Khelif óttast ekki Trump: „Þetta hafði djúpstæð áhrif á mömmu mína“ Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2025 11:01 Imane Khelif smellir kossi á Ólympíugullið sitt í París. AP/John Locher Hnefaleikakonan Imane Khelif er staðráðin í að verja Ólympíumeistaratitilinn í Bandaríkjunum 2028 og lætur forseta landsins, Donald Trump, ekki ógna sér með sinni stefnu og fölsku fullyrðingum um að hún sé karlmaður. Hin 25 ára Khelif, sem er frá Alsír, vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í París síðasta sumar en þurfti um leið að þola alls konar háðsglósur og rangar fullyrðingar um að hún væri karlmaður eða trans kona. Á meðal þeirra sem breiddu út lygar um Khelif voru rithöfundurinn J.K. Rowling, auðkýfingurinn Elon Musk og núverandi Bandaríkjaforseti Trump sem í kosningabaráttu sinni sagði Khelif vera karlmann sem hefði breytt sér í konu. „Þau töluðu um mig án þess að hafa staðreyndirnar á hreinu. Það var áfall fyrir mig. Þau töluðu án þess að hafa neinar áreiðanlegar upplýsingar,“ segir Khelif. Alsírbúar fylgdust spenntir með þegar Imane Khelif keppti um gullverðlaunin á ÓL í París. Hún segir umræðu byggða á röngum upplýsingum um kyn sitt hafa haft mikil áhrif á þjóðina.AP/Anis Belghoul Trump verður að óbreyttu enn forseti þegar Ólympíuleikarnir í Los Angeles verða haldnir en Khelif segist í einkaviðtali við ITV, sem birt verður í kvöld, ekki hafa neitt að óttast. „Ég skal tala hreint út. Forseti Bandaríkjanna tók ákvörðun um stefnu varðandi trans fólk í Bandaríkjunum. Ég er ekki trans. Þetta hefur ekki áhrif á mig og veldur mér ekki ótta. Það er svarið mitt,“ segir Khelif í viðtalinu eftir að hafa ítrekað að hún stefni á önnur gullverðlaun í Los Angeles. Khelif said she hopes to retain her gold medal at the Los Angeles Olympics in 2028, and would not be "intimidated" by President Trump, who called her "a good male boxer" last year.Full story: https://t.co/csppnnviEO pic.twitter.com/1j8gcFcZgM— ITV News (@itvnews) March 18, 2025 Þar segir hún einnig að falsfréttaumræðan í kringum þátttöku hennar á Ólympíuleikunum hafi haft mikil áhrif á fólkið sem standi henni næst. „Þetta hafði djúpstæð áhrif á mömmu mína. Hún fór á spítalann nánast daglega. Ættingjar mínir fundu einnig fyrir þessu og þetta bitnaði á allri alsírsku þjóðinni. Þetta gekk lengra en að vera eitthvert íþróttamál eða keppni. Þetta þróaðist út í risastóra fjölmiðlaherferð,“ segir Khelif og bætir við að þetta hafi reynst afar erfitt. Box Ólympíuleikar 2028 í Los Angeles Tengdar fréttir Utan vallar: Þegar mektarfólk lætur sig kvennaíþróttir varða Stórfurðulegt mál frá Ólympíuleikunum í París er skyndilega eitt það umtalaðasta er varðar íþróttir kvenna í áraraðir. Sjaldan hafa samfélagsmiðlar blásið eins mikið upp í kringum einvígi á íþróttavelli sem stóð í 46 sekúndur. Og umræðan að stóru leyti byggð á ranghugmyndum og ósannindum. 2. ágúst 2024 11:46 Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Stjórnarkona hjá bæði ÍSÍ og jafnréttisnefnd Ólympíunefndar Evrópu segir bann Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, við þátttöku trans kvenna í íþróttum áhyggjuefni. Íslenska íþróttahreyfingin eigi að standa með inngildingu fremur en útilokun. 18. febrúar 2025 08:02 Boxstjórnandi sem hleypti upp Ólympíuleikum nátengdur Kreml Siðafár sem var búið til í kringum tvær hnefaleikakonur á Ólympíuleikunum í sumar var runnið undan rifjum sambands sem lýtur stjórn rússnesks glæpamanns með náin tengsl við stjórnvöld í Kreml. Rússland var meinuð þátttaka á leikunum og er sagt hafa viljað hleypa þeim upp af þeim sökum. 23. október 2024 07:02 Hnefaleikakonan höfðar mál gegn J.K. Rowling og Elon Musk Nýr Ólympíumeistari í hnefaleikum kvenna mun leita réttar síns vegna þess eineltis sem hún varð fyrir á netinu á meðan Ólympíuleikunum stóð. 14. ágúst 2024 06:31 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Sjá meira
Hin 25 ára Khelif, sem er frá Alsír, vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í París síðasta sumar en þurfti um leið að þola alls konar háðsglósur og rangar fullyrðingar um að hún væri karlmaður eða trans kona. Á meðal þeirra sem breiddu út lygar um Khelif voru rithöfundurinn J.K. Rowling, auðkýfingurinn Elon Musk og núverandi Bandaríkjaforseti Trump sem í kosningabaráttu sinni sagði Khelif vera karlmann sem hefði breytt sér í konu. „Þau töluðu um mig án þess að hafa staðreyndirnar á hreinu. Það var áfall fyrir mig. Þau töluðu án þess að hafa neinar áreiðanlegar upplýsingar,“ segir Khelif. Alsírbúar fylgdust spenntir með þegar Imane Khelif keppti um gullverðlaunin á ÓL í París. Hún segir umræðu byggða á röngum upplýsingum um kyn sitt hafa haft mikil áhrif á þjóðina.AP/Anis Belghoul Trump verður að óbreyttu enn forseti þegar Ólympíuleikarnir í Los Angeles verða haldnir en Khelif segist í einkaviðtali við ITV, sem birt verður í kvöld, ekki hafa neitt að óttast. „Ég skal tala hreint út. Forseti Bandaríkjanna tók ákvörðun um stefnu varðandi trans fólk í Bandaríkjunum. Ég er ekki trans. Þetta hefur ekki áhrif á mig og veldur mér ekki ótta. Það er svarið mitt,“ segir Khelif í viðtalinu eftir að hafa ítrekað að hún stefni á önnur gullverðlaun í Los Angeles. Khelif said she hopes to retain her gold medal at the Los Angeles Olympics in 2028, and would not be "intimidated" by President Trump, who called her "a good male boxer" last year.Full story: https://t.co/csppnnviEO pic.twitter.com/1j8gcFcZgM— ITV News (@itvnews) March 18, 2025 Þar segir hún einnig að falsfréttaumræðan í kringum þátttöku hennar á Ólympíuleikunum hafi haft mikil áhrif á fólkið sem standi henni næst. „Þetta hafði djúpstæð áhrif á mömmu mína. Hún fór á spítalann nánast daglega. Ættingjar mínir fundu einnig fyrir þessu og þetta bitnaði á allri alsírsku þjóðinni. Þetta gekk lengra en að vera eitthvert íþróttamál eða keppni. Þetta þróaðist út í risastóra fjölmiðlaherferð,“ segir Khelif og bætir við að þetta hafi reynst afar erfitt.
Box Ólympíuleikar 2028 í Los Angeles Tengdar fréttir Utan vallar: Þegar mektarfólk lætur sig kvennaíþróttir varða Stórfurðulegt mál frá Ólympíuleikunum í París er skyndilega eitt það umtalaðasta er varðar íþróttir kvenna í áraraðir. Sjaldan hafa samfélagsmiðlar blásið eins mikið upp í kringum einvígi á íþróttavelli sem stóð í 46 sekúndur. Og umræðan að stóru leyti byggð á ranghugmyndum og ósannindum. 2. ágúst 2024 11:46 Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Stjórnarkona hjá bæði ÍSÍ og jafnréttisnefnd Ólympíunefndar Evrópu segir bann Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, við þátttöku trans kvenna í íþróttum áhyggjuefni. Íslenska íþróttahreyfingin eigi að standa með inngildingu fremur en útilokun. 18. febrúar 2025 08:02 Boxstjórnandi sem hleypti upp Ólympíuleikum nátengdur Kreml Siðafár sem var búið til í kringum tvær hnefaleikakonur á Ólympíuleikunum í sumar var runnið undan rifjum sambands sem lýtur stjórn rússnesks glæpamanns með náin tengsl við stjórnvöld í Kreml. Rússland var meinuð þátttaka á leikunum og er sagt hafa viljað hleypa þeim upp af þeim sökum. 23. október 2024 07:02 Hnefaleikakonan höfðar mál gegn J.K. Rowling og Elon Musk Nýr Ólympíumeistari í hnefaleikum kvenna mun leita réttar síns vegna þess eineltis sem hún varð fyrir á netinu á meðan Ólympíuleikunum stóð. 14. ágúst 2024 06:31 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Sjá meira
Utan vallar: Þegar mektarfólk lætur sig kvennaíþróttir varða Stórfurðulegt mál frá Ólympíuleikunum í París er skyndilega eitt það umtalaðasta er varðar íþróttir kvenna í áraraðir. Sjaldan hafa samfélagsmiðlar blásið eins mikið upp í kringum einvígi á íþróttavelli sem stóð í 46 sekúndur. Og umræðan að stóru leyti byggð á ranghugmyndum og ósannindum. 2. ágúst 2024 11:46
Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Stjórnarkona hjá bæði ÍSÍ og jafnréttisnefnd Ólympíunefndar Evrópu segir bann Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, við þátttöku trans kvenna í íþróttum áhyggjuefni. Íslenska íþróttahreyfingin eigi að standa með inngildingu fremur en útilokun. 18. febrúar 2025 08:02
Boxstjórnandi sem hleypti upp Ólympíuleikum nátengdur Kreml Siðafár sem var búið til í kringum tvær hnefaleikakonur á Ólympíuleikunum í sumar var runnið undan rifjum sambands sem lýtur stjórn rússnesks glæpamanns með náin tengsl við stjórnvöld í Kreml. Rússland var meinuð þátttaka á leikunum og er sagt hafa viljað hleypa þeim upp af þeim sökum. 23. október 2024 07:02
Hnefaleikakonan höfðar mál gegn J.K. Rowling og Elon Musk Nýr Ólympíumeistari í hnefaleikum kvenna mun leita réttar síns vegna þess eineltis sem hún varð fyrir á netinu á meðan Ólympíuleikunum stóð. 14. ágúst 2024 06:31
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti