Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Oddur Ævar Gunnarsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 3. apríl 2025 07:02 Arngrímur Egill Gunnarsson og Andri Þór Bergmann ætla sér stóra hluti í garðslættinum í sumar. vísir/Anton Brink Félagarnir Arngrímur Egill Gunnarsson og Andri Þór Bergmann eru einungis átján ára gamlir en eru komnir í bullandi bissness og anna vart eftirspurn. Þeir stofnuðu garðyrkjufyrirtækið Garðfix og verða viðskiptavinum sínum úti um slátturóbota og annast umhirðu þeirra. Þeir stefna á að fjórfalda umsvif sín í sumar. „Við stofnuðum fyrirtækið í lok árs 2023 og fórum svo af stað með reksturinn síðasta sumar og það gekk alveg vonum framar hjá okkur. Við þurftum að loka á nýja viðskiptavini hjá okkur af því við vorum að fara af stað og vildum passa að við gætum þjónustað alla viðskiptavini okkar nákvæmlega eins og við vildum gera,“ útskýra strákarnir. Þeir mættu í Bítið á Bylgjuna og ræddu fyrirtækið. Langir dagar og mikill lærdómur Þeir strákar fara yfir víðan völl í Bítinu og útskýra að þeir hafi lært mikið síðasta sumar við að halda úti þjónustu fyrirtækisins. Þeir segja dagana hafa verið langa en viðskiptavinir gera samninga og fá svo slátturóbot og hleðslustöð yfir sumarið, sem strákarnir sjá alfarið um. „En við lærðum rosa margt og teljum okkur þekkja þessa róbota mjög vel í dag, erum fljótir að spotta ef það er eitthvað, það eru allskonar vandamál sem geta komið upp með þá og þá náttúrulega tekur okkur engan tíma að laga þá.“ Arngrímur og Andri eru vinir og skólafélagar í Verzló.Vísir/Anton Brink Þeir Arngrímur og Andri segja að hugmyndin hafi kviknað fyrir rúmum þremur árum síðan. Ári áður, sumarið 2021 hafði pabbi Arngríms fengið sér svona slátturóbot. Arngrímur segist hafa verið fljótur að sjá mun á garðinum. „Sumarið 2022 var ég byrjaður að chippa í garðinum því hann var bara byrjaður að líta út eins og golfvöllur. Út frá þeessu höfðum við Andri talað um að búa eitthvað til saman og ég sá þetta sem kjörið tækifæri að hanna eitthvað þjónustumódel í kringum slátturóbotana þannig við ákváðum að fara að leigja þá út.“ Slegið á hverjum degi Róbotarnir eru frá sænska framleiðandanum Huskvarna og segja strákarnir í Bítinu að þeir hafi fjármagnað kaupin á þeim sjálfir. Viðskiptavinir séu af allskyns gerðum, einstaklingar, húsfélög, fyrirtæki og sveitarfélög. Róbotarnir sömuleiðis en strákarnir segja þá geta slegið grasbletti frá 400 fermetrum og upp í fimmtíu þúsund. Þeir voru með tíu róbota í þjónustu í fyrrasumar en stefna á að fjörutíu í sumar. „Það sem gerir slátturóbotona að svona mikilli snilld er líka bara að þeir slá á hverjum einasta degi og þeir slá það oft að grasið fellur ofan í jarðveginn og nýtist sem áburður, þannig að það er engin þörf á því að farga grasinu,“ segja strákarnir. Þeir taka fram að þeir séu nú í óðaönn við að taka við skilaboðum frá áhugasömum viðskiptavinum. Þeir ætla að einbeita sér að því að tryggja góða þjónustu í sumar og íhuga svo hvort þeir geti einhvern veginn útvíkkað starfsemina. Erfitt að bera saman verð „Það verður mikið að gera og allskonar sem getur komið upp, þannig við ætlum að taka fund eftir sumarið. Við viljum ekki vera í allt of mörgu í einu á meðan róbotarnir eru að vinna og það er mikið að gera.“ Þeir segjast í samtali við Vísi þó stefna á útskriftarferðina með Verzló í sumar enda séu þeir komnir með trausta aðila til að standa vaktina á meðan þeir njóti lífsins með samstúdentum erlendis. Þeir séu ekki byrjaðir að mala gull enda leggi þeir áherslu á að byggja upp traust viðskiptavina og stækka jafnt og þétt. Spurðir út í verð segjast þeir gera tilboð í hvern og einn garð fyrir sig enda séu þeir ólíkir. Þá verði að hafa í huga í verðsamanburði að á meðan aðrir bjóði upp á garðslátt nokkrum sinnum yfir sumarið þá sé grasið slegið á hverjum degi með róbotum. Ekki þurfi að raka heldur falli agnarsmáu afklippurnar daglega niður í grasið og virki sem áburður. Dæmi séu um að garðar hafi tekið fallega við sér síðasta sumar sökum þessa og vonandi bætist fleiri í hópinn. Garðyrkja Mest lesið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Lífið Fleiri fréttir Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Sjá meira
„Við stofnuðum fyrirtækið í lok árs 2023 og fórum svo af stað með reksturinn síðasta sumar og það gekk alveg vonum framar hjá okkur. Við þurftum að loka á nýja viðskiptavini hjá okkur af því við vorum að fara af stað og vildum passa að við gætum þjónustað alla viðskiptavini okkar nákvæmlega eins og við vildum gera,“ útskýra strákarnir. Þeir mættu í Bítið á Bylgjuna og ræddu fyrirtækið. Langir dagar og mikill lærdómur Þeir strákar fara yfir víðan völl í Bítinu og útskýra að þeir hafi lært mikið síðasta sumar við að halda úti þjónustu fyrirtækisins. Þeir segja dagana hafa verið langa en viðskiptavinir gera samninga og fá svo slátturóbot og hleðslustöð yfir sumarið, sem strákarnir sjá alfarið um. „En við lærðum rosa margt og teljum okkur þekkja þessa róbota mjög vel í dag, erum fljótir að spotta ef það er eitthvað, það eru allskonar vandamál sem geta komið upp með þá og þá náttúrulega tekur okkur engan tíma að laga þá.“ Arngrímur og Andri eru vinir og skólafélagar í Verzló.Vísir/Anton Brink Þeir Arngrímur og Andri segja að hugmyndin hafi kviknað fyrir rúmum þremur árum síðan. Ári áður, sumarið 2021 hafði pabbi Arngríms fengið sér svona slátturóbot. Arngrímur segist hafa verið fljótur að sjá mun á garðinum. „Sumarið 2022 var ég byrjaður að chippa í garðinum því hann var bara byrjaður að líta út eins og golfvöllur. Út frá þeessu höfðum við Andri talað um að búa eitthvað til saman og ég sá þetta sem kjörið tækifæri að hanna eitthvað þjónustumódel í kringum slátturóbotana þannig við ákváðum að fara að leigja þá út.“ Slegið á hverjum degi Róbotarnir eru frá sænska framleiðandanum Huskvarna og segja strákarnir í Bítinu að þeir hafi fjármagnað kaupin á þeim sjálfir. Viðskiptavinir séu af allskyns gerðum, einstaklingar, húsfélög, fyrirtæki og sveitarfélög. Róbotarnir sömuleiðis en strákarnir segja þá geta slegið grasbletti frá 400 fermetrum og upp í fimmtíu þúsund. Þeir voru með tíu róbota í þjónustu í fyrrasumar en stefna á að fjörutíu í sumar. „Það sem gerir slátturóbotona að svona mikilli snilld er líka bara að þeir slá á hverjum einasta degi og þeir slá það oft að grasið fellur ofan í jarðveginn og nýtist sem áburður, þannig að það er engin þörf á því að farga grasinu,“ segja strákarnir. Þeir taka fram að þeir séu nú í óðaönn við að taka við skilaboðum frá áhugasömum viðskiptavinum. Þeir ætla að einbeita sér að því að tryggja góða þjónustu í sumar og íhuga svo hvort þeir geti einhvern veginn útvíkkað starfsemina. Erfitt að bera saman verð „Það verður mikið að gera og allskonar sem getur komið upp, þannig við ætlum að taka fund eftir sumarið. Við viljum ekki vera í allt of mörgu í einu á meðan róbotarnir eru að vinna og það er mikið að gera.“ Þeir segjast í samtali við Vísi þó stefna á útskriftarferðina með Verzló í sumar enda séu þeir komnir með trausta aðila til að standa vaktina á meðan þeir njóti lífsins með samstúdentum erlendis. Þeir séu ekki byrjaðir að mala gull enda leggi þeir áherslu á að byggja upp traust viðskiptavina og stækka jafnt og þétt. Spurðir út í verð segjast þeir gera tilboð í hvern og einn garð fyrir sig enda séu þeir ólíkir. Þá verði að hafa í huga í verðsamanburði að á meðan aðrir bjóði upp á garðslátt nokkrum sinnum yfir sumarið þá sé grasið slegið á hverjum degi með róbotum. Ekki þurfi að raka heldur falli agnarsmáu afklippurnar daglega niður í grasið og virki sem áburður. Dæmi séu um að garðar hafi tekið fallega við sér síðasta sumar sökum þessa og vonandi bætist fleiri í hópinn.
Garðyrkja Mest lesið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Lífið Fleiri fréttir Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Sjá meira