Borgarfulltrúi meðal mótmælenda fyrir utan Tesla Jón Ísak Ragnarsson skrifar 22. mars 2025 16:25 „Flautaðu ef þú hatar fasisma“ stendur á skilti sem Alexandra Briem borgarfulltrúi Pírata heldur á. Vísir/Lýður Hópur fólks safnaðist saman í dag fyrir utan Tesla-umboðið í Vatnagörðum í Reykjavík. Borgarfulltrúi Pírata flutti ræðu. Af myndum að dæma voru um tíu til fimmtán manns á staðnum. Skipuleggjendur mótmælanna eru hópur sem kallar sig Save democracy Iceland (Björgum lýðræðinu Ísland). Í tilkynningu frá skipuleggjendum mótmælanna, sem er á ensku, segir að hópurinn sé grasrótarhópur sem hafi orðið til á Facebook í ljósi alls sem hefur gerst síðan Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna. Hópurinn sé andsvar við ógn fasískra afla sem séu á uppleið um heim allan. Þá segir jafnframt að mótmælin séu liður í Tesla Takedown hreyfingunni. Útiloka engan „Við útilokum engan og bjóðum alla velkomna sem deila lýðræðislegum gildum okkar, frelsishugsjónum og jafnréttissjónarmiðum,“ segir í tilkynningunni. „Hvað mig varðar var ég beðin um að koma þangað og halda ræðu. Ég vildi bara nota tækifærið til þess að mótmæla því hvernig Elon Musk hefur verið að beita sér í heiminum gegn trans fólki, og gegn lýðræði í Bandaríkjunum og heiminum,“ segir Alexandra Briem. Ekkert á móti umboðinu Alexandra segir nauðsynlegt að beita sér gegn fyrirtækjum sem auðgi Musk, í ljósi þess að hann beiti sér gegn lýðræði og mannréttindum. Hann sé hvað þekktastur sem talsmaður og aðaleigandi Tesla. „Ég hef ekkert á móti umboðinu hérlendis eða starfsfólkinu þar eða fólki sem keyrir á Teslu. En núna eru þessir hlutir orðnir ljósir, hversu afgerandi slæmur hann er, og fólk þarf að fara gera upp hug sinn hvort fólki þyki þetta í lagi,“ segir Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata. Hópurinn stóð fyrir utan umboðið í Vatnagörðum milli 14 og 16.Vísir/Viktor Freyr „Ojj. Teslur eru ógeðslegar núna,“ segir á skiltinu.Vísir/Lýður Vísir/Lýður „Tesla fjármagnar fasisma“ segir þessi. Vísir/Lýður „Sendum Elon Musk úr landi“ segir þessi.Vísir/Lýður Tesla Borgarstjórn Reykjavík Donald Trump Elon Musk Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Sjá meira
Í tilkynningu frá skipuleggjendum mótmælanna, sem er á ensku, segir að hópurinn sé grasrótarhópur sem hafi orðið til á Facebook í ljósi alls sem hefur gerst síðan Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna. Hópurinn sé andsvar við ógn fasískra afla sem séu á uppleið um heim allan. Þá segir jafnframt að mótmælin séu liður í Tesla Takedown hreyfingunni. Útiloka engan „Við útilokum engan og bjóðum alla velkomna sem deila lýðræðislegum gildum okkar, frelsishugsjónum og jafnréttissjónarmiðum,“ segir í tilkynningunni. „Hvað mig varðar var ég beðin um að koma þangað og halda ræðu. Ég vildi bara nota tækifærið til þess að mótmæla því hvernig Elon Musk hefur verið að beita sér í heiminum gegn trans fólki, og gegn lýðræði í Bandaríkjunum og heiminum,“ segir Alexandra Briem. Ekkert á móti umboðinu Alexandra segir nauðsynlegt að beita sér gegn fyrirtækjum sem auðgi Musk, í ljósi þess að hann beiti sér gegn lýðræði og mannréttindum. Hann sé hvað þekktastur sem talsmaður og aðaleigandi Tesla. „Ég hef ekkert á móti umboðinu hérlendis eða starfsfólkinu þar eða fólki sem keyrir á Teslu. En núna eru þessir hlutir orðnir ljósir, hversu afgerandi slæmur hann er, og fólk þarf að fara gera upp hug sinn hvort fólki þyki þetta í lagi,“ segir Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata. Hópurinn stóð fyrir utan umboðið í Vatnagörðum milli 14 og 16.Vísir/Viktor Freyr „Ojj. Teslur eru ógeðslegar núna,“ segir á skiltinu.Vísir/Lýður Vísir/Lýður „Tesla fjármagnar fasisma“ segir þessi. Vísir/Lýður „Sendum Elon Musk úr landi“ segir þessi.Vísir/Lýður
Tesla Borgarstjórn Reykjavík Donald Trump Elon Musk Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Sjá meira