Kom á óvart hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. mars 2025 22:31 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að afsögn barna- og menntamálaráðherra sé enn eitt atvikið í stuttri tíð ríkisstjórnarinnar sem fái mann til að velta vöngum um hversu lífvænleg hún sé, og hvort það hafi verið rétt að stofna til hennar á þann hátt sem gert hafi verið. Hann segir umræðuna um mögulegan trúnaðarbrest forsætisráðuneytisins einn áhugaverðasta flötinn á málinu. Varðandi umræðuna um traust gagnvart stjórnsýslunni, varðandi trúnaðargögn, það var einn flötur á þessu máli, hvað finnst þér um það? „Það er kannski einn áhugaverðasti flöturinn á málinu. Það sem kom mér á óvart var hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara. Nú höfðu þeir tíma til að undirbúa sig, og annar hver maður þarna í þingflokki eða starfsliði Samfylkingarinnar er fyrrverandi blaðamaður, þannig að menn hefðu átt að vita hvers var að vænta,“ segir Sigmundur, sem var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Mörgum málum ósvarað varðandi atburðarásina Sigmundur segir að það séu mjög mörg ósvöruð mál varðandi atburðarásina og tímaröðina. „Ýmis svör forsætisráðherrans, sem sagði annars vegar ítrekað að málið væri enn opið í málaskrá ráðuneytisins, en gat svo ekki svarað því hvað það þýðir eða hvort það væri þá gert eitthvað meira með málið,“ segir hann. „Eins með sannleiksgildið, það var talað um að sannleiksgildi málsins hefði komið í ljós allt í einu, en það voru engin svör við því hvernig það hefði gerst.“ „Til að nefna eitt dæmi í viðbót, forsætisráðherra lenti í smá vandræðum með það að vera leiðréttur með það hvernig upplýsingunum hefði verið komið til menntamálaráðherrans fráfarandi. Og þá var svarið bara: „Já, hún hefði hvort sem er komist að þessu með öðrum leiðum.““ Sigmundur segir að málið verði eflaust rætt í þinginu eftir helgi. „Þetta gerðist mjög hratt, og það er eitt af því sem að vekur spurningar, hvað var búið að ganga á þessa viku á undan.“ Leggur ekki mat á mál Ásthildar Lóu Sigmundur segir það Ásthildar Lóu sjálfrar og Flokks fólksins að meta það hvort hún eigi að sitja áfram sem þingmaður. „Ég ætla ekki að fara leggja mat á þetta mál hennar. Maður hefur heyrt misvísandi sögur af því, þannig ég bara treysti mér ekki til þess.“ „Þannig að það er hennar að meta og flokksins hennar, hvort að hún sitji áfram sem þingmaður. En það var greinilega niðurstaða hennar eða ríkisstjórnarinnar, eða forsætisráðherra eftir atvikum, að hún gæti ekki verið ráðherra.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Sigmund í heild sinni hér að neðan, en málefni Breiðholtsskóla og hælisleitendamál báru einnig á góma í síðari hluta viðtalsins. Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Flokkur fólksins Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Varðandi umræðuna um traust gagnvart stjórnsýslunni, varðandi trúnaðargögn, það var einn flötur á þessu máli, hvað finnst þér um það? „Það er kannski einn áhugaverðasti flöturinn á málinu. Það sem kom mér á óvart var hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara. Nú höfðu þeir tíma til að undirbúa sig, og annar hver maður þarna í þingflokki eða starfsliði Samfylkingarinnar er fyrrverandi blaðamaður, þannig að menn hefðu átt að vita hvers var að vænta,“ segir Sigmundur, sem var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Mörgum málum ósvarað varðandi atburðarásina Sigmundur segir að það séu mjög mörg ósvöruð mál varðandi atburðarásina og tímaröðina. „Ýmis svör forsætisráðherrans, sem sagði annars vegar ítrekað að málið væri enn opið í málaskrá ráðuneytisins, en gat svo ekki svarað því hvað það þýðir eða hvort það væri þá gert eitthvað meira með málið,“ segir hann. „Eins með sannleiksgildið, það var talað um að sannleiksgildi málsins hefði komið í ljós allt í einu, en það voru engin svör við því hvernig það hefði gerst.“ „Til að nefna eitt dæmi í viðbót, forsætisráðherra lenti í smá vandræðum með það að vera leiðréttur með það hvernig upplýsingunum hefði verið komið til menntamálaráðherrans fráfarandi. Og þá var svarið bara: „Já, hún hefði hvort sem er komist að þessu með öðrum leiðum.““ Sigmundur segir að málið verði eflaust rætt í þinginu eftir helgi. „Þetta gerðist mjög hratt, og það er eitt af því sem að vekur spurningar, hvað var búið að ganga á þessa viku á undan.“ Leggur ekki mat á mál Ásthildar Lóu Sigmundur segir það Ásthildar Lóu sjálfrar og Flokks fólksins að meta það hvort hún eigi að sitja áfram sem þingmaður. „Ég ætla ekki að fara leggja mat á þetta mál hennar. Maður hefur heyrt misvísandi sögur af því, þannig ég bara treysti mér ekki til þess.“ „Þannig að það er hennar að meta og flokksins hennar, hvort að hún sitji áfram sem þingmaður. En það var greinilega niðurstaða hennar eða ríkisstjórnarinnar, eða forsætisráðherra eftir atvikum, að hún gæti ekki verið ráðherra.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Sigmund í heild sinni hér að neðan, en málefni Breiðholtsskóla og hælisleitendamál báru einnig á góma í síðari hluta viðtalsins.
Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Flokkur fólksins Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira