Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Jón Þór Stefánsson skrifar 19. mars 2025 15:51 Ráðherrabíll kemur sér í gegnum mótmælin við Skuggasund. Vísir/Elín Margrét Lögreglumenn mega tala af alvöruleysi sín á milli eins og aðrir, og ekki á að túlka slík orðaskipti bókstaflega. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli níu mótmælenda sem lutu í lægra haldi gegn ríkinu í dag. Lögmaður mótmælendanna segir ýmis atriði í dómnum stinga í stúf. Það er mat héraðsdóms að valdbeiting lögreglunnar á mótmælum við Skuggasund, þar sem ríkisstjórnarfundur fór fram í fyrrasumar, hafi ekki verið saknæm eða ólögmæt. Heldur hafi hún verið nauðsynleg til að tryggja lögbundið hlutverk lögreglunnar og ekki brotið reglur um meðalhóf. Sjá nánar: Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Mótmælendurnir níu, sem voru beitt piparúða umræddan dag, voru þau Bergþóra Snæbjörnsdóttir, Christa Hlín Lehmann, Daníel Þór Bjarnason, Elía Hörpu Önundarson, Lea María Lemarquis, Nerea Enriquez Santos, Pétur Eggerz Pétursson, Qussay Odeh og Steinunn Lukka Sigurðardóttir. Þau kröfðust hvert um sig 800 þúsund króna í miskabætur. Rauðu punktarnir eru lokanir, fólkið er staðsetning mótmælenda og örvar sýna akstursleið ráðherranna.Grafík/Sara Nauðsynlegt að beita piparúðanum Í dómnum segir að atburðarásinni sem lýst var fyrir dómi bendi ótvírætt til þess að lögregla hafi átt fullt í fangi með að halda uppi allsherjarreglu, og henni ekki tekist að afstýra því að öllu leyti að fólk myndi skaðast. Fram kemur að mótmælendurnir hafi hindrað það að ráðherrar kæmust af fundinum með því að loka á útgönguleiðir ráðherrabílanna. Í dómnum segir að það hafi strax gefið lögreglu tilefni til að ætla að tilgangur mótmælanna hefði ekki bara verið sá að koma tilteknum skilaboðum á framfæri, heldur einnig að hindra för ráðherra. Þá segir að mótmælendunum hefði átt að vera ljóst að þeir yrðu fjarlægðir myndu þeir ekki hlíða fyrirmælum lögreglu. Tilraunir lögreglu til þess að flytja mótmælendur af götunni með handafli hefðu verið fullreyndar, og búið að gera þeim „rækilega“ grein fyrir því að þeir ættu að halda sig frá götunni. Einnig hefðu hefðu lögreglumennirnir bæði gefið það til kynna með orðum og með því að halda úðabrúsunum á lofti með áberandi hætti, að þeir myndu beita piparúða. Dómurinn féllst á að notkun piparúðans hafi við þessar aðstæður verið nauðsynlegur þáttur í mannfjöldastjórnun. Það hafi verið vegna þess að fyrirmælum lögreglu hafi ekki verið sinnt. Ekki friðsamleg mótmæli Þá komst dómurinn að því að mótmælin hafi ekki getað talist friðsamleg. Upptökur úr búkmyndavélum og önnur gögn málsins sýni þegar mótmælendur stóðu í vegi fyrir akandi umferð, og lágu jafnvel í jörðinni. Þegar lögreglan hafi fjarlægt mótmælendurna hafi þeir komið sér fyrir á götunni jafnhraðan aftur, eða aðrir mótmælendur komið sér fyrir aftur á þeirra stað. Að mati dómsins fóru mótmælendurnir því bæði út fyrir eðlilegar tillitsskyldur og brutu gegn lögreglulögum. Því var ekki fallist á að mótmælin hafi verið friðsamleg. Ummæli lögreglunnar skoðuð Mikið af myndböndum voru til skoðunar fyrir dómi. Fimm ummæli sem lögreglumenn höfðu sín á milli voru sérstaklega til umfjöllunar í málinu. Mótmælendunum þótti þau sýna „sláandi afstöðu“ lögreglumannanna í sinn garð. Ummælin voru eftirfarandi: „Þeir voru nú eiginlega búnir að biðja um það nokkrir. Það er líf og fjör.