Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2025 10:00 Glódís Perla Viggósdóttir í baráttunni við Alexöndru Popp á föstudaginn, vel vafin um höfuðið eftir höggið sem hún fékk í upphafi leiks. Getty/Oryk Haist Glódís Perla Viggósdóttir hefur í fyrsta sinn á sínum atvinnumannsferli misst af leik vegna meiðsla og gæti mögulega misst af leik Bayern gegn Lyon í kvöld í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hún ku ekki glíma við höfuðmeiðsli. Eftir að hafa misst af leik við Köln fyrir rúmri viku, vegna óþæginda í hné, átti Glódís mjög góðan leik í 3-1 sigrinum gegn Wolfsburg og fékk hrós frá þjálfara sínum eftir leik. Hún spilaði hins vegar aðeins rúmar fimmtíu mínútur í leiknum en það var þó ekki vegna höfuðhöggsins sem hún fékk og blóðgaðist vegna, snemma leiks, eftir árekstur við markvörðinn Ena Mahmutovic. „Hún er mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur“ „Þetta [skiptingin á 53. mínútu] hafði ekkert með neinn svima að gera,“ sagði Alexander Straus, hinn norski þjálfari Bayern, eftir leikinn á föstudaginn. Verkur í hné virðist hafa valdið því að Glódís var tekin af velli og sagði Straus „stríðskonuna hafa spilað í gegnum sársauka“: „Hún fann fyrir þessu í hálfleik en reyndi samt að halda áfram. Eftir nokkrar mínútur ákváðum við þó að taka hana af velli því við vildum ekki taka neina áhættu,“ sagði Straus og var þá eflaust með leikinn við Lyon í kvöld í huga. „Ég vona að hún geti spilað gegn Lyon en við tökum enga sénsa. Hún er mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Við sjáum til,“ sagði Straus á föstudaginn. Fyrri leikur Bayern og Lyon er í Þýskalandi í kvöld en liðin mætast svo á miðvikudagin í næstu viku í Frakklandi. Lyon er sigursælasta lið í sögu keppninnar, með átta titla, og franska liðið vann alla sex leiki sína í riðlakeppninni, þar á meðal báða leikina við Wolfsburg, lið Sveindísar Jane Jónsdóttur. Bayern vegnaði einnig vel en endaði þó í 2. sæti síns riðils eftir 3-2 tap á útivelli gegn Arsenal í lokaumferðinni. Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Sjá meira
Eftir að hafa misst af leik við Köln fyrir rúmri viku, vegna óþæginda í hné, átti Glódís mjög góðan leik í 3-1 sigrinum gegn Wolfsburg og fékk hrós frá þjálfara sínum eftir leik. Hún spilaði hins vegar aðeins rúmar fimmtíu mínútur í leiknum en það var þó ekki vegna höfuðhöggsins sem hún fékk og blóðgaðist vegna, snemma leiks, eftir árekstur við markvörðinn Ena Mahmutovic. „Hún er mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur“ „Þetta [skiptingin á 53. mínútu] hafði ekkert með neinn svima að gera,“ sagði Alexander Straus, hinn norski þjálfari Bayern, eftir leikinn á föstudaginn. Verkur í hné virðist hafa valdið því að Glódís var tekin af velli og sagði Straus „stríðskonuna hafa spilað í gegnum sársauka“: „Hún fann fyrir þessu í hálfleik en reyndi samt að halda áfram. Eftir nokkrar mínútur ákváðum við þó að taka hana af velli því við vildum ekki taka neina áhættu,“ sagði Straus og var þá eflaust með leikinn við Lyon í kvöld í huga. „Ég vona að hún geti spilað gegn Lyon en við tökum enga sénsa. Hún er mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Við sjáum til,“ sagði Straus á föstudaginn. Fyrri leikur Bayern og Lyon er í Þýskalandi í kvöld en liðin mætast svo á miðvikudagin í næstu viku í Frakklandi. Lyon er sigursælasta lið í sögu keppninnar, með átta titla, og franska liðið vann alla sex leiki sína í riðlakeppninni, þar á meðal báða leikina við Wolfsburg, lið Sveindísar Jane Jónsdóttur. Bayern vegnaði einnig vel en endaði þó í 2. sæti síns riðils eftir 3-2 tap á útivelli gegn Arsenal í lokaumferðinni.
Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Sjá meira