„Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. mars 2025 13:15 Guðbjörg Eyjólfsdóttir er formaður Járngerðar sem eru hollvinasamtök um uppbyggingu og framtíð Grindavíkur. Fyrsti fundur var haldinn í mánuðinum og mættu um 200 manns á hann. Grindavík Íbúi í Grindavík og formaður hollvinasamtaka um framtíðaruppbyggingu í bænum varð fyrir vonbrigðum með þær breytingar ríkisstjórnin mun gera á stuðningsaðgerðum við Grindvíkinga. Breytingarnar geri endurreisnarstarfið mun erfiðara og þyngra. Í gær tilkynnti ríkisstjórnin um breytingar sem munu verða á stuðningi við Grindvíkinga. Lög um sértækan húsnæðisstuðning vegna náttúruhamfaranna falla úr gildi í lok mánaðar en í stað þeirra verður stutt við tekju- og eignaminni heimili til áramóta. Þá verður frestur til að óska eftir uppkaupum á íbúðarhúsnæði í gegnum Þórkötlu framlengdur um þrjá mánuði. Guðbjörg Eyjólfsdóttir, formaður Járngerðar, hollvinasamtaka um uppbyggingu og framtíð Grindavíkur segir að hún hafi orðið fyrir vonbrigðum með breytingarnar. „Það er að raungerast sem við óttuðumst; að ríkisstjórnin ætli að draga svolítið lappirnar varðandi ákvarðanatöku um uppbyggingu í Grindavík. Það sem við erum nú kannski ekki að leita eftir í fyrstu skrefunum er einhver stórtæk uppbygging sem forsætisráðherra er tíðrætt um. Við viljum bara byrja á því að fá að hefja búsetu og það er í sjálfu sér engin haldbær rök sem mæla gegn því.“ Guðbjörg hefur búið í Grindavík í meira er fimmtíu ár. Hún segir að hollvinasamtökin vilji helst fá að halda fasteignum sínum í Grindavík í lagi og að ljósin verði kveikt í bænum. „Mér finnst verið að róa að því öllum árum að uppbygging eigi í sjálfu sér að dragast til 2035 og hvernig verður þá umhorfs í bænum okkar?“ Stuðningslán til fyrirtækja verða framlengd um eitt ár, eða til júní 2026 en rekstrarstuðningur við rekstraraðila verður hins vegar ekki framlengdur og fellur úr gildi í lok mánaðar. „Hvernig þessi litlu og meðalstóru fyrirtæki koma út úr þessari ákvörðun þeirra um að hætta alfarið stuðningi, jú það verður eitthvað rekstrarlán en það er allt annað dæmi og við óttumst að þessi fyrirtæki fari úr bænum og komi ekki til baka. Allt þetta hjálpar þetta við að gera endurreisn erfiðari og þyngri,“ segir Guðbjörg Eyjólfsdóttir, formaður Járngerðar. Grindavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Ríkisstjórnin telur ekki ráðlegt að hefja stórtækt endurreisnarstarf í Grindavík vegna óvissu með áframhald jarðhræringa. Bæjarstjóri vill hins vegar hefja uppbyggingu og saknar áætlunar um að halda við innviðum til að bjarga verðmætum. 18. mars 2025 19:15 Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Ríkisstjórnin telur ekki ráðlegt að hefja stórtækt endurreisnarstarf í Grindavík vegna óvissu. Ríkið mun ekki kaupa atvinnuhúsnæði í bænum. Við fjöllum um breytingar á stuðningi við Grindvíkinga sem kynntar voru í dag, og fáum viðbrögð frá bæjarstjóra Grindavíkur, sem segist sakna áætlunar um vernd innviða. 18. mars 2025 18:17 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Í gær tilkynnti ríkisstjórnin um breytingar sem munu verða á stuðningi við Grindvíkinga. Lög um sértækan húsnæðisstuðning vegna náttúruhamfaranna falla úr gildi í lok mánaðar en í stað þeirra verður stutt við tekju- og eignaminni heimili til áramóta. Þá verður frestur til að óska eftir uppkaupum á íbúðarhúsnæði í gegnum Þórkötlu framlengdur um þrjá mánuði. Guðbjörg Eyjólfsdóttir, formaður Járngerðar, hollvinasamtaka um uppbyggingu og framtíð Grindavíkur segir að hún hafi orðið fyrir vonbrigðum með breytingarnar. „Það er að raungerast sem við óttuðumst; að ríkisstjórnin ætli að draga svolítið lappirnar varðandi ákvarðanatöku um uppbyggingu í Grindavík. Það sem við erum nú kannski ekki að leita eftir í fyrstu skrefunum er einhver stórtæk uppbygging sem forsætisráðherra er tíðrætt um. Við viljum bara byrja á því að fá að hefja búsetu og það er í sjálfu sér engin haldbær rök sem mæla gegn því.“ Guðbjörg hefur búið í Grindavík í meira er fimmtíu ár. Hún segir að hollvinasamtökin vilji helst fá að halda fasteignum sínum í Grindavík í lagi og að ljósin verði kveikt í bænum. „Mér finnst verið að róa að því öllum árum að uppbygging eigi í sjálfu sér að dragast til 2035 og hvernig verður þá umhorfs í bænum okkar?“ Stuðningslán til fyrirtækja verða framlengd um eitt ár, eða til júní 2026 en rekstrarstuðningur við rekstraraðila verður hins vegar ekki framlengdur og fellur úr gildi í lok mánaðar. „Hvernig þessi litlu og meðalstóru fyrirtæki koma út úr þessari ákvörðun þeirra um að hætta alfarið stuðningi, jú það verður eitthvað rekstrarlán en það er allt annað dæmi og við óttumst að þessi fyrirtæki fari úr bænum og komi ekki til baka. Allt þetta hjálpar þetta við að gera endurreisn erfiðari og þyngri,“ segir Guðbjörg Eyjólfsdóttir, formaður Járngerðar.
Grindavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Ríkisstjórnin telur ekki ráðlegt að hefja stórtækt endurreisnarstarf í Grindavík vegna óvissu með áframhald jarðhræringa. Bæjarstjóri vill hins vegar hefja uppbyggingu og saknar áætlunar um að halda við innviðum til að bjarga verðmætum. 18. mars 2025 19:15 Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Ríkisstjórnin telur ekki ráðlegt að hefja stórtækt endurreisnarstarf í Grindavík vegna óvissu. Ríkið mun ekki kaupa atvinnuhúsnæði í bænum. Við fjöllum um breytingar á stuðningi við Grindvíkinga sem kynntar voru í dag, og fáum viðbrögð frá bæjarstjóra Grindavíkur, sem segist sakna áætlunar um vernd innviða. 18. mars 2025 18:17 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Ríkisstjórnin telur ekki ráðlegt að hefja stórtækt endurreisnarstarf í Grindavík vegna óvissu með áframhald jarðhræringa. Bæjarstjóri vill hins vegar hefja uppbyggingu og saknar áætlunar um að halda við innviðum til að bjarga verðmætum. 18. mars 2025 19:15
Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Ríkisstjórnin telur ekki ráðlegt að hefja stórtækt endurreisnarstarf í Grindavík vegna óvissu. Ríkið mun ekki kaupa atvinnuhúsnæði í bænum. Við fjöllum um breytingar á stuðningi við Grindvíkinga sem kynntar voru í dag, og fáum viðbrögð frá bæjarstjóra Grindavíkur, sem segist sakna áætlunar um vernd innviða. 18. mars 2025 18:17