Áreitið hafði mikil áhrif Bjarki Sigurðsson skrifar 15. mars 2025 21:11 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir áreiti í garð starfsfólks sendiráðs Rússlands hafa verið stóra ástæðu fyrir því að sendiráðinu var lokað. Vísir/Arnar Starfsmenn íslenska sendiráðsins í Moskvu urðu fyrir ítrekuðu áreiti áður en því var lokað fyrir tæpum tveimur árum. Starfsmenn hafi fundið augljós ummerki um að brotist hafi verið inn til þeirra. Utanríkisráðherra segir áreitið stóran hluta þess að sendiráðinu var lokað. Breski miðillinn Daily Express greindi frá því á miðvikudag að vikurnar áður en íslensk stjórnvöld lokuðu sendiráðinu hafi starfsfólk lent í því að opið var inn á heimili þeirra og aska úr sígarettum þar víða. Einn starfsmaður sem var grænmetisæta fann steik í ísskápnum sínum sem einhver óprúttinn hafði komið fyrir þar. Ísland var fyrsta ríkið til að loka sendiráði sínu í Rússlandi eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segist nýlega hafa verið upplýst um málið. „Ég get ekki tjáð mig um tiltekin tilvik. Hvort sem varðar starfsfólk eða tilvikin sjálf. En það er ljóst að það var brotið á friðhelgi starfsfólks okkar. Það er frumskylda okkar hér í utanríkisráðuneytinu að standa vörð og passa upp á fólkið okkar. Eðlilega var þetta mikilvæg og stór breyta inn í þá ákvörðun sem varð til þess að við lokuðum sendiráðinu,“ segir Þorgerður. Breskur prófessor vill meina að með þessu hafi rússnesk stjórnvöld verið að sýna að þeir kæmust inn á heimili fulltrúanna þegar þeim sýndist. Þeir hafi viljað neyða Ísland í að loka sendiráðinu. Með þessu hafi þeir brotið gegn Vínarsáttmálanum sem á að tryggja öryggi erlendra sendimanna. Er eitthvað vitað hvort rússneska ríkið kom eitthvað nálægt þessu? „Hver sem það var sem braust þarna inn, það er viðkomandi ríkis að tryggja öryggi sendiráðsstarfsfólks samkvæmt Vínarsáttmálanum. Það var einfaldlega það sem við vorum að benda Rússunum á,“ segir Þorgerður. Utanríkismál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sendiráð Íslands Sendiráð á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Breski miðillinn Daily Express greindi frá því á miðvikudag að vikurnar áður en íslensk stjórnvöld lokuðu sendiráðinu hafi starfsfólk lent í því að opið var inn á heimili þeirra og aska úr sígarettum þar víða. Einn starfsmaður sem var grænmetisæta fann steik í ísskápnum sínum sem einhver óprúttinn hafði komið fyrir þar. Ísland var fyrsta ríkið til að loka sendiráði sínu í Rússlandi eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segist nýlega hafa verið upplýst um málið. „Ég get ekki tjáð mig um tiltekin tilvik. Hvort sem varðar starfsfólk eða tilvikin sjálf. En það er ljóst að það var brotið á friðhelgi starfsfólks okkar. Það er frumskylda okkar hér í utanríkisráðuneytinu að standa vörð og passa upp á fólkið okkar. Eðlilega var þetta mikilvæg og stór breyta inn í þá ákvörðun sem varð til þess að við lokuðum sendiráðinu,“ segir Þorgerður. Breskur prófessor vill meina að með þessu hafi rússnesk stjórnvöld verið að sýna að þeir kæmust inn á heimili fulltrúanna þegar þeim sýndist. Þeir hafi viljað neyða Ísland í að loka sendiráðinu. Með þessu hafi þeir brotið gegn Vínarsáttmálanum sem á að tryggja öryggi erlendra sendimanna. Er eitthvað vitað hvort rússneska ríkið kom eitthvað nálægt þessu? „Hver sem það var sem braust þarna inn, það er viðkomandi ríkis að tryggja öryggi sendiráðsstarfsfólks samkvæmt Vínarsáttmálanum. Það var einfaldlega það sem við vorum að benda Rússunum á,“ segir Þorgerður.
Utanríkismál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sendiráð Íslands Sendiráð á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira