Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. mars 2025 14:05 Um 200 skemmtiferðaskip komu á Ísafjörð sumarið 2024 en þau verða aðeins um 100 í sumar vegna nýja innviðagjaldsins á farþega. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimamenn á Ísafirði hafa miklar áhyggjur af fækkun skemmtiferðaskipa í bæjarfélagið í sumar vegna nýs innviðagjalds, sem hefur verið sett á farþega skipanna. Síðasta sumar komu um tvö hundruð skemmtiferðaskip á Ísafjörð en þau verða ekki nema um eitt hundrað í sumar. Innviðafélag Vestfjarða, sem er félag öflugra fyrirtækja á Vestfjörðum hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem áhyggjum af mikilli fækkun skemmtiferðaskipa á Ísafirði og næsta nágrenni í sumar er lýst en félagið segir að nýtt innviðagjald, sett á með skömmum fyrirvara og án fullnægjandi samráðs hafi skapað óvissu og leitt til verulegrar fækkunar skipakoma. Guðmundur Fertram Sigurjónsson á Ísafirði er talsmaður félagsins. „Hér voru um 200 skipakomur í fyrra en nú eru að koma um 100 áætlað í sumar. Á Patreksfirði voru 30 í fyrra en þau verða 8 núna í ár. Þetta mun hafa veruleg efnahagsleg áhrif á bæina hérna núna í sumar,” segir Guðmundur. Hann segir mikil umsvif tengd skipakomunum á svæðunum, sem felist í allskonar þjónustu, sem heimamenn sinna. „Það eru rútuferðir, gönguferðir, það eru skoðunarferðir hér með bátum. Það eru 20 rútur, sem koma og eru að þjónusta skipin og svo náttúrulega eru skipin að borga hafnargjöld líka og eru að kaupa gríðarlega mikið af þjónustu. Það eru líklega um 200 manns, sem tengjast skipakomunum hér þegar skipin eru til dæmis hér á Ísafirði,” segir Guðmundur. Guðmundur Fertram Sigurjónsson á Ísafirði, sem er talsmaður Innviðafélags Vestfjarða.Aðsend „Við sjáum til dæmis ef þetta er 10 daga sigling með kannski þúsund manns. Þá er það þúsund sinnum 10 dagar sinnum 2.500 krónur. Þetta verður bara til þess að kostnaður við siglinguna eykst því ekki taka skipafélögin þetta á sig,” segir Guðmundur enn fremur. „Ég bara skora á stjórnvöld að vera yfirveguð og greina hlutina áður en svona stórvægilegar ákvarðanir eru teknar,” segir Guðmundur að lokum. Fjölmörg störf skapst í kringum skemmtaferðaskipin á Vestfjörðum og því þykir heimamönnum súrt hvað skipunum er að fækka mikið.Aðsend Ísafjarðarbær Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðaþjónusta Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Innviðafélag Vestfjarða, sem er félag öflugra fyrirtækja á Vestfjörðum hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem áhyggjum af mikilli fækkun skemmtiferðaskipa á Ísafirði og næsta nágrenni í sumar er lýst en félagið segir að nýtt innviðagjald, sett á með skömmum fyrirvara og án fullnægjandi samráðs hafi skapað óvissu og leitt til verulegrar fækkunar skipakoma. Guðmundur Fertram Sigurjónsson á Ísafirði er talsmaður félagsins. „Hér voru um 200 skipakomur í fyrra en nú eru að koma um 100 áætlað í sumar. Á Patreksfirði voru 30 í fyrra en þau verða 8 núna í ár. Þetta mun hafa veruleg efnahagsleg áhrif á bæina hérna núna í sumar,” segir Guðmundur. Hann segir mikil umsvif tengd skipakomunum á svæðunum, sem felist í allskonar þjónustu, sem heimamenn sinna. „Það eru rútuferðir, gönguferðir, það eru skoðunarferðir hér með bátum. Það eru 20 rútur, sem koma og eru að þjónusta skipin og svo náttúrulega eru skipin að borga hafnargjöld líka og eru að kaupa gríðarlega mikið af þjónustu. Það eru líklega um 200 manns, sem tengjast skipakomunum hér þegar skipin eru til dæmis hér á Ísafirði,” segir Guðmundur. Guðmundur Fertram Sigurjónsson á Ísafirði, sem er talsmaður Innviðafélags Vestfjarða.Aðsend „Við sjáum til dæmis ef þetta er 10 daga sigling með kannski þúsund manns. Þá er það þúsund sinnum 10 dagar sinnum 2.500 krónur. Þetta verður bara til þess að kostnaður við siglinguna eykst því ekki taka skipafélögin þetta á sig,” segir Guðmundur enn fremur. „Ég bara skora á stjórnvöld að vera yfirveguð og greina hlutina áður en svona stórvægilegar ákvarðanir eru teknar,” segir Guðmundur að lokum. Fjölmörg störf skapst í kringum skemmtaferðaskipin á Vestfjörðum og því þykir heimamönnum súrt hvað skipunum er að fækka mikið.Aðsend
Ísafjarðarbær Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðaþjónusta Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira