Tæknilausnir nauðsynlegar til að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu Lovísa Arnardóttir skrifar 20. mars 2025 09:03 Jóhann, til vinstri, og Björn, til hægri, ræddu stafrænar lausnir í heilbrigðiskerfinu í Bítinu í morgun. Bylgjan Jóhann G. Jóhannsson, meðstofnandi og stjórnarformaður Alvotech og partner Aztiq og Björn Zoega, framkvæmdastjóri á King Faisal Specialist Hospital and Research Centre, segja íslensk heilbrigðiskerfi eftir á. Það sé nauðsynlegt að skoða og taka ákvarðanir um innleiðingu stafrænna lausna. Með stafrænum lausnum eiga þeir við að heilbrigðisstarfsfólk noti tölvur, tækni og gervigreind til að veita sjúklingum bestu mögulegu þjónustu sem völ er á. Björn og Jóhann ræddu innleiðingu stafrænna lausna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Alvotech heldur ráðstefnu um sama mál í dag. „Við ráðum ekkert við að þjónusta heilbrigðiskerfið með sama starfsfólki endalaust, það verður að nýta þessa þekkingu sem er á stafrænum hluta, alla tækniþekkingu,“ segir Björn. Hann segir það almenna þekkingu að heilbrigðiskerfið er eftir á þegar kemur að innleiðingu tækniþjónustu. Ef litið er til dæmis bankakerfisins sé hægt að sjá að möguleikarnir eru margir. Björn segir það ekki gilda bara um Ísland, þetta eigi við um heilbrigðiskerfi um allan heim. „Það viðurkenna allir að heilbrigðiskerfi um allan heim hafa verið sein að taka upp þessi kerfi. Það hefur með það að gera að fólk hefur viljað fara varlega í hlutina, þetta er meira líf og limi, en nú verðum við að hlaupa hraðar,“ segir Björn. Jóhann segir ýmislegt hægt að gera og segir frá til dæmis sænskri lausn um heilsugæslu á netinu. Þar fái fólk spjall við lækni og jafnvel greiningu í gegnum fjarviðtal. Þetta gæti til dæmis nýst fólki á landsbyggðinni vel. Hann segir þetta áhugaverðan kost og að einhverju leyti sé ekki val um að gera þetta ekki, það sé nauðsyn. Sjá einnig: Hundrað manna hjúkrunarheimili gæti sparað tugi milljóna með smáforriti Eykur öryggi og framleiðni Þá segir Jóhann einnig frá rafrænum sjúkraskrám sem geti aukið framleiðni og öryggi því kerfið er gagnsærra en þau sem hafa verið notuð áður. Björn segir stóra vandamálið að koma þessum kerfum í nýtingu og samþættingin sé það sem er flóknast við það, að hleypa bæði starfsfólki og sjúklingum inn í kerfin. Jóhann segir að fjárhagslega myndi svona lausn borga sig upp á nokkrum árum. Hann segir hægt að innleiða þessi tvö kerfi á Íslandi. Það séu innviðir, starfsfólk og tækni til staðar til að gera það. Það eina sem vanti er að taka ákvörðun. Björn segir að á Íslandi vanti ekki peninga, heldur að þora að taka skrefið og gera réttu hlutina. Á Íslandi sé líka ákveðin skammsýni og „passívar ákvarðanir“ eða ekki teknar ákvarðanir. Hægt er að hlusta á viðtalið við Björn og Jóhann að ofan. Bítið Tækni Gervigreind Heilbrigðismál Stafræn þróun Bylgjan Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Með stafrænum lausnum eiga þeir við að heilbrigðisstarfsfólk noti tölvur, tækni og gervigreind til að veita sjúklingum bestu mögulegu þjónustu sem völ er á. Björn og Jóhann ræddu innleiðingu stafrænna lausna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Alvotech heldur ráðstefnu um sama mál í dag. „Við ráðum ekkert við að þjónusta heilbrigðiskerfið með sama starfsfólki endalaust, það verður að nýta þessa þekkingu sem er á stafrænum hluta, alla tækniþekkingu,“ segir Björn. Hann segir það almenna þekkingu að heilbrigðiskerfið er eftir á þegar kemur að innleiðingu tækniþjónustu. Ef litið er til dæmis bankakerfisins sé hægt að sjá að möguleikarnir eru margir. Björn segir það ekki gilda bara um Ísland, þetta eigi við um heilbrigðiskerfi um allan heim. „Það viðurkenna allir að heilbrigðiskerfi um allan heim hafa verið sein að taka upp þessi kerfi. Það hefur með það að gera að fólk hefur viljað fara varlega í hlutina, þetta er meira líf og limi, en nú verðum við að hlaupa hraðar,“ segir Björn. Jóhann segir ýmislegt hægt að gera og segir frá til dæmis sænskri lausn um heilsugæslu á netinu. Þar fái fólk spjall við lækni og jafnvel greiningu í gegnum fjarviðtal. Þetta gæti til dæmis nýst fólki á landsbyggðinni vel. Hann segir þetta áhugaverðan kost og að einhverju leyti sé ekki val um að gera þetta ekki, það sé nauðsyn. Sjá einnig: Hundrað manna hjúkrunarheimili gæti sparað tugi milljóna með smáforriti Eykur öryggi og framleiðni Þá segir Jóhann einnig frá rafrænum sjúkraskrám sem geti aukið framleiðni og öryggi því kerfið er gagnsærra en þau sem hafa verið notuð áður. Björn segir stóra vandamálið að koma þessum kerfum í nýtingu og samþættingin sé það sem er flóknast við það, að hleypa bæði starfsfólki og sjúklingum inn í kerfin. Jóhann segir að fjárhagslega myndi svona lausn borga sig upp á nokkrum árum. Hann segir hægt að innleiða þessi tvö kerfi á Íslandi. Það séu innviðir, starfsfólk og tækni til staðar til að gera það. Það eina sem vanti er að taka ákvörðun. Björn segir að á Íslandi vanti ekki peninga, heldur að þora að taka skrefið og gera réttu hlutina. Á Íslandi sé líka ákveðin skammsýni og „passívar ákvarðanir“ eða ekki teknar ákvarðanir. Hægt er að hlusta á viðtalið við Björn og Jóhann að ofan.
Bítið Tækni Gervigreind Heilbrigðismál Stafræn þróun Bylgjan Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira