Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Jón Þór Stefánsson skrifar 14. mars 2025 07:03 Þjófnaðurinn var í tveimur verslunum Elko. Annars vegar í Lindum í Kópavogi. Vísir/Egill Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir hylmingu í tengslum við þjófnað í tveimur verslunum Elko í september í fyrra. Það mun hafa verið eitt stærsta þjófnaðarmál Íslandssögunnar, ef ekki það stærsta, en þýfið hefur verið metið á rétttæpar hundrað milljónir króna. Tvímenningarnir eru þó ekki ákærðir fyrir sjálfan þjófnaðinn. Mönnunum er gefið að sök að hafa haft í vörslum sínum 129 farsíma, bæði frá Apple og Samsung, og rúma milljón króna og tæplega fimm þúsund evrur í reiðufé, sem jafngildir rúmum 700 þúsund krónum. Mennirnir voru stöðvaðir þann 25. september síðastliðinn. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að þeir hafi verið í bíl á Seyðisfirði, en þeir munu hafa verið á leið í Norrænu. Lögreglan hafi fundið farsímana í tveimur bakpokum sem voru í farangursgeymslu bílsins, og þá hafi reiðuféð verið í fórum mannanna. Í ákæru segir að mönnunum hefði átt að vera ljóst að um þýfi væri að ræða. Þeir hefðu því haldið farsímunum og reiðufénu ólöglega fyrir eigenda þess. Fjórir grímuklæddir brjótast inn Málið er talið tengjast þjófnaði í tveimur verslunum Elko. Annars vegar í Skeifunni í Reykjavík og hins vegar í Lindum í Kópavogi. Lögreglu barst tilkynning um málið 23. september. Maður sem hafði verið að vinna við framkvæmdir í Elko Lindum sagðist hafa verið að vinna við framkvæmdir í húsinu til klukkan 16 daginn áður. Þegar hann hafi farið hafi allt verið í lagi, en þegar hann kom aftur daginn eftir hafi verið búið að brjóta timburhlera á glugga húsnæðisins og búið að opna peningaskáp sem var inni í versluninni. Lögreglan ræddi við verslunarstjóra annarrar verslunarinnar. Sá sagðist hafa séð í upptökum úr öryggismyndavélum þegar fjórir grímuklæddir menn fóru inn um glugga húsnæðisins klukkan 2:22 um nóttina. Verslunarstjórinn sagði að stolið hefði verið úr peningaskáp þeirrar verslunar, tæplega 5,2 milljónum króna. Þar að auki hefði mörgum farsímum verið stolið. Bíll eins hinna grunuðu mun hafa verið gripinn á mynd fyrir utan verslunina á þeim tíma sem brotist var inn. Þá er talið að annar hinna grunuðu sjáist á mynd afhenda þessum eiganda bílsins bíllykla. Hundrað milljóna virði Verslunarstjóri hinnar verslunarinnar sagði að búið hefði verið að brjóta upp stafjárn á dyrum húsnæðisins. Við komu lögreglu á vettvang mátti sjá að búið væri að gera op á peningaskápa sem voru geymdir í versluninni. Verslunarstjórinn greindi lögreglu frá því að í einum peningaskápnum væru geymdir farsímar. Samkvæmt verðmati sem var gert í upphafi málsins var virði þess stolna 99,8 milljónir. Svo virðist sem lögreglu hafi fljótlega farið að gruna hverjir ættu í hlut, en henni bárust upplýsingar sama dag og málið kom upp, frá Tollgæslunni, að hinir grunuðu ættu flug til Mílan með Wizz Air síðar þennan sama dag. Mennirnir voru handteknir, en í farangri eins þeirra fannst mikið magn af reiðufé. Greint var frá því í fjölmiðlum að sjö hefðu verið handteknir á flugvellinum, en hinir grunuðu hefðu verið búnir að innrita sig í flugið. Fram kom að þýfið væri þó ófundið. Þessir sjö væru Rúmenar sem hefðu ekki búsetu hér á landi. Nokkrum dögum seinna var greint frá því að tveir hefðu verið handteknir á leið í Norrænu með hluta þýfisins, en það eru þeir sem hafa verið ákærðir. Stærsti þjófnaður Íslandssögunnar? Líkt og áður segir er virði þess stolna tæpar hundrað milljónir króna samkvæmt verðmati. Það myndi gera þjófnaðinn einn þann umfangsmesta í Íslandssögunni. Sem dæmi um önnur stór þjófnaðarmál mætti nefna þjófnaðinn í Hamraborg í mars í fyrra, þegar tveir menn brutust inn í bíl Öryggismiðstöðvarinnar og höfðu með sér á brott peninga úr spilakassa. Greint hefur verið frá því að þýfið í því máli hljóp á tugum milljónum króna. Oft hefur verið talað um ránið í úra- og skartgripaversluninni Michelsen á Laugavegi árið 2011 sem það stærsta í Íslandssögunni. Þá komu fjórir erlendir karlmenn hingað til lands gagngert til að fremja ránið, og stálu 49 armbandsúrum af gerðunum Rolex, Tudor og Michelsen ófrjálsri hendi en verðmæti þeirra hljóðaði upp á rúmlega fimmtíu milljónir króna. Ári eftir að það rán var framið hlutu þrír menn fangelsisdóma vegna þess. Það var síðan ekki fyrr en í fyrra sem fjórði maðurinn hlaut dóm vegna þess. Þjófnaður í Elko Dómsmál Kópavogur Reykjavík Múlaþing Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Sjá meira
