Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 26. mars 2025 07:00 Agla Bríet Bárudóttir, Bryndís Mjöll Schram Reed, Helena Hafsteinsdóttir, Karen Rut Robertsdóttir og Klara Ósk Elíasdóttir standa að hlaðvarpinu Á bak við tjöldin. Þorgeir Örn Tryggvason „Við vitum af eigin reynslu hversu gríðarlega mikilvæg þessi „ósýnilegu“ störf eru og hversu mikla fagmennsku og sköpunargáfu þau krefjast sem og úthalds,“ segir Klara Elíasdóttir tónlistarkona og lagahöfundur sem hefur ásamt fjórum öðrum listakonum sett af stað hlaðvarpið Á bak við tjöldin. Saklaus hugmynd að skemmtilegu skólaverkefni „Þetta byrjaði sem saklaus hugmynd að skemmtilegu skólaverkefni og vatt svona upp á sig. Við höfum allar reynslu af því að starfa bæði fyrir framan og á bak við tjöldin. Okkur fannst því spennandi og nauðsynlegt að búa til vettvang til að segja þessar sögur og leyfa röddum þeirra sem hjálpa til við að búa til töfrana í lista- og menningarheiminum að heyrast,“ segir Klara um upphaf verkefnisins. Hugmyndin að hlaðvarpinu kviknaði í náminu hjá listakonunum.Þorgeir Örn Tryggvason Forsprakkar verkefnisins eru Agla Bríet Bárudóttir, Bryndís Mjöll Schram Reed, Helena Hafsteinsdóttir og Karen Rut Robertsdóttir ásamt Klöru. Listakonurnar kynntust í námi við Háskólann á Bifröst og ákváðu að sameina krafta sína við þetta verkefni. „Markmiðið er að varpa ljósi á þær raddir sem oft heyrist minna í, konur og kvár sem starfa á bak við tjöldin í skapandi greinum. Þessir einstaklingar gegna lykilhlutverkum í því að verk og sýningar verði að veruleika en fá sjaldnast þá viðurkenningu eða athygli sem þau eiga skilið. Þetta byrjaði sem skólaverkefni en þróaðist út í eitthvað miklu stærra og að einhverju sem er farið að skipta okkur hjartans máli.“ Varpa ljósinu á raddir bak við tjöldin Allar búa þær yfir víðtækri reynslu á fjölbreyttum hliðum skapandi greina. „Við vitum af eigin reynslu hversu gríðarlega mikilvæg þessi „ósýnilegu“ störf eru og hversu mikla fagmennsku, sköpunargáfu og úthalds þau krefjast. Okkur fannst kominn tími til að varpa kastljósinu að þessum störfum og fólkinu sem sinnir þeim. Að vera kona í skapandi greinum, hvort sem það er hér heima eða erlendis, getur verið krefjandi og það vitum við líka af eigin reynslu. Þótt margt hafi þróast í rétta átt síðustu ár og vissulega hafi orðið framfarir, þá er baráttunni langt frá því lokið. Enn eru margar valdastöður innan menningar- og listalífsins bundnar við gamaldags hugmyndir um kyn og vald.“ Listakonur sameina krafta sína!Þorgeir Örn Tryggvason Þá segjast þær allar vera í svolitlum uppreisnargír. „Við skynjum líka ákveðna „femínistaþreytu“ í samfélaginu sem við erum allar í smá uppreisn gegn. Við höfum allar upplifað það í samtölum að það er eins og fólk telji jafnréttisbaráttunni lokið, sérstaklega hér á Íslandi þar sem við höfum svo sterka sjálfsmynd sem jafnréttisríki. Með þessu verkefni viljum við minna á raddir þeirra sem vinna bak við tjöldin skipta máli, líka þegar þær heyrast ekki beint úr hávaðanum á sviðinu.“ Hér má hlusta á fyrsta hlaðvarpsþáttinn þar sem þær ræða við Önnulísu Hermannsdóttur leikkonu, leikstjóra og tónlistarkonu. Tónlist Menning Hlaðvörp Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Fleiri fréttir Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Sjá meira
Saklaus hugmynd að skemmtilegu skólaverkefni „Þetta byrjaði sem saklaus hugmynd að skemmtilegu skólaverkefni og vatt svona upp á sig. Við höfum allar reynslu af því að starfa bæði fyrir framan og á bak við tjöldin. Okkur fannst því spennandi og nauðsynlegt að búa til vettvang til að segja þessar sögur og leyfa röddum þeirra sem hjálpa til við að búa til töfrana í lista- og menningarheiminum að heyrast,“ segir Klara um upphaf verkefnisins. Hugmyndin að hlaðvarpinu kviknaði í náminu hjá listakonunum.Þorgeir Örn Tryggvason Forsprakkar verkefnisins eru Agla Bríet Bárudóttir, Bryndís Mjöll Schram Reed, Helena Hafsteinsdóttir og Karen Rut Robertsdóttir ásamt Klöru. Listakonurnar kynntust í námi við Háskólann á Bifröst og ákváðu að sameina krafta sína við þetta verkefni. „Markmiðið er að varpa ljósi á þær raddir sem oft heyrist minna í, konur og kvár sem starfa á bak við tjöldin í skapandi greinum. Þessir einstaklingar gegna lykilhlutverkum í því að verk og sýningar verði að veruleika en fá sjaldnast þá viðurkenningu eða athygli sem þau eiga skilið. Þetta byrjaði sem skólaverkefni en þróaðist út í eitthvað miklu stærra og að einhverju sem er farið að skipta okkur hjartans máli.“ Varpa ljósinu á raddir bak við tjöldin Allar búa þær yfir víðtækri reynslu á fjölbreyttum hliðum skapandi greina. „Við vitum af eigin reynslu hversu gríðarlega mikilvæg þessi „ósýnilegu“ störf eru og hversu mikla fagmennsku, sköpunargáfu og úthalds þau krefjast. Okkur fannst kominn tími til að varpa kastljósinu að þessum störfum og fólkinu sem sinnir þeim. Að vera kona í skapandi greinum, hvort sem það er hér heima eða erlendis, getur verið krefjandi og það vitum við líka af eigin reynslu. Þótt margt hafi þróast í rétta átt síðustu ár og vissulega hafi orðið framfarir, þá er baráttunni langt frá því lokið. Enn eru margar valdastöður innan menningar- og listalífsins bundnar við gamaldags hugmyndir um kyn og vald.“ Listakonur sameina krafta sína!Þorgeir Örn Tryggvason Þá segjast þær allar vera í svolitlum uppreisnargír. „Við skynjum líka ákveðna „femínistaþreytu“ í samfélaginu sem við erum allar í smá uppreisn gegn. Við höfum allar upplifað það í samtölum að það er eins og fólk telji jafnréttisbaráttunni lokið, sérstaklega hér á Íslandi þar sem við höfum svo sterka sjálfsmynd sem jafnréttisríki. Með þessu verkefni viljum við minna á raddir þeirra sem vinna bak við tjöldin skipta máli, líka þegar þær heyrast ekki beint úr hávaðanum á sviðinu.“ Hér má hlusta á fyrsta hlaðvarpsþáttinn þar sem þær ræða við Önnulísu Hermannsdóttur leikkonu, leikstjóra og tónlistarkonu.
Tónlist Menning Hlaðvörp Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Fleiri fréttir Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning