Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2025 14:17 Thibaut Courtois er að snúa aftur í belgíska landsliðið og Koen Casteels er ekki sáttur. Samsett/AFP Dramatík er í kringum belgíska landsliðið í fótbolta í aðdraganda þess að nýi þjálfarinn, Rudi Garcia, velur sinn fyrsta landsliðshóp næsta föstudag. Markvörðurinn Koen Casteels er ósáttur og segist hættur í landsliðinu vegna endurkomu Thibaut Courtois. Casteels hefur verið aðalmarkvörður Belgíu síðustu misseri, til að mynda í lokakeppni EM síðasta sumar. Í belgíska hlaðvarpinu MidMid segist hann hættur í landsliðinu. Courtois, sem er aðalmarkvörður Real Madrid, sleit krossband í hné haustið 2023 en lenti svo í deilum við þáverandi landsliðsþjálfara, Domenico Tedesco, og sagðist aldrei ætla að spila fyrir hann. „Rúlla út rauða dreglinum fyrir hann“ Tedesco var rekinn í janúar og Garcia ráðinn í hans stað, og þar með er Courtois til í að snúa aftur og spila komandi leiki við Úkraínu í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar. „Fyrir það fyrsta þá finnst mér svolítið merkilegt að Courtois geti bara ákveðið sjálfur að snúa aftur í landsliðið,“ segir Casteels í hlaðvarpsþættinum. „Knattspyrnusambandið tekur 180 gráðu snúning og rúllar út rauða dreglinum fyrir hann. Nú er hann boðinn velkominn aftur með opnum örmum þó að ekkert hafi í raun og veru breyst,“ sagði Casteels. Deze week niet enkel een grote naam, maar ook groot nieuws in de MIDMID-studio: Koen Casteels kondigt zijn afscheid bij de Rode Duivels aan! 😮Bekijk het hele gesprek met Koen om 11u op Play Sports 1 of vanaf 16u via het YouTube-kanaal en de podcastkanalen van Play Sports! 📺… pic.twitter.com/2qFuVfRU93— Play Sports (@playsports) March 9, 2025 Telur hann að afsökunarbeiðni frá Courtois myndi breyta einhverju? „Ég heyrði hann segja nýverið um brotthvarf Tedesco: „Þetta sannar að ég hafði rétt fyrir mér.“ Mér finnst það ekki bera mikinn vott um eftirsjá,“ sagði Casteels. Hann vildi þó undirstrika að óánægja sín beindist ekki svo mikið gegn Courtois heldur fyrst og fremst gegn belgíska knattspyrnusambandinu. „Þetta passar ekki við þau gildi og þann standard sem ég tel að þurfi að vera hjá öllum íþróttaliðum og íþróttasamböndum. Ég get ekki tilheyrt sambandi sem leggur blessun sína yfir svona hegðun. Þess vegna, frá og með núna, stend ég ekki lengur til boða fyrir landsliðið. Ég get ekki farið í landsliðið með hreina samvisku, þar sem fólk tekst í hendur með stórt bros og segir: „Það er allt í góðu hér.““ Casteels á að baki 20 A-landsleiki frá árinu 2013. Síðasta sumar gekk hann í raðir Al Qadsiah í Sádi-Arabíu frá Wolfsburg. Fótbolti Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fleiri fréttir Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Sjá meira
Casteels hefur verið aðalmarkvörður Belgíu síðustu misseri, til að mynda í lokakeppni EM síðasta sumar. Í belgíska hlaðvarpinu MidMid segist hann hættur í landsliðinu. Courtois, sem er aðalmarkvörður Real Madrid, sleit krossband í hné haustið 2023 en lenti svo í deilum við þáverandi landsliðsþjálfara, Domenico Tedesco, og sagðist aldrei ætla að spila fyrir hann. „Rúlla út rauða dreglinum fyrir hann“ Tedesco var rekinn í janúar og Garcia ráðinn í hans stað, og þar með er Courtois til í að snúa aftur og spila komandi leiki við Úkraínu í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar. „Fyrir það fyrsta þá finnst mér svolítið merkilegt að Courtois geti bara ákveðið sjálfur að snúa aftur í landsliðið,“ segir Casteels í hlaðvarpsþættinum. „Knattspyrnusambandið tekur 180 gráðu snúning og rúllar út rauða dreglinum fyrir hann. Nú er hann boðinn velkominn aftur með opnum örmum þó að ekkert hafi í raun og veru breyst,“ sagði Casteels. Deze week niet enkel een grote naam, maar ook groot nieuws in de MIDMID-studio: Koen Casteels kondigt zijn afscheid bij de Rode Duivels aan! 😮Bekijk het hele gesprek met Koen om 11u op Play Sports 1 of vanaf 16u via het YouTube-kanaal en de podcastkanalen van Play Sports! 📺… pic.twitter.com/2qFuVfRU93— Play Sports (@playsports) March 9, 2025 Telur hann að afsökunarbeiðni frá Courtois myndi breyta einhverju? „Ég heyrði hann segja nýverið um brotthvarf Tedesco: „Þetta sannar að ég hafði rétt fyrir mér.“ Mér finnst það ekki bera mikinn vott um eftirsjá,“ sagði Casteels. Hann vildi þó undirstrika að óánægja sín beindist ekki svo mikið gegn Courtois heldur fyrst og fremst gegn belgíska knattspyrnusambandinu. „Þetta passar ekki við þau gildi og þann standard sem ég tel að þurfi að vera hjá öllum íþróttaliðum og íþróttasamböndum. Ég get ekki tilheyrt sambandi sem leggur blessun sína yfir svona hegðun. Þess vegna, frá og með núna, stend ég ekki lengur til boða fyrir landsliðið. Ég get ekki farið í landsliðið með hreina samvisku, þar sem fólk tekst í hendur með stórt bros og segir: „Það er allt í góðu hér.““ Casteels á að baki 20 A-landsleiki frá árinu 2013. Síðasta sumar gekk hann í raðir Al Qadsiah í Sádi-Arabíu frá Wolfsburg.
Fótbolti Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fleiri fréttir Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Sjá meira