nota ákveðið orðagjálfur eins og leiðréttingu um stórfelldar skattahækkanir á eina mikilvægustu atvinnugreinina sem að íslensk samfélag á og er mikið undir að gangi vel og skili sínu til samfélagsins,“ segir hún. „Ég vil taka fram það skiptir máli að það sé mikil sátt við sjávarútveginn og reglur eru mannanna verk og það er sjálfsagt að breyta þeim á skynsaman hátt en við höfum réttmætar áhyggjur af því að hér sé verið að fara allt of bratt í þessi áform. Undir er þessi grundvallaratvinnugrein, jafnvægi í henni, samkeppnishæfni hennar svo hún geti skilað sínu til samfélagsins og það geti haldið áfram með þau lífsgæði sem við erum svo heppin að búa yfir. Þannig að hér segjum við þvert á móti að hér þurfi að stíga mjög varlega og vandvirkt til verka því hér er mikið í húfi.“ Sigmar var ekki sammála Hildi að um væri að ræða skattahækkanir. „Það er verið að fá afnot af því sem að þjóðin á saman, þetta er gjaldtaka fyrir það sem að þjóðin á saman. Þetta er ekki skattahækkun, þetta er allt annað heldur en skattahækkun. Þetta er búið að vera mikil umræða, talandi um sátt í sjávarútveginum, en það er þetta sem hefur komið í veg fyrir það að það sé sátt um sjávarútveginn á Íslandi og það er löngu tímabært að stíga þetta skref.“
Sjávarútvegur Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áform ríkisstjórnarinnar um breytingu á veiðigjöldum harðlega. Áformin hafa ekki verið kynnt en samtökin segja þau fela í sér tvöföldun veiðigjalds. „Það er þungur róður fram undan.“ 25. mars 2025 11:48 Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Atvinnuvegaráðherra segir boðaðar breytingar á útreikningi veiðigjalds vera mikið réttlætismál. Breytingarnar muni allt að tvöfalda innheimt veiðigjald og auknum tekjum verði varið í innviðauppbyggingu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áformin harðlega. 25. mars 2025 13:53 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áform ríkisstjórnarinnar um breytingu á veiðigjöldum harðlega. Áformin hafa ekki verið kynnt en samtökin segja þau fela í sér tvöföldun veiðigjalds. „Það er þungur róður fram undan.“ 25. mars 2025 11:48
Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Atvinnuvegaráðherra segir boðaðar breytingar á útreikningi veiðigjalds vera mikið réttlætismál. Breytingarnar muni allt að tvöfalda innheimt veiðigjald og auknum tekjum verði varið í innviðauppbyggingu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áformin harðlega. 25. mars 2025 13:53