“ „Verður ekki bara að gasa fólkið sem er hérna fyrir neðan?“ „Ég held að það hafi fengið smá lexíu.“ „Leiðinlegt að hafa misst af þessu.“ „Ert þú með nóg að gasi. Við þurfum að taka fund greinilega.“ Í niðurstöðu dómsins kom fram að fyrstu, fjórðu og fimmtu ummælin hefðu fallið eftir að búið væri að beita piparúðanum, og tvenn þeirra í raun eftir að allri atburðarásinni væri lokið. Að mati dómsins virðist lítil alvara hafa verið að baki ummælanna, og þá verði lögreglumenn að geta rætt sín á milli af alvöruleysi eins og aðrir. „Um er að ræða samstarfsmenn sem eru að ræða sín á milli eftir að hafa staðið í mjög krefjandi aðstæðum. Þegar hlustað er á þessi ummæli er ekki hægt að merkja að mikil alvara sé á bak við þau. Það er þekkt að einstaklingar undir álagi beiti mismunandi aðferðum við að draga úr streitu og verða lögreglumenn eins og aðrir að geta rætt sín á milli af vissu alvöruleysi án þess að þau orðaskipti séu tekin of bókstaflega,“ segir í dómnum. Ekki hægt að draga þá ályktun að þörfin hafi ekki verið metin Önnur og þriðju ummælin voru milli stjórnanda lögregluaðgerðanna og starfsmanns embættis ríkislögreglustjóra. Í dómnum kemur fram að skömmu eftir að ummælin „Verður ekki bara að gasa fólkið sem er hérna fyrir neðan?“ féllu hafi stjórnandi aðgerðanna gefið fyrirmæli til lögreglumanna um að „hugsanlega“ þyrfti að beita piparúða til að „koma fólki í burtu“. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Síðan hafi hann farið ásamt nokkrum lögreglumönnum og gefið ítrekuð fyrirmæli um að mótmælendurnir ættu að fara af götunni, annars yrði piparúða beitt. „Þegar þessi samskipti eru virt í heild sinni verður ekki dregin sú ályktun að þau gefi til kynna að lögregla hafi ekki metið þörf eða nauðsyn til að beita piparúða áður en það var gert,“ segir í dómnum. Það sem var sagt skipti ekki máli heldur það sem var gert Þriðju ummælin, þau sem vörðuðu að mótmælendurnir hefðu „lært smá lexíu“, hefði stjórnandi aðgerðanna látið falla eftir að atburðarásin var um garð gengin. Því segir dómurinn að þau „skipta engu máli“. Þá segist dómurinn ekki geta fallist á að þessi samskipti lögreglumannanna gefi til kynna að huglæg afstaða þeirra til mótmælenda hefði ráðið för. „Það sem skiptir máli er ekki hvað var sagt í samtölum milli lögreglumanna heldur hvað var gert og hvort þær aðgerðir hafi verið nauðsynlegar og í samræmi við meðalhófsreglur,“ segir í dómnum. Oddur Ástráðsson, lögmaður mótmælendanna, les dóminn.Vísir/Anton Brink „Þessi mótmæli voru sannarlega friðsamleg“ Oddur Ástráðsson, lögmaður mótmælendanna, segir í samtali við fréttastofu að enn sé ekki búið að taka ákvörðun um hvort dómnum verði áfrýjað, enda eru stefnendurnir nokkuð margir. „En ég sé ýmislegt sem má gera athugasemdir við í rökstuðningi dómsins sem mér finnst sérstaklega standa upp úr við fyrstu sýn,“ segir Oddur. Að hans mati er alvarlegt að héraðsdómur komist að þeirri niðurstöðu að mótmælin hafi ekki verið friðsamleg. „Þessi mótmæli eru flokkuð sem ófriðsamleg í þessum dómi, það er hluti niðurstöðunnar. Það er að mínu viti skýrlega í bága við alla dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu um sama atriði. Þessi mótmæli voru sannarlega friðsamleg. Það var enginn sem sýndi af sér neina ofbeldistilburði eða neitt slíkt, eða hafði ásetning til þess.“ Dómsmál Átök í Ísrael og Palestínu Lögreglan Reykjavík Palestína Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Sjá meira
Það er mat héraðsdóms að valdbeiting lögreglunnar á mótmælum við Skuggasund, þar sem ríkisstjórnarfundur fór fram í fyrrasumar, hafi ekki verið saknæm eða ólögmæt. Heldur hafi hún verið nauðsynleg til að tryggja lögbundið hlutverk lögreglunnar og ekki brotið reglur um meðalhóf. Sjá nánar: Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Mótmælendurnir níu, sem voru beitt piparúða umræddan dag, voru þau Bergþóra Snæbjörnsdóttir, Christa Hlín Lehmann, Daníel Þór Bjarnason, Elía Hörpu Önundarson, Lea María Lemarquis, Nerea Enriquez Santos, Pétur Eggerz Pétursson, Qussay Odeh og Steinunn Lukka Sigurðardóttir. Þau kröfðust hvert um sig 800 þúsund króna í miskabætur. Rauðu punktarnir eru lokanir, fólkið er staðsetning mótmælenda og örvar sýna akstursleið ráðherranna.Grafík/Sara Nauðsynlegt að beita piparúðanum Í dómnum segir að atburðarásinni sem lýst var fyrir dómi bendi ótvírætt til þess að lögregla hafi átt fullt í fangi með að halda uppi allsherjarreglu, og henni ekki tekist að afstýra því að öllu leyti að fólk myndi skaðast. Fram kemur að mótmælendurnir hafi hindrað það að ráðherrar kæmust af fundinum með því að loka á útgönguleiðir ráðherrabílanna. Í dómnum segir að það hafi strax gefið lögreglu tilefni til að ætla að tilgangur mótmælanna hefði ekki bara verið sá að koma tilteknum skilaboðum á framfæri, heldur einnig að hindra för ráðherra. Þá segir að mótmælendunum hefði átt að vera ljóst að þeir yrðu fjarlægðir myndu þeir ekki hlíða fyrirmælum lögreglu. Tilraunir lögreglu til þess að flytja mótmælendur af götunni með handafli hefðu verið fullreyndar, og búið að gera þeim „rækilega“ grein fyrir því að þeir ættu að halda sig frá götunni. Einnig hefðu hefðu lögreglumennirnir bæði gefið það til kynna með orðum og með því að halda úðabrúsunum á lofti með áberandi hætti, að þeir myndu beita piparúða. Dómurinn féllst á að notkun piparúðans hafi við þessar aðstæður verið nauðsynlegur þáttur í mannfjöldastjórnun. Það hafi verið vegna þess að fyrirmælum lögreglu hafi ekki verið sinnt. Ekki friðsamleg mótmæli Þá komst dómurinn að því að mótmælin hafi ekki getað talist friðsamleg. Upptökur úr búkmyndavélum og önnur gögn málsins sýni þegar mótmælendur stóðu í vegi fyrir akandi umferð, og lágu jafnvel í jörðinni. Þegar lögreglan hafi fjarlægt mótmælendurna hafi þeir komið sér fyrir á götunni jafnhraðan aftur, eða aðrir mótmælendur komið sér fyrir aftur á þeirra stað. Að mati dómsins fóru mótmælendurnir því bæði út fyrir eðlilegar tillitsskyldur og brutu gegn lögreglulögum. Því var ekki fallist á að mótmælin hafi verið friðsamleg. Ummæli lögreglunnar skoðuð Mikið af myndböndum voru til skoðunar fyrir dómi. Fimm ummæli sem lögreglumenn höfðu sín á milli voru sérstaklega til umfjöllunar í málinu. Mótmælendunum þótti þau sýna „sláandi afstöðu“ lögreglumannanna í sinn garð. Ummælin voru eftirfarandi: „Þeir voru nú eiginlega búnir að biðja um það nokkrir. Það er líf og fjör.“ „Verður ekki bara að gasa fólkið sem er hérna fyrir neðan?“ „Ég held að það hafi fengið smá lexíu.“ „Leiðinlegt að hafa misst af þessu.“ „Ert þú með nóg að gasi. Við þurfum að taka fund greinilega.“ Í niðurstöðu dómsins kom fram að fyrstu, fjórðu og fimmtu ummælin hefðu fallið eftir að búið væri að beita piparúðanum, og tvenn þeirra í raun eftir að allri atburðarásinni væri lokið. Að mati dómsins virðist lítil alvara hafa verið að baki ummælanna, og þá verði lögreglumenn að geta rætt sín á milli af alvöruleysi eins og aðrir. „Um er að ræða samstarfsmenn sem eru að ræða sín á milli eftir að hafa staðið í mjög krefjandi aðstæðum. Þegar hlustað er á þessi ummæli er ekki hægt að merkja að mikil alvara sé á bak við þau. Það er þekkt að einstaklingar undir álagi beiti mismunandi aðferðum við að draga úr streitu og verða lögreglumenn eins og aðrir að geta rætt sín á milli af vissu alvöruleysi án þess að þau orðaskipti séu tekin of bókstaflega,“ segir í dómnum. Ekki hægt að draga þá ályktun að þörfin hafi ekki verið metin Önnur og þriðju ummælin voru milli stjórnanda lögregluaðgerðanna og starfsmanns embættis ríkislögreglustjóra. Í dómnum kemur fram að skömmu eftir að ummælin „Verður ekki bara að gasa fólkið sem er hérna fyrir neðan?“ féllu hafi stjórnandi aðgerðanna gefið fyrirmæli til lögreglumanna um að „hugsanlega“ þyrfti að beita piparúða til að „koma fólki í burtu“. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Síðan hafi hann farið ásamt nokkrum lögreglumönnum og gefið ítrekuð fyrirmæli um að mótmælendurnir ættu að fara af götunni, annars yrði piparúða beitt. „Þegar þessi samskipti eru virt í heild sinni verður ekki dregin sú ályktun að þau gefi til kynna að lögregla hafi ekki metið þörf eða nauðsyn til að beita piparúða áður en það var gert,“ segir í dómnum. Það sem var sagt skipti ekki máli heldur það sem var gert Þriðju ummælin, þau sem vörðuðu að mótmælendurnir hefðu „lært smá lexíu“, hefði stjórnandi aðgerðanna látið falla eftir að atburðarásin var um garð gengin. Því segir dómurinn að þau „skipta engu máli“. Þá segist dómurinn ekki geta fallist á að þessi samskipti lögreglumannanna gefi til kynna að huglæg afstaða þeirra til mótmælenda hefði ráðið för. „Það sem skiptir máli er ekki hvað var sagt í samtölum milli lögreglumanna heldur hvað var gert og hvort þær aðgerðir hafi verið nauðsynlegar og í samræmi við meðalhófsreglur,“ segir í dómnum. Oddur Ástráðsson, lögmaður mótmælendanna, les dóminn.Vísir/Anton Brink „Þessi mótmæli voru sannarlega friðsamleg“ Oddur Ástráðsson, lögmaður mótmælendanna, segir í samtali við fréttastofu að enn sé ekki búið að taka ákvörðun um hvort dómnum verði áfrýjað, enda eru stefnendurnir nokkuð margir. „En ég sé ýmislegt sem má gera athugasemdir við í rökstuðningi dómsins sem mér finnst sérstaklega standa upp úr við fyrstu sýn,“ segir Oddur. Að hans mati er alvarlegt að héraðsdómur komist að þeirri niðurstöðu að mótmælin hafi ekki verið friðsamleg. „Þessi mótmæli eru flokkuð sem ófriðsamleg í þessum dómi, það er hluti niðurstöðunnar. Það er að mínu viti skýrlega í bága við alla dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu um sama atriði. Þessi mótmæli voru sannarlega friðsamleg. Það var enginn sem sýndi af sér neina ofbeldistilburði eða neitt slíkt, eða hafði ásetning til þess.“
Ummælin voru eftirfarandi: „Þeir voru nú eiginlega búnir að biðja um það nokkrir. Það er líf og fjör.“ „Verður ekki bara að gasa fólkið sem er hérna fyrir neðan?“ „Ég held að það hafi fengið smá lexíu.“ „Leiðinlegt að hafa misst af þessu.“ „Ert þú með nóg að gasi. Við þurfum að taka fund greinilega.“
Dómsmál Átök í Ísrael og Palestínu Lögreglan Reykjavík Palestína Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Sjá meira