Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. mars 2025 14:48 José Mourinho er jafnan snöggur til svars. ap/Andrew Milligan José Mourinho, knattspyrnustjóri Fenerbahce, sýndi leikmanni liðsins, Allan Saint-Maximin enga miskunn þegar hann ræddi um ákvörðun sína að velja hann ekki í hópinn fyrir leikinn gegn Rangers í Evrópudeildinni. Fenerbahce tapaði fyrri leiknum gegn Rangers, 1-3, en vann þann seinni í gær, 0-2. Úrslit einvígisins réðust í vítaspyrnukeppni þar sem skoska liðið hafði betur, 3-2. Saint-Maximin fór ekki með Fenerbahce til Skotlands og var vægast sagt ósáttur með það. Hann lét í sér heyra á Instagram. „Það þarf meira en þetta til að sigra mig. Þegar lygin tekur lyftuna tekur sannleikurinn stigann. Það tekur lengri tíma en kemst alltaf á leiðarenda. Ef guð er með okkur, hver getur verið á móti okkur?“ skrifaði Saint-Maximin. Mourinho var ekki lengi að bregðast við á sinn einstaka hátt. „Ég vissi ekki að Saint-Maximin væri svona flinkur í að semja ljóð. Ég er heldur ekki sem verstur á því sviði,“ sagði Mourinho. „Þegar fótboltamaður leggur hart að sér, æfir alla daga er hann í formi og getur labbað upp stiga. Hann þarf ekki lyftu. Hins vegar ef leikmaður æfir ekki vel, mætir seint, er of þungur og ekki tilbúinn að spila þarf hann lyftu til að komast upp. Því hann þreytist fljótlega í stiganum.“ Saint-Maximin hefur verið úti í kuldanum hjá Mourinho að undanförnu og ekki spilað síðustu fimm leiki Fenerbahce í tyrknesku úrvalsdeildinni. Frakkinn kom til Fenerbahce á láni frá Al-Ahli í Sádi-Arabíu fyrir þetta tímabil. Evrópudeild UEFA Tyrkneski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Sjá meira
Fenerbahce tapaði fyrri leiknum gegn Rangers, 1-3, en vann þann seinni í gær, 0-2. Úrslit einvígisins réðust í vítaspyrnukeppni þar sem skoska liðið hafði betur, 3-2. Saint-Maximin fór ekki með Fenerbahce til Skotlands og var vægast sagt ósáttur með það. Hann lét í sér heyra á Instagram. „Það þarf meira en þetta til að sigra mig. Þegar lygin tekur lyftuna tekur sannleikurinn stigann. Það tekur lengri tíma en kemst alltaf á leiðarenda. Ef guð er með okkur, hver getur verið á móti okkur?“ skrifaði Saint-Maximin. Mourinho var ekki lengi að bregðast við á sinn einstaka hátt. „Ég vissi ekki að Saint-Maximin væri svona flinkur í að semja ljóð. Ég er heldur ekki sem verstur á því sviði,“ sagði Mourinho. „Þegar fótboltamaður leggur hart að sér, æfir alla daga er hann í formi og getur labbað upp stiga. Hann þarf ekki lyftu. Hins vegar ef leikmaður æfir ekki vel, mætir seint, er of þungur og ekki tilbúinn að spila þarf hann lyftu til að komast upp. Því hann þreytist fljótlega í stiganum.“ Saint-Maximin hefur verið úti í kuldanum hjá Mourinho að undanförnu og ekki spilað síðustu fimm leiki Fenerbahce í tyrknesku úrvalsdeildinni. Frakkinn kom til Fenerbahce á láni frá Al-Ahli í Sádi-Arabíu fyrir þetta tímabil.
Evrópudeild UEFA Tyrkneski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Sjá meira