Dæmdur þrettán árum eftir eitt stærsta rán Íslandssögunnar Jón Þór Stefánsson skrifar 4. júní 2024 14:08 Verðmæti þýfisins í Michelsen-ráninu var um 50 milljónir króna. Vilhelm Pawel Artur Tyminski hlaut fjögurra ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðasta mánuði vegna ráns sem framið var í úra- og skartgripaversluninni Michelsen árið 2011. Þrír samverkamenn hans voru dæmdir vegna þessa sama ráns árið 2012. Svo virðist sem Pawel hafi verið handtekinn vegna málsins í Póllandi árið 2021. Í umræddu ráni tóku mennirnir 49 armbandsúr af gerðunum Rolex, Tudor og Michelsen ófrjálsri hendi en verðmæti þeirra hljóðaði upp á rúmlega fimmtíu milljónir króna. Um er að ræða eitt stærsta rán Íslandssögunnar. Þaulskipulagt rán Í dómi héraðsdóms er greint frá því hvernig mennirnir frömdu ránið. Þeir komu hingað til lands með í október 2011 gagngert til að fremja ránið. Einn kom með Norrænu til Seyðisfjarðar þann 11. október, en hinir flugu til Íslands og lentu á Keflavíkurflugvelli tveimur dögum fyrr. Aðfararnótt 14. október tóku mennirnir tvo bíla í heimildarleysi. Annan við Eskihlíð og hinn við Öldugötu. Síðan stálu þeir þriðja og fjórða bílnum við Ásabraut í Kópavogi annars vegar og við Gnoðarvog í Reykjavík á sextánda degi sama mánaðar. Bílarnir voru allir notaðir við ránið og fundust víðs vegar um höfuðborgarsvæðið í kjölfarið. Sjálft ránið var framið 17. október, en í ákæru segir að fjórmenningarnir hafi ruðst inn í úra- og skartgripaverslunina Michelsen á Laugavegi með andlit sín hulin. Þar hafi þeir ógnað starfsmönnum með ógnandi framkomu og leikfangabyssum, sem starfsmennirnir töldu vera alvöru skotvopn. Þeir skipuðu starfsmönnunum að leggjast á gólfið og brutu síðan upp hirslur og höfðu þessi 49 armbandsúr með sér á brott. Þaðan fóru þeir á Vegamótastíg og óku á brott í einum bílnum og skiptu síðan um bíl. Mennirnir földu síðan ránsfenginn í einum bílnum. Einn þeirra gætti að bílnum og hugðist koma honum og þýfinu úr landi með Norrænu, en var handtekinn þann 26. október. Hinir fóru af landi brott með flugi frá Keflavíkurflugvelli. Hér má sjá innslag úr Kvöldfréttum Stöðvar 2 frá árinu 2011 um málið þegar úrin komust aftur í réttar hendur. Sýndi iðrun Það er ekki fyrr en nú, rúmum áratug síðar, sem Pawel hlýtur dóm vegna málsins. Hann játaði skýlaust sök fyrir dómi. Hann velti því þó upp hvort bílastuldurinn væri fyrndur en héraðsdómur féllst ekki á það þar sem um nauðsynlegan þátt í ráninu var að ræða. Pawel, sem er pólskur ríkisborgari, virðist hafa verið handtekinn vegna málsins í heimalandi sínu árið 2021. Hann hefur hvorki hlotið dóm hér á landi áður né í Póllandi. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að langt væri liðið síðan brotin voru framin, en einnig að um væri að ræða stórt skipulagt rán. Hann er sagður hafa verið samstarfsfús við lögreglu, játað brot sín skýlaust og sýnt iðrun. Líkt og áður segir hlaut hann fjögurra ára fangelsisdóm, og þá er honum gert að greiða lögmanni sínum 1,8 milljónir króna. Rán í Michelsen 2011 Dómsmál Reykjavík Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Sjá meira
Svo virðist sem Pawel hafi verið handtekinn vegna málsins í Póllandi árið 2021. Í umræddu ráni tóku mennirnir 49 armbandsúr af gerðunum Rolex, Tudor og Michelsen ófrjálsri hendi en verðmæti þeirra hljóðaði upp á rúmlega fimmtíu milljónir króna. Um er að ræða eitt stærsta rán Íslandssögunnar. Þaulskipulagt rán Í dómi héraðsdóms er greint frá því hvernig mennirnir frömdu ránið. Þeir komu hingað til lands með í október 2011 gagngert til að fremja ránið. Einn kom með Norrænu til Seyðisfjarðar þann 11. október, en hinir flugu til Íslands og lentu á Keflavíkurflugvelli tveimur dögum fyrr. Aðfararnótt 14. október tóku mennirnir tvo bíla í heimildarleysi. Annan við Eskihlíð og hinn við Öldugötu. Síðan stálu þeir þriðja og fjórða bílnum við Ásabraut í Kópavogi annars vegar og við Gnoðarvog í Reykjavík á sextánda degi sama mánaðar. Bílarnir voru allir notaðir við ránið og fundust víðs vegar um höfuðborgarsvæðið í kjölfarið. Sjálft ránið var framið 17. október, en í ákæru segir að fjórmenningarnir hafi ruðst inn í úra- og skartgripaverslunina Michelsen á Laugavegi með andlit sín hulin. Þar hafi þeir ógnað starfsmönnum með ógnandi framkomu og leikfangabyssum, sem starfsmennirnir töldu vera alvöru skotvopn. Þeir skipuðu starfsmönnunum að leggjast á gólfið og brutu síðan upp hirslur og höfðu þessi 49 armbandsúr með sér á brott. Þaðan fóru þeir á Vegamótastíg og óku á brott í einum bílnum og skiptu síðan um bíl. Mennirnir földu síðan ránsfenginn í einum bílnum. Einn þeirra gætti að bílnum og hugðist koma honum og þýfinu úr landi með Norrænu, en var handtekinn þann 26. október. Hinir fóru af landi brott með flugi frá Keflavíkurflugvelli. Hér má sjá innslag úr Kvöldfréttum Stöðvar 2 frá árinu 2011 um málið þegar úrin komust aftur í réttar hendur. Sýndi iðrun Það er ekki fyrr en nú, rúmum áratug síðar, sem Pawel hlýtur dóm vegna málsins. Hann játaði skýlaust sök fyrir dómi. Hann velti því þó upp hvort bílastuldurinn væri fyrndur en héraðsdómur féllst ekki á það þar sem um nauðsynlegan þátt í ráninu var að ræða. Pawel, sem er pólskur ríkisborgari, virðist hafa verið handtekinn vegna málsins í heimalandi sínu árið 2021. Hann hefur hvorki hlotið dóm hér á landi áður né í Póllandi. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að langt væri liðið síðan brotin voru framin, en einnig að um væri að ræða stórt skipulagt rán. Hann er sagður hafa verið samstarfsfús við lögreglu, játað brot sín skýlaust og sýnt iðrun. Líkt og áður segir hlaut hann fjögurra ára fangelsisdóm, og þá er honum gert að greiða lögmanni sínum 1,8 milljónir króna.
Rán í Michelsen 2011 Dómsmál Reykjavík Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Sjá meira