„Mér fannst það svolítið vanta í dag“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. mars 2025 19:38 Arnar Gunnlaugsson þurfti að sætta sig við tap í fyrstu tveimur leikjunum sem landsliðsþjálfari. KSÍ Arnar Gunnlaugsson tekur ábyrgð á tapinu gegn Kósovó „ef það þarf að finna einhvern sökudólg“ en segir leikmenn stundum þurfa að bretta upp ermarnar og láta sig vaða í tæklingar. „Betra liðið vann í þessu einvígi og engar afsakanir frá okkar hendi. Við sýndum ekki nægilega góða frammistöðu í fyrri hálfleik, smá betra hjarta og líf í seinni hálfleik. Því fór sem fór“ sagði Arnar um tilfinninguna sem fylgir tapinu. Gæti talað um taktík en stundum þarf að bretta upp ermar Arnar gerði sex breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik og stillti liðinu upp öðruvísi en hefur áður sést. „Mig langaði að prófa og sjá þessa stráka spila mismunandi stöður. Þetta snýst líka svolítið um hugarfar þegar þú ferð í öðruvísi stöðu en þú ert vanur að spila. Hvað þú ert tilbúinn að læra. Þér er hent út í djúpu laugina… Í mínum huga eru þetta engin geimvísindi, ég er náttúrulega búinn að vera að hugsa um þetta kerfi núna í fimm til sex ár og reyndi að útskýra fyrir strákunum hvernig þetta á að vera. Það sást smá hvernig ég vildi sjá liðið spila í framtíðinni en allt of sjaldan og ekki nægilega oft. Ég tek þetta á mig ef það þarf að finna einhvern sökudólg, ég er skipstjórinn. En við getum talað um taktík og tækni í allan dag, en stundum þarf bara að bretta ermarnar í fótbolta. Látið sig vaða í tæklingar og láta finna fyrir sér. Mér fannst það svolítið vanta í dag“ sagði Arnar um sitt upplegg. Hann hélt áfram og bar núverandi lið saman við „gamla bandið sem var geggjað varnarlið en ekki næstum því jafn góðir í fótbolta og þessir strákar en þeir létu finna fyrir sér og unnu leikinn þannig. Það þarf alltaf að gera það þegar þú spilar fyrir hönd þjóðarinnar.“ Að lokum talaði Arnar um Jóhann Berg og Hákon Arnar, sem voru báðir tæpir og komu hvorugir við sögu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
„Betra liðið vann í þessu einvígi og engar afsakanir frá okkar hendi. Við sýndum ekki nægilega góða frammistöðu í fyrri hálfleik, smá betra hjarta og líf í seinni hálfleik. Því fór sem fór“ sagði Arnar um tilfinninguna sem fylgir tapinu. Gæti talað um taktík en stundum þarf að bretta upp ermar Arnar gerði sex breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik og stillti liðinu upp öðruvísi en hefur áður sést. „Mig langaði að prófa og sjá þessa stráka spila mismunandi stöður. Þetta snýst líka svolítið um hugarfar þegar þú ferð í öðruvísi stöðu en þú ert vanur að spila. Hvað þú ert tilbúinn að læra. Þér er hent út í djúpu laugina… Í mínum huga eru þetta engin geimvísindi, ég er náttúrulega búinn að vera að hugsa um þetta kerfi núna í fimm til sex ár og reyndi að útskýra fyrir strákunum hvernig þetta á að vera. Það sást smá hvernig ég vildi sjá liðið spila í framtíðinni en allt of sjaldan og ekki nægilega oft. Ég tek þetta á mig ef það þarf að finna einhvern sökudólg, ég er skipstjórinn. En við getum talað um taktík og tækni í allan dag, en stundum þarf bara að bretta ermarnar í fótbolta. Látið sig vaða í tæklingar og láta finna fyrir sér. Mér fannst það svolítið vanta í dag“ sagði Arnar um sitt upplegg. Hann hélt áfram og bar núverandi lið saman við „gamla bandið sem var geggjað varnarlið en ekki næstum því jafn góðir í fótbolta og þessir strákar en þeir létu finna fyrir sér og unnu leikinn þannig. Það þarf alltaf að gera það þegar þú spilar fyrir hönd þjóðarinnar.“ Að lokum talaði Arnar um Jóhann Berg og Hákon Arnar, sem voru báðir tæpir og komu hvorugir við sögu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira