Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 25. mars 2025 20:15 Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar. Samsett/Vilhelm Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar segja breytingar á lögum um veiðigjöld annars vegar stórfelldar skattahækkanir og hins vegar gjöld fyrir afnot af þjóðareign. „Ef að þetta er þannig að á síðasta ári hafi verið greitt tíu milljörðum of lítið verið greitt í veiðigjöld miðað við það sem eðlilegt er. Hugsum okkur þá alla milljarða tugina sem að ekki hafa runnið inn í ríkissjóð sem sanngjarnt gjald af þessari auðlind,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynntu í dag drög að lagabreytingum á lögum um veiðigjöld en með þessum breytingum geta gjöldin tvöfaldast. „Þetta eru þá milljarða tugir hefðu getað meðal annars farið í að efla innviði á landsbyggðinni og það er einmitt hugsunin á bak við þetta mál að það að einhverjum hluti renni til þeirra staða sem verðmætin verða til,“ segir Sigmar. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýndi áformin harkalega. Tekjur sveitarfélaga frá sjávarútvegsfyrirtækjum muni dragast saman og hafa veruleg áhrif á landsbyggðina ásamt því að fiskur yrði sendur óunnin úr landi í verulegum mæli. „Þetta er leiðrétting og löngu löngu tímabært,“ segir Sigmar. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, er ekki sammála um sé að ræða leiðréttingar. „Hér er verið að nota ákveðið orðagjálfur eins og leiðréttingu um stórfelldar skattahækkanir á eina mikilvægustu atvinnugreinina sem að íslensk samfélag á og er mikið undir að gangi vel og skili sínu til samfélagsins,“ segir hún. „Ég vil taka fram það skiptir máli að það sé mikil sátt við sjávarútveginn og reglur eru mannanna verk og það er sjálfsagt að breyta þeim á skynsaman hátt en við höfum réttmætar áhyggjur af því að hér sé verið að fara allt of bratt í þessi áform. Undir er þessi grundvallaratvinnugrein, jafnvægi í henni, samkeppnishæfni hennar svo hún geti skilað sínu til samfélagsins og það geti haldið áfram með þau lífsgæði sem við erum svo heppin að búa yfir. Þannig að hér segjum við þvert á móti að hér þurfi að stíga mjög varlega og vandvirkt til verka því hér er mikið í húfi.“ Sigmar var ekki sammála Hildi að um væri að ræða skattahækkanir. „Það er verið að fá afnot af því sem að þjóðin á saman, þetta er gjaldtaka fyrir það sem að þjóðin á saman. Þetta er ekki skattahækkun, þetta er allt annað heldur en skattahækkun. Þetta er búið að vera mikil umræða, talandi um sátt í sjávarútveginum, en það er þetta sem hefur komið í veg fyrir það að það sé sátt um sjávarútveginn á Íslandi og það er löngu tímabært að stíga þetta skref.“ Sjávarútvegur Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áform ríkisstjórnarinnar um breytingu á veiðigjöldum harðlega. Áformin hafa ekki verið kynnt en samtökin segja þau fela í sér tvöföldun veiðigjalds. „Það er þungur róður fram undan.“ 25. mars 2025 11:48 Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Atvinnuvegaráðherra segir boðaðar breytingar á útreikningi veiðigjalds vera mikið réttlætismál. Breytingarnar muni allt að tvöfalda innheimt veiðigjald og auknum tekjum verði varið í innviðauppbyggingu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áformin harðlega. 25. mars 2025 13:53 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Sjá meira
„Ef að þetta er þannig að á síðasta ári hafi verið greitt tíu milljörðum of lítið verið greitt í veiðigjöld miðað við það sem eðlilegt er. Hugsum okkur þá alla milljarða tugina sem að ekki hafa runnið inn í ríkissjóð sem sanngjarnt gjald af þessari auðlind,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynntu í dag drög að lagabreytingum á lögum um veiðigjöld en með þessum breytingum geta gjöldin tvöfaldast. „Þetta eru þá milljarða tugir hefðu getað meðal annars farið í að efla innviði á landsbyggðinni og það er einmitt hugsunin á bak við þetta mál að það að einhverjum hluti renni til þeirra staða sem verðmætin verða til,“ segir Sigmar. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýndi áformin harkalega. Tekjur sveitarfélaga frá sjávarútvegsfyrirtækjum muni dragast saman og hafa veruleg áhrif á landsbyggðina ásamt því að fiskur yrði sendur óunnin úr landi í verulegum mæli. „Þetta er leiðrétting og löngu löngu tímabært,“ segir Sigmar. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, er ekki sammála um sé að ræða leiðréttingar. „Hér er verið að nota ákveðið orðagjálfur eins og leiðréttingu um stórfelldar skattahækkanir á eina mikilvægustu atvinnugreinina sem að íslensk samfélag á og er mikið undir að gangi vel og skili sínu til samfélagsins,“ segir hún. „Ég vil taka fram það skiptir máli að það sé mikil sátt við sjávarútveginn og reglur eru mannanna verk og það er sjálfsagt að breyta þeim á skynsaman hátt en við höfum réttmætar áhyggjur af því að hér sé verið að fara allt of bratt í þessi áform. Undir er þessi grundvallaratvinnugrein, jafnvægi í henni, samkeppnishæfni hennar svo hún geti skilað sínu til samfélagsins og það geti haldið áfram með þau lífsgæði sem við erum svo heppin að búa yfir. Þannig að hér segjum við þvert á móti að hér þurfi að stíga mjög varlega og vandvirkt til verka því hér er mikið í húfi.“ Sigmar var ekki sammála Hildi að um væri að ræða skattahækkanir. „Það er verið að fá afnot af því sem að þjóðin á saman, þetta er gjaldtaka fyrir það sem að þjóðin á saman. Þetta er ekki skattahækkun, þetta er allt annað heldur en skattahækkun. Þetta er búið að vera mikil umræða, talandi um sátt í sjávarútveginum, en það er þetta sem hefur komið í veg fyrir það að það sé sátt um sjávarútveginn á Íslandi og það er löngu tímabært að stíga þetta skref.“
Sjávarútvegur Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áform ríkisstjórnarinnar um breytingu á veiðigjöldum harðlega. Áformin hafa ekki verið kynnt en samtökin segja þau fela í sér tvöföldun veiðigjalds. „Það er þungur róður fram undan.“ 25. mars 2025 11:48 Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Atvinnuvegaráðherra segir boðaðar breytingar á útreikningi veiðigjalds vera mikið réttlætismál. Breytingarnar muni allt að tvöfalda innheimt veiðigjald og auknum tekjum verði varið í innviðauppbyggingu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áformin harðlega. 25. mars 2025 13:53 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Sjá meira
Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áform ríkisstjórnarinnar um breytingu á veiðigjöldum harðlega. Áformin hafa ekki verið kynnt en samtökin segja þau fela í sér tvöföldun veiðigjalds. „Það er þungur róður fram undan.“ 25. mars 2025 11:48
Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Atvinnuvegaráðherra segir boðaðar breytingar á útreikningi veiðigjalds vera mikið réttlætismál. Breytingarnar muni allt að tvöfalda innheimt veiðigjald og auknum tekjum verði varið í innviðauppbyggingu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áformin harðlega. 25. mars 2025 13:53