Hratt vaxandi skjálftavirkni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. mars 2025 12:52 Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur og fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands. vísir/arnar Skjálftavirkni við Sundhnúksgíga fer hratt vaxandi að sögn fagstjóra hjá Veðurstofunni og kvikumagnið undir Svartsengi er komið yfir öll fyrri mörk. Hann segir almannavarnayfirvöld þurfa að gera ráðstafnir áður en gosvirkni færist á milli kerfa á Reykjanesskaganum. „Skjálftavirknin þarna er að vaxa tiltölulega hratt. Við fáum svona hrinur og svo er hljóðlátara inni á milli en heilt yfir er sjálftavirknin við Sundhnúksgíga að vaxa,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, um skjálftahrinu sem reið yfir við Sundhnúksgíga í gær. Skjálftavirknin hefur verið minni í dag en Benedikt segir kvikumagnið undir Svartsengi komið yfir öll fyrri mörk. Þessi aukna skjálftavirkni, er hún til marks um að kvikuhlaup sé yfirvofandi? „Það er erfitt að fullyrða um það, en já ætli það ekki. Það er nú líklegt að það fari að styttast í eitthvað. Við vitum ekki hvað við þurfum að bíða lengi en við erum að sjá hana vaxa frekar hratt þannig ég myndi halda að það ætti nú eitthvað að fara að gerast.“ Almannavarnayfirvöld þurfa að vera undir það búin að gosvirkni færist á milli kerfa og gera ráðstafanir, til dæmis fyrir það ef gosvirknin færist til Krýsuvíkur í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.vísir/Vilhelm Veðurstofan birti fyrir helgi pistil þar sem bent er á að almennt hafi hægt á kvikusöfnun undir Svartsengi. Gróft áætlað sé hraðinn nú, og fyrir síðustu gos, um fjórðungur af því sem hann var í upphafi goshrinunnar. Líklegt sé að virknin muni færast yfir í nálægt goskerfi þegar henni lýkur við Svartsengi. Íbúar og almannavarnayfirvöld þurfi að vera undir það búin og gera ráðstafanir. „Þetta snýst fyrst og fremst um viðbragðsáætlanir þar sem eldstöðvakerfi eru nærri byggð, eins og sérstaklega við Krýsuvík þar sem þetta gæti haft áhrif inn á höfuðborgarsvæðið. Ekki eldgos en mögulega spurnguhreyfingar, skjálftavirkni og annað slíkt. Einnig hraunflæði, sem er kannski ólíklegra en líka alveg inni í myndinni. Þetta eru bara hlutir sem þarf að fara að undirbúa og hafa áætlanir um,“ segir Benedikt. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Fleiri fréttir Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Sjá meira
„Skjálftavirknin þarna er að vaxa tiltölulega hratt. Við fáum svona hrinur og svo er hljóðlátara inni á milli en heilt yfir er sjálftavirknin við Sundhnúksgíga að vaxa,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, um skjálftahrinu sem reið yfir við Sundhnúksgíga í gær. Skjálftavirknin hefur verið minni í dag en Benedikt segir kvikumagnið undir Svartsengi komið yfir öll fyrri mörk. Þessi aukna skjálftavirkni, er hún til marks um að kvikuhlaup sé yfirvofandi? „Það er erfitt að fullyrða um það, en já ætli það ekki. Það er nú líklegt að það fari að styttast í eitthvað. Við vitum ekki hvað við þurfum að bíða lengi en við erum að sjá hana vaxa frekar hratt þannig ég myndi halda að það ætti nú eitthvað að fara að gerast.“ Almannavarnayfirvöld þurfa að vera undir það búin að gosvirkni færist á milli kerfa og gera ráðstafanir, til dæmis fyrir það ef gosvirknin færist til Krýsuvíkur í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.vísir/Vilhelm Veðurstofan birti fyrir helgi pistil þar sem bent er á að almennt hafi hægt á kvikusöfnun undir Svartsengi. Gróft áætlað sé hraðinn nú, og fyrir síðustu gos, um fjórðungur af því sem hann var í upphafi goshrinunnar. Líklegt sé að virknin muni færast yfir í nálægt goskerfi þegar henni lýkur við Svartsengi. Íbúar og almannavarnayfirvöld þurfi að vera undir það búin og gera ráðstafanir. „Þetta snýst fyrst og fremst um viðbragðsáætlanir þar sem eldstöðvakerfi eru nærri byggð, eins og sérstaklega við Krýsuvík þar sem þetta gæti haft áhrif inn á höfuðborgarsvæðið. Ekki eldgos en mögulega spurnguhreyfingar, skjálftavirkni og annað slíkt. Einnig hraunflæði, sem er kannski ólíklegra en líka alveg inni í myndinni. Þetta eru bara hlutir sem þarf að fara að undirbúa og hafa áætlanir um,“ segir Benedikt.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Fleiri fréttir Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Sjá meira