Fréttamynd ársins er af sprunguleit í Grindavík Jón Ísak Ragnarsson skrifar 22. mars 2025 15:43 Leit að manni sem féll í sprungu í Grindavík Eggert Jóhannesson Eggert Jóhannesson og Golli hlutu í dag verðlaun fyrir mynd ársins og fréttamynd ársins 2024. Verðlaunin voru afhent í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, en þar var á sama tíma opnuð ljósmyndasýning sem verður opin til 27. apríl 2025. Dómnefndarstörf fóru fram snemma í febrúar en óháðu nefndina í ár skipuðu Árni Torfason, Hrund Þórsdóttir, Una Sighvatsdóttir og Patrick Brown, en Patrick er tvöfaldur World press photo vinningshafi og var formaður nefndarinnar. Umsagnir dómnefndar Mynd ársins 2024 „Dómnefnd var einróma í vali á mynd ársins. Myndin grípur strax og er áhugaverð fyrir margra hluta sakir. Myndin er hluti af myndröð um flóttafólk frá Palestínu og mótmæli vegna framgöngu yfirvalda í málefnum þeirra. Hún kjarnar á vissan hátt eitt stærsta mál samtímans, stöðu flóttafólks í veröldinni. Börn og fjölskyldur sem búa við stöðuga ógn leita skjóls, sem oft er erfitt að finna. Barnið á myndinni er á stað sem heita má öruggur, en leitar þó athvarfs og á vissan hátt er táknrænt að barnið virðist vaxið upp úr skjóli sínu. Mynd ársins eftir Golla á Heimildinni.Golli Táknmynd sjálfstæðis, Jón Sigurðsson, vakir yfir og flugvélin gefur tengingu við umheiminn en minnir jafnframt á þá áframhaldandi ógn sem flóttafólk býr við, að geta átt von á því að vera sent úr landi. Myndin hefði verið sterk án flugvélarinnar en ljósmyndarinn var þolinmóður og smellti af á hárréttu augnabliki. Marglaga, vel uppbyggð og afar falleg mynd að mati dómnefndar en um leið þrungin merkingu.“ Fréttamynd ársins 2024 „Fréttamynd ársins fangar augnablik sem breytti sögunni, tímapunktinn þegar þjóðin áttaði sig endanlega á alvarleika stöðunnar í Grindavík. Mannslíf hafði tapast, skilningur okkar á aðstæðum breyst, vendipunkti var náð. Myndin fangar nöturleikann vel og gefur góða tilfinningu fyrir umfangi björgunaraðgerða og hversu erfiðar þær voru. Aðstæður á vettvangi voru afar krefjandi fyrir björgunarfólk og vafalaust einnig fyrir ljósmyndara að störfum. Um hættusvæði var að ræða, aðgangur takmarkaður, veður slæmt. Fréttamynd ársins eftir Eggert Jóhannesson á Morgunblaðinu.Eggert Jóhannesson Ljósmyndari staðsetur sig fullkomlega; sýnir okkur atburðinn vel og minnir á að sprungan er ekki staðsett á víðavangi heldur alveg við hús, hús sem stendur að því er virðist á engu. Aðstæður hamla ekki ljósmyndaranum við störf sín heldur nýtir hann þær sér í hag og bleytan á linsunni bætir dýpt í myndina, endurspeglar aðstæður með áþreifanlegum hætti. Myndefnið er vel rammað inn og þótt segja megi að ró sé yfir, má skynja þungann undir. Yfir vettvangi hanga síðan rauð flögg, sem er einstaklega táknrænt. Ein fjölsóttasta ljósmyndasýning ársins Á ljósmyndasýningunni Myndir ársins 2024 er 101 mynd frá 14 blaðaljósmyndurum sem valdar voru úr mörg hundruð innsendum myndum. Á sýningunni eru myndirnar í sex flokkum: fréttamyndir, daglegt líf, íþróttamyndir, portrettmyndir, umhverfismyndir, og myndaraðir. Í ár veitti dómnefndin verðlaun fyrir bestu fréttamynd ársins auk þess sem ein mynd úr fyrrnefndum flokkum var valin mynd ársins 2024.“ Blaðaljósmyndarafélag Íslands var stofnað árið 1976 og starfar innan Blaðamannafélags Íslands. Sýningin Myndir ársins hefur verið haldin síðan 1979 og er ein fjölsóttasta ljósmyndasýningin landsins ár hvert. Stjórn Blaðaljósmyndarafélags Íslands í ár skipa Kjartan Þorbjörnsson, Golli, (formaður), Anton Brink, Eyþór Árnason og Ragnhildur Aðalsteinsdóttir. Samhliða sýningunni kemur út bók með öllum myndum sýningarinnar sem er til sölu í safnbúð Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Fjölmiðlar Ljósmyndun Fréttir ársins 2024 Féll í sprungu í Grindavík Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Sjá meira
Dómnefndarstörf fóru fram snemma í febrúar en óháðu nefndina í ár skipuðu Árni Torfason, Hrund Þórsdóttir, Una Sighvatsdóttir og Patrick Brown, en Patrick er tvöfaldur World press photo vinningshafi og var formaður nefndarinnar. Umsagnir dómnefndar Mynd ársins 2024 „Dómnefnd var einróma í vali á mynd ársins. Myndin grípur strax og er áhugaverð fyrir margra hluta sakir. Myndin er hluti af myndröð um flóttafólk frá Palestínu og mótmæli vegna framgöngu yfirvalda í málefnum þeirra. Hún kjarnar á vissan hátt eitt stærsta mál samtímans, stöðu flóttafólks í veröldinni. Börn og fjölskyldur sem búa við stöðuga ógn leita skjóls, sem oft er erfitt að finna. Barnið á myndinni er á stað sem heita má öruggur, en leitar þó athvarfs og á vissan hátt er táknrænt að barnið virðist vaxið upp úr skjóli sínu. Mynd ársins eftir Golla á Heimildinni.Golli Táknmynd sjálfstæðis, Jón Sigurðsson, vakir yfir og flugvélin gefur tengingu við umheiminn en minnir jafnframt á þá áframhaldandi ógn sem flóttafólk býr við, að geta átt von á því að vera sent úr landi. Myndin hefði verið sterk án flugvélarinnar en ljósmyndarinn var þolinmóður og smellti af á hárréttu augnabliki. Marglaga, vel uppbyggð og afar falleg mynd að mati dómnefndar en um leið þrungin merkingu.“ Fréttamynd ársins 2024 „Fréttamynd ársins fangar augnablik sem breytti sögunni, tímapunktinn þegar þjóðin áttaði sig endanlega á alvarleika stöðunnar í Grindavík. Mannslíf hafði tapast, skilningur okkar á aðstæðum breyst, vendipunkti var náð. Myndin fangar nöturleikann vel og gefur góða tilfinningu fyrir umfangi björgunaraðgerða og hversu erfiðar þær voru. Aðstæður á vettvangi voru afar krefjandi fyrir björgunarfólk og vafalaust einnig fyrir ljósmyndara að störfum. Um hættusvæði var að ræða, aðgangur takmarkaður, veður slæmt. Fréttamynd ársins eftir Eggert Jóhannesson á Morgunblaðinu.Eggert Jóhannesson Ljósmyndari staðsetur sig fullkomlega; sýnir okkur atburðinn vel og minnir á að sprungan er ekki staðsett á víðavangi heldur alveg við hús, hús sem stendur að því er virðist á engu. Aðstæður hamla ekki ljósmyndaranum við störf sín heldur nýtir hann þær sér í hag og bleytan á linsunni bætir dýpt í myndina, endurspeglar aðstæður með áþreifanlegum hætti. Myndefnið er vel rammað inn og þótt segja megi að ró sé yfir, má skynja þungann undir. Yfir vettvangi hanga síðan rauð flögg, sem er einstaklega táknrænt. Ein fjölsóttasta ljósmyndasýning ársins Á ljósmyndasýningunni Myndir ársins 2024 er 101 mynd frá 14 blaðaljósmyndurum sem valdar voru úr mörg hundruð innsendum myndum. Á sýningunni eru myndirnar í sex flokkum: fréttamyndir, daglegt líf, íþróttamyndir, portrettmyndir, umhverfismyndir, og myndaraðir. Í ár veitti dómnefndin verðlaun fyrir bestu fréttamynd ársins auk þess sem ein mynd úr fyrrnefndum flokkum var valin mynd ársins 2024.“ Blaðaljósmyndarafélag Íslands var stofnað árið 1976 og starfar innan Blaðamannafélags Íslands. Sýningin Myndir ársins hefur verið haldin síðan 1979 og er ein fjölsóttasta ljósmyndasýningin landsins ár hvert. Stjórn Blaðaljósmyndarafélags Íslands í ár skipa Kjartan Þorbjörnsson, Golli, (formaður), Anton Brink, Eyþór Árnason og Ragnhildur Aðalsteinsdóttir. Samhliða sýningunni kemur út bók með öllum myndum sýningarinnar sem er til sölu í safnbúð Ljósmyndasafns Reykjavíkur.
Fjölmiðlar Ljósmyndun Fréttir ársins 2024 Féll í sprungu í Grindavík Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Sjá meira