Mönnunum er gefið að sök að hafa haft í vörslum sínum 129 farsíma, bæði frá Apple og Samsung, og rúma milljón króna og tæplega fimm þúsund evrur í reiðufé, sem jafngildir rúmum 700 þúsund krónum. Mennirnir voru stöðvaðir þann 25. september síðastliðinn. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að þeir hafi verið í bíl á Seyðisfirði, en þeir munu hafa verið á leið í Norrænu. Lögreglan hafi fundið farsímana í tveimur bakpokum sem voru í farangursgeymslu bílsins, og þá hafi reiðuféð verið í fórum mannanna. Í ákæru segir að mönnunum hefði átt að vera ljóst að um þýfi væri að ræða. Þeir hefðu því haldið farsímunum og reiðufénu ólöglega fyrir eigenda þess. Fjórir grímuklæddir brjótast inn Málið er talið tengjast þjófnaði í tveimur verslunum Elko. Annars vegar í Skeifunni í Reykjavík og hins vegar í Lindum í Kópavogi. Lögreglu barst tilkynning um málið 23. september. Maður sem hafði verið að vinna við framkvæmdir í Elko Lindum sagðist hafa verið að vinna við framkvæmdir í húsinu til klukkan 16 daginn áður. Þegar hann hafi farið hafi allt verið í lagi, en þegar hann kom aftur daginn eftir hafi verið búið að brjóta timburhlera á glugga húsnæðisins og búið að opna peningaskáp sem var inni í versluninni. Lögreglan ræddi við verslunarstjóra annarrar verslunarinnar. Sá sagðist hafa séð í upptökum úr öryggismyndavélum þegar fjórir grímuklæddir menn fóru inn um glugga húsnæðisins klukkan 2:22 um nóttina. Verslunarstjórinn sagði að stolið hefði verið úr peningaskáp þeirrar verslunar, tæplega 5,2 milljónum króna. Þar að auki hefði mörgum farsímum verið stolið. Bíll eins hinna grunuðu mun hafa verið gripinn á mynd fyrir utan verslunina á þeim tíma sem brotist var inn. Þá er talið að annar hinna grunuðu sjáist á mynd afhenda þessum eiganda bílsins bíllykla. Hundrað milljóna virði Verslunarstjóri hinnar verslunarinnar sagði að búið hefði verið að brjóta upp stafjárn á dyrum húsnæðisins. Við komu lögreglu á vettvang mátti sjá að búið væri að gera op á peningaskápa sem voru geymdir í versluninni. Verslunarstjórinn greindi lögreglu frá því að í einum peningaskápnum væru geymdir farsímar. Samkvæmt verðmati sem var gert í upphafi málsins var virði þess stolna 99,8 milljónir. Svo virðist sem lögreglu hafi fljótlega farið að gruna hverjir ættu í hlut, en henni bárust upplýsingar sama dag og málið kom upp, frá Tollgæslunni, að hinir grunuðu ættu flug til Mílan með Wizz Air síðar þennan sama dag. Mennirnir voru handteknir, en í farangri eins þeirra fannst mikið magn af reiðufé. Greint var frá því í fjölmiðlum að sjö hefðu verið handteknir á flugvellinum, en hinir grunuðu hefðu verið búnir að innrita sig í flugið. Fram kom að þýfið væri þó ófundið. Þessir sjö væru Rúmenar sem hefðu ekki búsetu hér á landi. Nokkrum dögum seinna var greint frá því að tveir hefðu verið handteknir á leið í Norrænu með hluta þýfisins, en það eru þeir sem hafa verið ákærðir. Stærsti þjófnaður Íslandssögunnar? Líkt og áður segir er virði þess stolna tæpar hundrað milljónir króna samkvæmt verðmati. Það myndi gera þjófnaðinn einn þann umfangsmesta í Íslandssögunni. Sem dæmi um önnur stór þjófnaðarmál mætti nefna þjófnaðinn í Hamraborg í mars í fyrra, þegar tveir menn brutust inn í bíl Öryggismiðstöðvarinnar og höfðu með sér á brott peninga úr spilakassa. Greint hefur verið frá því að þýfið í því máli hljóp á tugum milljónum króna. Oft hefur verið talað um ránið í úra- og skartgripaversluninni Michelsen á Laugavegi árið 2011 sem það stærsta í Íslandssögunni. Þá komu fjórir erlendir karlmenn hingað til lands gagngert til að fremja ránið, og stálu 49 armbandsúrum af gerðunum Rolex, Tudor og Michelsen ófrjálsri hendi en verðmæti þeirra hljóðaði upp á rúmlega fimmtíu milljónir króna. Ári eftir að það rán var framið hlutu þrír menn fangelsisdóma vegna þess. Það var síðan ekki fyrr en í fyrra sem fjórði maðurinn hlaut dóm vegna þess.
Þjófnaður í Elko Dómsmál Kópavogur Reykjavík Múlaþing Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Sjá meira