Segir Arnór líta ruddalega vel út Sindri Sverrisson skrifar 17. mars 2025 13:31 Arnór Sigurðsson er mættur aftur til Svíþjóðar en nú með Malmö. Malmö FF Þjálfari Arnórs Sigurðssonar hjá sænska meistaraliðinu Malmö er afskaplega spenntur fyrir því að geta brátt farið að nýta krafta íslenska landsliðsmannsins sem félagið lagði allt í sölurnar til að klófesta í febrúar. Arnór sneri aftur í sænska boltann eftir að hafa verið bolað út úr leikmannahópi Blackburn og fengið samningi sínum við félagið rift. Hann hafði glímt við erfið veikindi og meiðsli en það stoppaði Malmö ekki í að greiða Arnóri jafnvirði um tvö hundruð milljóna íslenska króna til að fá hann, enda orðspor Arnórs afar gott Svíþjóð eftir tíma hans hjá Norrköping. Arnór er ekki byrjaður að spila með Malmö og var því ekki valinn í fyrsta landsliðshóp Arnars Gunnlaugssonar, vegna komandi leikja við Kósovó, en er þó á réttri leið. Henrik Rydström, þjálfari Malmö, segir að Arnór hefði alveg getað spilað bikarleikinn við IFK Gautaborg í gær, sem Malmö vann 3-2 í framlengingu eftir að Kolbeinn Þórðarson hafði jafnað metin fyrir Gautaborg á 87. mínútu. Klæjar í puttana að tefla Arnóri fram „Núna er Arnór tilbúinn. Við vorum með hann í hópnum en ákváðum svo að hafa hann ekki á bekknum því við viljum að hann geti fyrst æft af fullum krafti í tvær vikur,“ sagði Rydström við Fotbollskanalen og var þá spurður hvernig Arnór hefði litið út á æfingum hingað til: „Síðustu vikuna hefur hann að mestu verið með í öllum æfingum en hugsunin er sú að núna verði hann með að fullu. Ég verð að segja að hann lítur ruddalega vel út,“ sagði Rydström og bætti við: „Þannig að sem þjálfari þá klæjar mann auðvitað í puttana að hafa hann með í hópnum en ég ákvað að gera það ekki fyrir skammvinnan árangur í bikarnum. Ég hef frekar kosið að menn æfi vel og ekki valið leikmenn sem eru eitthvað tæpir. Við hugsum til lengri tíma, jafnvel með Arnór,“ sagði Rydström. Arnar Gunnlaugsson var spurður út í Arnór eftir valið á landsliðshópnum í síðustu viku og sagði þá við Vísi: „Við hittumst í Liverpool þegar við sáum saman Hákon [Arnar Haraldsson] spila við Liverpool [21. janúar í Meistaradeild Evrópu]. Hann er kominn í frábært félag, Malmö, sem ég þekki nokkuð vel. Hann er bara nýbyrjaður að æfa aftur og er klárlega einhver sem við fylgjumst með í framtíðinni.“ Sænski boltinn Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Valur | Upphafsleikur Olís deildarinnar Handbolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Sjá meira
Arnór sneri aftur í sænska boltann eftir að hafa verið bolað út úr leikmannahópi Blackburn og fengið samningi sínum við félagið rift. Hann hafði glímt við erfið veikindi og meiðsli en það stoppaði Malmö ekki í að greiða Arnóri jafnvirði um tvö hundruð milljóna íslenska króna til að fá hann, enda orðspor Arnórs afar gott Svíþjóð eftir tíma hans hjá Norrköping. Arnór er ekki byrjaður að spila með Malmö og var því ekki valinn í fyrsta landsliðshóp Arnars Gunnlaugssonar, vegna komandi leikja við Kósovó, en er þó á réttri leið. Henrik Rydström, þjálfari Malmö, segir að Arnór hefði alveg getað spilað bikarleikinn við IFK Gautaborg í gær, sem Malmö vann 3-2 í framlengingu eftir að Kolbeinn Þórðarson hafði jafnað metin fyrir Gautaborg á 87. mínútu. Klæjar í puttana að tefla Arnóri fram „Núna er Arnór tilbúinn. Við vorum með hann í hópnum en ákváðum svo að hafa hann ekki á bekknum því við viljum að hann geti fyrst æft af fullum krafti í tvær vikur,“ sagði Rydström við Fotbollskanalen og var þá spurður hvernig Arnór hefði litið út á æfingum hingað til: „Síðustu vikuna hefur hann að mestu verið með í öllum æfingum en hugsunin er sú að núna verði hann með að fullu. Ég verð að segja að hann lítur ruddalega vel út,“ sagði Rydström og bætti við: „Þannig að sem þjálfari þá klæjar mann auðvitað í puttana að hafa hann með í hópnum en ég ákvað að gera það ekki fyrir skammvinnan árangur í bikarnum. Ég hef frekar kosið að menn æfi vel og ekki valið leikmenn sem eru eitthvað tæpir. Við hugsum til lengri tíma, jafnvel með Arnór,“ sagði Rydström. Arnar Gunnlaugsson var spurður út í Arnór eftir valið á landsliðshópnum í síðustu viku og sagði þá við Vísi: „Við hittumst í Liverpool þegar við sáum saman Hákon [Arnar Haraldsson] spila við Liverpool [21. janúar í Meistaradeild Evrópu]. Hann er kominn í frábært félag, Malmö, sem ég þekki nokkuð vel. Hann er bara nýbyrjaður að æfa aftur og er klárlega einhver sem við fylgjumst með í framtíðinni.“
Sænski boltinn Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Valur | Upphafsleikur Olís deildarinnar Handbolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Sjá meira