Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2025 10:00 Glódís Perla Viggósdóttir í baráttunni við Alexöndru Popp á föstudaginn, vel vafin um höfuðið eftir höggið sem hún fékk í upphafi leiks. Getty/Oryk Haist Glódís Perla Viggósdóttir hefur í fyrsta sinn á sínum atvinnumannsferli misst af leik vegna meiðsla og gæti mögulega misst af leik Bayern gegn Lyon í kvöld í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hún ku ekki glíma við höfuðmeiðsli. Eftir að hafa misst af leik við Köln fyrir rúmri viku, vegna óþæginda í hné, átti Glódís mjög góðan leik í 3-1 sigrinum gegn Wolfsburg og fékk hrós frá þjálfara sínum eftir leik. Hún spilaði hins vegar aðeins rúmar fimmtíu mínútur í leiknum en það var þó ekki vegna höfuðhöggsins sem hún fékk og blóðgaðist vegna, snemma leiks, eftir árekstur við markvörðinn Ena Mahmutovic. „Hún er mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur“ „Þetta [skiptingin á 53. mínútu] hafði ekkert með neinn svima að gera,“ sagði Alexander Straus, hinn norski þjálfari Bayern, eftir leikinn á föstudaginn. Verkur í hné virðist hafa valdið því að Glódís var tekin af velli og sagði Straus „stríðskonuna hafa spilað í gegnum sársauka“: „Hún fann fyrir þessu í hálfleik en reyndi samt að halda áfram. Eftir nokkrar mínútur ákváðum við þó að taka hana af velli því við vildum ekki taka neina áhættu,“ sagði Straus og var þá eflaust með leikinn við Lyon í kvöld í huga. „Ég vona að hún geti spilað gegn Lyon en við tökum enga sénsa. Hún er mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Við sjáum til,“ sagði Straus á föstudaginn. Fyrri leikur Bayern og Lyon er í Þýskalandi í kvöld en liðin mætast svo á miðvikudagin í næstu viku í Frakklandi. Lyon er sigursælasta lið í sögu keppninnar, með átta titla, og franska liðið vann alla sex leiki sína í riðlakeppninni, þar á meðal báða leikina við Wolfsburg, lið Sveindísar Jane Jónsdóttur. Bayern vegnaði einnig vel en endaði þó í 2. sæti síns riðils eftir 3-2 tap á útivelli gegn Arsenal í lokaumferðinni. Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
Eftir að hafa misst af leik við Köln fyrir rúmri viku, vegna óþæginda í hné, átti Glódís mjög góðan leik í 3-1 sigrinum gegn Wolfsburg og fékk hrós frá þjálfara sínum eftir leik. Hún spilaði hins vegar aðeins rúmar fimmtíu mínútur í leiknum en það var þó ekki vegna höfuðhöggsins sem hún fékk og blóðgaðist vegna, snemma leiks, eftir árekstur við markvörðinn Ena Mahmutovic. „Hún er mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur“ „Þetta [skiptingin á 53. mínútu] hafði ekkert með neinn svima að gera,“ sagði Alexander Straus, hinn norski þjálfari Bayern, eftir leikinn á föstudaginn. Verkur í hné virðist hafa valdið því að Glódís var tekin af velli og sagði Straus „stríðskonuna hafa spilað í gegnum sársauka“: „Hún fann fyrir þessu í hálfleik en reyndi samt að halda áfram. Eftir nokkrar mínútur ákváðum við þó að taka hana af velli því við vildum ekki taka neina áhættu,“ sagði Straus og var þá eflaust með leikinn við Lyon í kvöld í huga. „Ég vona að hún geti spilað gegn Lyon en við tökum enga sénsa. Hún er mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Við sjáum til,“ sagði Straus á föstudaginn. Fyrri leikur Bayern og Lyon er í Þýskalandi í kvöld en liðin mætast svo á miðvikudagin í næstu viku í Frakklandi. Lyon er sigursælasta lið í sögu keppninnar, með átta titla, og franska liðið vann alla sex leiki sína í riðlakeppninni, þar á meðal báða leikina við Wolfsburg, lið Sveindísar Jane Jónsdóttur. Bayern vegnaði einnig vel en endaði þó í 2. sæti síns riðils eftir 3-2 tap á útivelli gegn Arsenal í lokaumferðinni.
Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira