Rúmbetri sjúkrabílar á leið á göturnar Árni Sæberg skrifar 24. mars 2025 13:57 Hér má sjá svokallaða box-bíla. Rauði krossinn Á næstu mánuðum mun Rauði krossinn á Íslandi fá afhenta 25 nýja sjúkrabíla. Um er að ræða sautján svokallaða van-sjúkrabíla eins og þegar þekkjast á götum landsins og átta svokallaða box-bíla, það er sjúkrabíla með kassa. Þetta er í fyrsta sinn sem box-bílar eru keyptir hingað til lands í kjölfar útboðs. Í fréttatilkynningu frá Rauða krossinum segir að samið hafi verið við Fastus ehf. um kaupin á bílunum 25 með möguleika á að kaupa aðra 25 til viðbótar. Fjársýsla ríkisins hafi haft umsjón með útboðinu, sem auglýst hafi verið á öllu evrópska efnahagssvæðinu. Bifreiðarnar verði smíðaðar hjá BAUS AT í Póllandi, sem hafi smíðað sjúkrabíla fyrir Rauða krossinn undanfarin ár. Rauði krossinn haldi utan um sjúkrabílaflota landsins samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Í því felist að félagið útvegar og annast innkaup á sjúkrabílum auk þess að reka þá sem og tækjabúnað til sjúkraflutninga. „Með tilkomu box-bíla er verið að mæta þörf fyrir betra rými og vinnuaðstöðu inni í sjúkrarýminu. Nú verður hægt að sitja báðum megin við sjúkling inni í sjúkrarýminu þannig að aðgengi að sjúklingi verður mun betra meðan á flutningi stendur, ólíkt hefðbundnum sjúkrabílum þar sem rýmið er takmarkaðra,“ er haft eftir Marinó Má Marinóssyni, verkefnastjóra sjúkraflutninga hjá Rauða krossinum. Kassarnir á box-bílunum séu hannaðir sérstaklega fyrir sjúkraflutninga og skipulag á skápum og hillum í þeim er að sögn Marinós betra og stærra. „Box-bílarnir eru byggðir fyrir mikla notkun og taldir endingarbetri.“ Boxin séu sett saman í einingum og því eigi að vera auðveldara að skipta út eða gera við einstaka hluta, eins og skápa og rafkerfi, án þess að hafa áhrif á aðra hluti í bílnum. „Ég tel þetta mikla framför.“ Gert sé ráð fyrir að nýju bílarnir verði staðsettir á þeim stöðum á landinu þar sem álagið er mest, til dæmis á stóru þéttbýlisstöðunum. Í dag eigi Rauði krossinn og reki 94 sjúkrabíla, þar af séu 80 í notkun en fjórtán hafðir til vara. Meðalaldur flotans sé nú sex ár. Stefnt sé að því að fyrstu bílarnir komi til landsins eftir um 18 mánuði. Sjúkraflutningar Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Rauða krossinum segir að samið hafi verið við Fastus ehf. um kaupin á bílunum 25 með möguleika á að kaupa aðra 25 til viðbótar. Fjársýsla ríkisins hafi haft umsjón með útboðinu, sem auglýst hafi verið á öllu evrópska efnahagssvæðinu. Bifreiðarnar verði smíðaðar hjá BAUS AT í Póllandi, sem hafi smíðað sjúkrabíla fyrir Rauða krossinn undanfarin ár. Rauði krossinn haldi utan um sjúkrabílaflota landsins samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Í því felist að félagið útvegar og annast innkaup á sjúkrabílum auk þess að reka þá sem og tækjabúnað til sjúkraflutninga. „Með tilkomu box-bíla er verið að mæta þörf fyrir betra rými og vinnuaðstöðu inni í sjúkrarýminu. Nú verður hægt að sitja báðum megin við sjúkling inni í sjúkrarýminu þannig að aðgengi að sjúklingi verður mun betra meðan á flutningi stendur, ólíkt hefðbundnum sjúkrabílum þar sem rýmið er takmarkaðra,“ er haft eftir Marinó Má Marinóssyni, verkefnastjóra sjúkraflutninga hjá Rauða krossinum. Kassarnir á box-bílunum séu hannaðir sérstaklega fyrir sjúkraflutninga og skipulag á skápum og hillum í þeim er að sögn Marinós betra og stærra. „Box-bílarnir eru byggðir fyrir mikla notkun og taldir endingarbetri.“ Boxin séu sett saman í einingum og því eigi að vera auðveldara að skipta út eða gera við einstaka hluta, eins og skápa og rafkerfi, án þess að hafa áhrif á aðra hluti í bílnum. „Ég tel þetta mikla framför.“ Gert sé ráð fyrir að nýju bílarnir verði staðsettir á þeim stöðum á landinu þar sem álagið er mest, til dæmis á stóru þéttbýlisstöðunum. Í dag eigi Rauði krossinn og reki 94 sjúkrabíla, þar af séu 80 í notkun en fjórtán hafðir til vara. Meðalaldur flotans sé nú sex ár. Stefnt sé að því að fyrstu bílarnir komi til landsins eftir um 18 mánuði.
Sjúkraflutningar Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira