„Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 25. mars 2025 17:00 Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra. Samsett/Ívar Fannar Atvinnuvegaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu í dag drög að lagabreytingum á lögum um veiðigjöld. Gagnrýni barst áður en frumvörpin voru kynnt en fjármálaráðherra segir hana vera langsótta. Samkvæmt greiningu ráðuneytanna sé ljóst að veiðigjöldin hafi átt að vera mun hærri. „Það sem við erum raunverulega að gera er að fara ofan í tekjurnar og færa aflaverðmætið frá því að vera einhver tala sem að útgerðirnar tilkynna sjálfar inn til Fiskistofu í það að finna raunverulegt aflaverðmæti,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra. Hanna Katrín ásamt Daða Má Kristóferssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, kynntu drög að breytingum á lögum um veiðigjald á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag. „Það er verið að leiðrétta útreikninga á fiskverði sem notaðir eru við útreikninga á veiðigjaldi,“ segir Daði Már. Hanna Katrín segir mikið ákall hafa verið eftir þessum breytingum og þá ekki síst frá almenningi. „Þetta er mál sem varðar almannahagsmuni gríðarlega mikið,“ segir hún. Gagnrýnin byggð á langsóttri röksemdarfærslu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) gagnrýndu áformin áður en þau voru kynnt. Samtökin segja lagabreytinguna fela í sér tvöföldum veiðigjalds en einnig leiða til þess að óunnin fiskur verði fluttur út í miklu mæli. „Verðmætasköpun hér á landi verður þar með minni, störfum í fiskvinnslu fækkar stórum og afleiddar tekjur þjónustu og iðnaðar verða hverfandi,“ stendur í tilkynningu frá samtökunum SFS. Hanna Katrín tekur því ekki sem gagnrýni að veiðigjöldin tvöfaldist. Hún segist einnig „fyllilega ósammála“ því að breytingar veitist að landsbyggðinni og leiði til færri starfa. Þá sé umræða í allar áttir fullkomlega eðlileg í lýðræðisríki. „Ég vil frekar beina gagnrýni á stjórnvöldin sem hafa látið þetta viðgangast síðustu ár,“ segir hún. „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni.“ Daði Már telur það langsótt að lagabreytingin setji útgerðir á hliðina út frá rekstrarreikningum útgerða aftur í tímann. „Þá hefur afkoma í útgerð og vinnslu verið mjög góða á Íslandi, miklu betri en í öðrum atvinnugreinum. Þessi fyrirtæki hafa verið að fjárfesta í atvinnulífinu þannig þau hafa haft ráðrúm til að ekki bara auka sitt eigið fé heldur að auka virði sitt í aðrar áttir,“ segir hann. „Svo verð ég að viðurkenna að markaðsverð er í sjálfu sér verð sem ræðst af framboð og eftirspurn. Þessi fyrirtæki hefðu getað selt á fiskuppboðum en velji að gera það ekki sem þýðir að þau hagnist meira á viðskiptum við sínar eigin vinnslur. Mér finnst þessi röksemdarfærsla langsótt.“ Daði Már segir staðhæfingarnar að aflinn verði verkaður í meira mæli erlendis í stað hérlendis byggðar á misskilningi. Í Noregi sjá ekki sömu útgerðirnar um bæði veiðar og vinnslu líkt og tíðkist hérlendis. „Veiðiaðilinn er ekki tilbúinn að selja sinn afla til vinnslunnar þar sem mikill aflir er sendur heilfrystur erlendis. Hér erum við ekki að gera slíkar breytingar,“ segir hann. Veiðigjöldin hafi átt að vera hærri „Héðan í frá borgar útgerðin sanngjarnt og eðlilegt gjald fyrir afnot sín af auðlindinni. Það er það sem var til ætlast þegar lög um veiðigjöld voru sett í upphafi aldar,“ segir Hanna Katrín. Að sögn Daða Más leiddi greining ráðuneytanna í ljós að veiðigjöld hafi átt að vera hærri. Ráðherrarnir sammælast um að veiðigjöldin verði ekki rukkuð afturvirkt. „Það væri ósanngjarnt að breyta lögum og yfirleitt ekki gert á Íslandi að láta lög hafa neina afturvirkni,“ segir hann. „Ég hef ekki áhuga á því að fara aftur í tímann og reikna upp eitthvað uppsafnað tap þjóðarinnar, ég vil frekar slá striki á það og horfa fram á veginn,“ segir Hanna Katrín. Hún lagði einnig áherslu á samstöðu ríkisstjórnarinnar. Málið muni fara sína hefðbundnu leið og allar athugasemdir sem berast skoðaðar. „En það er mikill og sterkur meirihluti á þingi á bak við þetta mál.“ Einfaldast að fylgja Noregi Við gerð frumvarpsins leituðu ráðuneytin til Noregs þar sem ekki er markaður á Ísland fyrir uppsjávartegundir af fiski, svo sem síld og makríl. Þess kyns markaður er í Noregi. „Þar er verið að veiða sömu tegundir og við þekkjum til og mikil líkindi þannig að það var einfaldasta leiðin,“ segir Hanna Katrín. Daði Már segir gögn Norðmanna um veiðar aðgengileg ásamt því að svipað kerfi sér þar og hérlendis. „Það hefði líka verið hægt að miða við verð frá Færeyjum en eiginlega er ekki hægt að fara neitt annað því þú verður að miða við sama fisk veiddan á sama tíma til að vera sanngjarn í samanburðinum. Þá eru það eiginlega bara Noregur og Færeyjar sem koma til greina. Norðmenn eru með betra aðgengi að gögnum,“ segir hann. Sjávarútvegur Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Sjá meira
„Það sem við erum raunverulega að gera er að fara ofan í tekjurnar og færa aflaverðmætið frá því að vera einhver tala sem að útgerðirnar tilkynna sjálfar inn til Fiskistofu í það að finna raunverulegt aflaverðmæti,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra. Hanna Katrín ásamt Daða Má Kristóferssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, kynntu drög að breytingum á lögum um veiðigjald á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag. „Það er verið að leiðrétta útreikninga á fiskverði sem notaðir eru við útreikninga á veiðigjaldi,“ segir Daði Már. Hanna Katrín segir mikið ákall hafa verið eftir þessum breytingum og þá ekki síst frá almenningi. „Þetta er mál sem varðar almannahagsmuni gríðarlega mikið,“ segir hún. Gagnrýnin byggð á langsóttri röksemdarfærslu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) gagnrýndu áformin áður en þau voru kynnt. Samtökin segja lagabreytinguna fela í sér tvöföldum veiðigjalds en einnig leiða til þess að óunnin fiskur verði fluttur út í miklu mæli. „Verðmætasköpun hér á landi verður þar með minni, störfum í fiskvinnslu fækkar stórum og afleiddar tekjur þjónustu og iðnaðar verða hverfandi,“ stendur í tilkynningu frá samtökunum SFS. Hanna Katrín tekur því ekki sem gagnrýni að veiðigjöldin tvöfaldist. Hún segist einnig „fyllilega ósammála“ því að breytingar veitist að landsbyggðinni og leiði til færri starfa. Þá sé umræða í allar áttir fullkomlega eðlileg í lýðræðisríki. „Ég vil frekar beina gagnrýni á stjórnvöldin sem hafa látið þetta viðgangast síðustu ár,“ segir hún. „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni.“ Daði Már telur það langsótt að lagabreytingin setji útgerðir á hliðina út frá rekstrarreikningum útgerða aftur í tímann. „Þá hefur afkoma í útgerð og vinnslu verið mjög góða á Íslandi, miklu betri en í öðrum atvinnugreinum. Þessi fyrirtæki hafa verið að fjárfesta í atvinnulífinu þannig þau hafa haft ráðrúm til að ekki bara auka sitt eigið fé heldur að auka virði sitt í aðrar áttir,“ segir hann. „Svo verð ég að viðurkenna að markaðsverð er í sjálfu sér verð sem ræðst af framboð og eftirspurn. Þessi fyrirtæki hefðu getað selt á fiskuppboðum en velji að gera það ekki sem þýðir að þau hagnist meira á viðskiptum við sínar eigin vinnslur. Mér finnst þessi röksemdarfærsla langsótt.“ Daði Már segir staðhæfingarnar að aflinn verði verkaður í meira mæli erlendis í stað hérlendis byggðar á misskilningi. Í Noregi sjá ekki sömu útgerðirnar um bæði veiðar og vinnslu líkt og tíðkist hérlendis. „Veiðiaðilinn er ekki tilbúinn að selja sinn afla til vinnslunnar þar sem mikill aflir er sendur heilfrystur erlendis. Hér erum við ekki að gera slíkar breytingar,“ segir hann. Veiðigjöldin hafi átt að vera hærri „Héðan í frá borgar útgerðin sanngjarnt og eðlilegt gjald fyrir afnot sín af auðlindinni. Það er það sem var til ætlast þegar lög um veiðigjöld voru sett í upphafi aldar,“ segir Hanna Katrín. Að sögn Daða Más leiddi greining ráðuneytanna í ljós að veiðigjöld hafi átt að vera hærri. Ráðherrarnir sammælast um að veiðigjöldin verði ekki rukkuð afturvirkt. „Það væri ósanngjarnt að breyta lögum og yfirleitt ekki gert á Íslandi að láta lög hafa neina afturvirkni,“ segir hann. „Ég hef ekki áhuga á því að fara aftur í tímann og reikna upp eitthvað uppsafnað tap þjóðarinnar, ég vil frekar slá striki á það og horfa fram á veginn,“ segir Hanna Katrín. Hún lagði einnig áherslu á samstöðu ríkisstjórnarinnar. Málið muni fara sína hefðbundnu leið og allar athugasemdir sem berast skoðaðar. „En það er mikill og sterkur meirihluti á þingi á bak við þetta mál.“ Einfaldast að fylgja Noregi Við gerð frumvarpsins leituðu ráðuneytin til Noregs þar sem ekki er markaður á Ísland fyrir uppsjávartegundir af fiski, svo sem síld og makríl. Þess kyns markaður er í Noregi. „Þar er verið að veiða sömu tegundir og við þekkjum til og mikil líkindi þannig að það var einfaldasta leiðin,“ segir Hanna Katrín. Daði Már segir gögn Norðmanna um veiðar aðgengileg ásamt því að svipað kerfi sér þar og hérlendis. „Það hefði líka verið hægt að miða við verð frá Færeyjum en eiginlega er ekki hægt að fara neitt annað því þú verður að miða við sama fisk veiddan á sama tíma til að vera sanngjarn í samanburðinum. Þá eru það eiginlega bara Noregur og Færeyjar sem koma til greina. Norðmenn eru með betra aðgengi að gögnum,“ segir hann.
Sjávarútvegur Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Sjá meira