Heiða liggur enn undir feldi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. mars 2025 12:15 Heiða Björg Hilmisdóttir er borgarstjóri í Reykjavík og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Arnar Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún ætli að halda áfram sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga samhliða starfi borgarstjóra. Laun Heiðu Bjargar hafa vakið mikil viðbrögð, en um helgina kom fram í fréttum að laun fyrir formennsku hjá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga hafi hækkað um fimmtíu prósent frá árinu 2023. Laun formanns sambandsins nema alls tæpum 870 þúsund krónum á mánuði, eða sem nemur hálfu þingfarakaupi auk fastra akstursgreiðslna. Breytingar á launakerfi fyrir stjórnarsetu hjá sambandinu tóku gildi í fyrra, sem rökstuddar eru meðal annars með fjölgun funda en það er mat starfskjaranefndar sambandsins að vinna formanns samsvari um 50% starfi. Aðrir stjórnarmenn fá greiddar um 275 þúsund krónur á mánuði, eða sem nemur 18% af þingfararkaupi, og fá ekki fastar akstursgreiðslur, samkvæmt upplýsingum frá sambandinu. Aðrir stjórnarmenn fá hins vegar greiðslur vegna þess akstur sem þeir keyra samkvæmt akstursdagbók til að sækja staðarfundi. Laun annarra stjórnarmanna en formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa þannig nær tvöfaldast frá 2023. Einar enn á borgarstjóralaunum Líkt og fram hefur komið er Heiða er alls með um 3,8 milljónir í laun sem borgarstjóri, formaður sambandsins og sem stjórnarformaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Í skriflegu svari Heiðu við fyrirspurn fréttastofu segist hún ekki vera búin að gera það upp við sig hvort hún ætli að halda áfram sem formaður sambands íslenskra sveitarfélaga, nú þegar hún hefur tekið við embætti borgarstjóra. Heiða tekur einnig fram að hún hafi verið kosin til þessara verkefna og ráði ekki sjálf sínum launum. Hún sé með sömu laun og forveri hennar í embætti borgarstjóra, Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins, sem líkt og kunnugt er sleit meirihlutasamstarfi í byrjun febrúar. Sá munur er þó á að Heiða er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga en Einar stjórnarmaður í stjórn sambandsins. Fyrir það fær hann greiddar um 275 þúsund krónur á mánuði, en að auki fær Einar sex mánaða borgarstjóralaun í biðlaun, eftir að hafa sjálfur slitið meirihlutasamstarfi. Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Kjaramál Reykjavík Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Laun formanns sambandsins nema alls tæpum 870 þúsund krónum á mánuði, eða sem nemur hálfu þingfarakaupi auk fastra akstursgreiðslna. Breytingar á launakerfi fyrir stjórnarsetu hjá sambandinu tóku gildi í fyrra, sem rökstuddar eru meðal annars með fjölgun funda en það er mat starfskjaranefndar sambandsins að vinna formanns samsvari um 50% starfi. Aðrir stjórnarmenn fá greiddar um 275 þúsund krónur á mánuði, eða sem nemur 18% af þingfararkaupi, og fá ekki fastar akstursgreiðslur, samkvæmt upplýsingum frá sambandinu. Aðrir stjórnarmenn fá hins vegar greiðslur vegna þess akstur sem þeir keyra samkvæmt akstursdagbók til að sækja staðarfundi. Laun annarra stjórnarmanna en formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa þannig nær tvöfaldast frá 2023. Einar enn á borgarstjóralaunum Líkt og fram hefur komið er Heiða er alls með um 3,8 milljónir í laun sem borgarstjóri, formaður sambandsins og sem stjórnarformaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Í skriflegu svari Heiðu við fyrirspurn fréttastofu segist hún ekki vera búin að gera það upp við sig hvort hún ætli að halda áfram sem formaður sambands íslenskra sveitarfélaga, nú þegar hún hefur tekið við embætti borgarstjóra. Heiða tekur einnig fram að hún hafi verið kosin til þessara verkefna og ráði ekki sjálf sínum launum. Hún sé með sömu laun og forveri hennar í embætti borgarstjóra, Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins, sem líkt og kunnugt er sleit meirihlutasamstarfi í byrjun febrúar. Sá munur er þó á að Heiða er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga en Einar stjórnarmaður í stjórn sambandsins. Fyrir það fær hann greiddar um 275 þúsund krónur á mánuði, en að auki fær Einar sex mánaða borgarstjóralaun í biðlaun, eftir að hafa sjálfur slitið meirihlutasamstarfi.
Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Kjaramál Reykjavík Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira