„Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2025 17:17 Leikmenn Arda minntust fallins félaga sem reyndist svo bara vera lifandi. PFC Arda „Eftir að hafa heyrt þessar skelfilegu fréttir þá hellti ég mér í lítið glas af brandí,“ segir Petko Ganchev, fyrrverandi fótboltamaðurinn sem sagður var látinn í búlgörsku sjónvarpi en reyndist sprelllifandi. Ganchev er 78 ára gamall en svo sannarlega ekki dáinn og var á leið heim að horfa á leik síns gamla liðs Arda Kardzhali við Levski Sofia, í búlgörsku úrvalsdeildinni, þegar síminn byrjaði að rauðglóa. Það hafði nefnilega verið einnar mínútu þögn fyrir leikinn þar sem Ganchev var minnst og stóðu leikmenn liðanna hnípnir saman við miðjuhringinn áður en leikurinn hófst. Leikurinn var auk þess sýndur í sjónvarpi. „Ég lagði fyrir framan húsið mitt, kom inn í garðinn og þar tók eiginkona mín á móti mér grátandi og kallandi: „Petko, Petko, þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn!“ Ég skildi ekkert í því um hvað hún var að tala eða hvað hefði gerst. Síðan hringdu tveir vinir mínir í mig. Það fylgdir því ansi mikill taugatitringur að vera grafinn svona lifandi,“ sagði Ganchev við búlgarska miðilinn BLITZ og gat þrátt fyrir allt séð spaugilegu hliðina á málinu. Hann áttaði sig svo betur á því hvað hefði gerst og lét vita af því á Facebook-síðu Arda að félagið hefði greinilega fengið rangar upplýsingar. Ganchev, sem lék með Arda í fimm ár, fékk svo símtal frá íþróttastjóra félagsins sem bað hann afsökunar. „Sjáið til, svona lagað getur gerst en þetta var alls ekki auðvelt. Það er eðlilegt að orðrómar fari af stað í svona bæ en þetta var tilkynnt fyrir alla fótboltaáhorfendur í Búlgaríu. Það hringdu svo margir í mig – ættingjar, vinir, kunningjar og jafnvel ekkert svo miklir kunningjar. Þetta var óskemmtilegt en við verðum að halda í jákvæðnina,“ sagði Ganchev. Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Kolbeinn tryggði stigin þrjú Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Ganchev er 78 ára gamall en svo sannarlega ekki dáinn og var á leið heim að horfa á leik síns gamla liðs Arda Kardzhali við Levski Sofia, í búlgörsku úrvalsdeildinni, þegar síminn byrjaði að rauðglóa. Það hafði nefnilega verið einnar mínútu þögn fyrir leikinn þar sem Ganchev var minnst og stóðu leikmenn liðanna hnípnir saman við miðjuhringinn áður en leikurinn hófst. Leikurinn var auk þess sýndur í sjónvarpi. „Ég lagði fyrir framan húsið mitt, kom inn í garðinn og þar tók eiginkona mín á móti mér grátandi og kallandi: „Petko, Petko, þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn!“ Ég skildi ekkert í því um hvað hún var að tala eða hvað hefði gerst. Síðan hringdu tveir vinir mínir í mig. Það fylgdir því ansi mikill taugatitringur að vera grafinn svona lifandi,“ sagði Ganchev við búlgarska miðilinn BLITZ og gat þrátt fyrir allt séð spaugilegu hliðina á málinu. Hann áttaði sig svo betur á því hvað hefði gerst og lét vita af því á Facebook-síðu Arda að félagið hefði greinilega fengið rangar upplýsingar. Ganchev, sem lék með Arda í fimm ár, fékk svo símtal frá íþróttastjóra félagsins sem bað hann afsökunar. „Sjáið til, svona lagað getur gerst en þetta var alls ekki auðvelt. Það er eðlilegt að orðrómar fari af stað í svona bæ en þetta var tilkynnt fyrir alla fótboltaáhorfendur í Búlgaríu. Það hringdu svo margir í mig – ættingjar, vinir, kunningjar og jafnvel ekkert svo miklir kunningjar. Þetta var óskemmtilegt en við verðum að halda í jákvæðnina,“ sagði Ganchev.
Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Kolbeinn tryggði stigin þrjú Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira