Hratt vaxandi skjálftavirkni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. mars 2025 12:52 Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur og fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands. vísir/arnar Skjálftavirkni við Sundhnúksgíga fer hratt vaxandi að sögn fagstjóra hjá Veðurstofunni og kvikumagnið undir Svartsengi er komið yfir öll fyrri mörk. Hann segir almannavarnayfirvöld þurfa að gera ráðstafnir áður en gosvirkni færist á milli kerfa á Reykjanesskaganum. „Skjálftavirknin þarna er að vaxa tiltölulega hratt. Við fáum svona hrinur og svo er hljóðlátara inni á milli en heilt yfir er sjálftavirknin við Sundhnúksgíga að vaxa,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, um skjálftahrinu sem reið yfir við Sundhnúksgíga í gær. Skjálftavirknin hefur verið minni í dag en Benedikt segir kvikumagnið undir Svartsengi komið yfir öll fyrri mörk. Þessi aukna skjálftavirkni, er hún til marks um að kvikuhlaup sé yfirvofandi? „Það er erfitt að fullyrða um það, en já ætli það ekki. Það er nú líklegt að það fari að styttast í eitthvað. Við vitum ekki hvað við þurfum að bíða lengi en við erum að sjá hana vaxa frekar hratt þannig ég myndi halda að það ætti nú eitthvað að fara að gerast.“ Almannavarnayfirvöld þurfa að vera undir það búin að gosvirkni færist á milli kerfa og gera ráðstafanir, til dæmis fyrir það ef gosvirknin færist til Krýsuvíkur í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.vísir/Vilhelm Veðurstofan birti fyrir helgi pistil þar sem bent er á að almennt hafi hægt á kvikusöfnun undir Svartsengi. Gróft áætlað sé hraðinn nú, og fyrir síðustu gos, um fjórðungur af því sem hann var í upphafi goshrinunnar. Líklegt sé að virknin muni færast yfir í nálægt goskerfi þegar henni lýkur við Svartsengi. Íbúar og almannavarnayfirvöld þurfi að vera undir það búin og gera ráðstafanir. „Þetta snýst fyrst og fremst um viðbragðsáætlanir þar sem eldstöðvakerfi eru nærri byggð, eins og sérstaklega við Krýsuvík þar sem þetta gæti haft áhrif inn á höfuðborgarsvæðið. Ekki eldgos en mögulega spurnguhreyfingar, skjálftavirkni og annað slíkt. Einnig hraunflæði, sem er kannski ólíklegra en líka alveg inni í myndinni. Þetta eru bara hlutir sem þarf að fara að undirbúa og hafa áætlanir um,“ segir Benedikt. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
„Skjálftavirknin þarna er að vaxa tiltölulega hratt. Við fáum svona hrinur og svo er hljóðlátara inni á milli en heilt yfir er sjálftavirknin við Sundhnúksgíga að vaxa,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, um skjálftahrinu sem reið yfir við Sundhnúksgíga í gær. Skjálftavirknin hefur verið minni í dag en Benedikt segir kvikumagnið undir Svartsengi komið yfir öll fyrri mörk. Þessi aukna skjálftavirkni, er hún til marks um að kvikuhlaup sé yfirvofandi? „Það er erfitt að fullyrða um það, en já ætli það ekki. Það er nú líklegt að það fari að styttast í eitthvað. Við vitum ekki hvað við þurfum að bíða lengi en við erum að sjá hana vaxa frekar hratt þannig ég myndi halda að það ætti nú eitthvað að fara að gerast.“ Almannavarnayfirvöld þurfa að vera undir það búin að gosvirkni færist á milli kerfa og gera ráðstafanir, til dæmis fyrir það ef gosvirknin færist til Krýsuvíkur í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.vísir/Vilhelm Veðurstofan birti fyrir helgi pistil þar sem bent er á að almennt hafi hægt á kvikusöfnun undir Svartsengi. Gróft áætlað sé hraðinn nú, og fyrir síðustu gos, um fjórðungur af því sem hann var í upphafi goshrinunnar. Líklegt sé að virknin muni færast yfir í nálægt goskerfi þegar henni lýkur við Svartsengi. Íbúar og almannavarnayfirvöld þurfi að vera undir það búin og gera ráðstafanir. „Þetta snýst fyrst og fremst um viðbragðsáætlanir þar sem eldstöðvakerfi eru nærri byggð, eins og sérstaklega við Krýsuvík þar sem þetta gæti haft áhrif inn á höfuðborgarsvæðið. Ekki eldgos en mögulega spurnguhreyfingar, skjálftavirkni og annað slíkt. Einnig hraunflæði, sem er kannski ólíklegra en líka alveg inni í myndinni. Þetta eru bara hlutir sem þarf að fara að undirbúa og hafa áætlanir um,“ segir Benedikt.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira