Annað Starship sprakk í loft upp Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2025 10:35 Frá geimskoti Starship í Texas í gær. AFP/Brandon Bell Annað tilraunaskot Starship-geimskips SpaceX í röð misheppnaðist í gærkvöldi. Geimskipið sprakk skömmu eftir geimskotið og dreifðist brakið úr því í háloftunum yfir Flórída og Karíbahafinu þar sem það brann, með tilheyrandi sjónarspili. Starship var skotið á loft frá höfuðstöðvum SpaceX í Texas. Geimskotið fór vel af stað en eftir nokkrar mínútur misstu starfsmenn fyrirtækisins samband við Starship og síðan slökknaði á einhverjum hreyflum þess. Geimskipið átti að falla til jarðar yfir Indlandshafi eftir um klukkustundar flug en eins og áður segir sprakk það í loft upp í um 150 kílómetra hæð, skömmu eftir flugtak. Ekki liggur fyrir hvort sjálfvirkt kerfi geimfarsins hafi sprengt það í loft upp eftir að sambandið slitnaði eða það hafi fyrst sprungið vegna einhvers galla eða mistaka. Þótt geimskip þetta hafi sprungið í loft upp, eins og það síðasta, tókst aftur að grípa Super Heavy eldflaugina, sem er á stærð við turn Hallgrímskirkju. Mechazilla has caught the Super Heavy booster! pic.twitter.com/JFeJSdnQ5x— SpaceX (@SpaceX) March 6, 2025 Starship-kerfið samanstendur af gríðarstórri eldflaug og af um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð fljótt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar. Stæða Super Heavy eldflaugarinnar og Starship er 120 metrar á hæð. Eldflaugin er búin 33 Raptor hreyflum sem brenna metan og fljótandi súrefni. Á myndbandinu hér að neðan má fyrst sjá þegar Starship brotnar upp í háloftunum og síðan nokkur myndskeið sem tekin voru á jörðu niðri af braki brenna upp. Á að flytja menn og birgðir til tunglsins Starship á að vera grunnurinn að framtíð SpaceX. Með því að þróa fullkomlega endurnýtanlega eldflaug og geimfar gæti fyrirtækið dregið enn frekar úr kostnaði við geimskot og framkvæmt þau mun oftar en samkeppnisaðilar. Nota á Starship og Super Heavy til að flytja menn og birgðir til tunglsins og jafnvel lengra út í geim með mun minni tilkostnaði en samkeppnisaðilar hafa burði til. With a test like this, success comes from what we learn, and today’s flight will help us improve Starship’s reliability. We will conduct a thorough investigation, in coordination with the FAA, and implement corrective actions to make improvements on future Starship flight tests… pic.twitter.com/3ThPm0Yzky— SpaceX (@SpaceX) March 7, 2025 Þetta var áttunda tilraunaskotið með Starship og Super Heavy en forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa gert samkomulag við SpaceX um að nota Starship til að lenda geimförum á tunglinu seinna á þessum áratug. Sjá einnig: Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Eins og síðast bar Starship einnig Starlink-gervihnattalíkön og stóð til að prófa að koma þeim á braut um jörðu með geimfarinu. SpaceX hefur flutt þúsundir slíkra gervihnatta á braut um jörðu með Falcon 9 eldflaugum fyrirtækisins en vonir eru bundnar við að hægt verði að fjölga gervihnöttunum mun meira með því að nota Starship, sem á að geta borið miklu fleiri gervihnetti. Brakið úr Starship sást frá Alþjóðlegu geimstöðinni. We saw the Starship 8 breakup in the upper atmosphere and fall back to earth from the ISS. pic.twitter.com/ZhDoGTCvS4— Don Pettit (@astro_Pettit) March 7, 2025 Bandaríkin SpaceX Geimurinn Artemis-áætlunin Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Fleiri fréttir „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sjá meira
Starship var skotið á loft frá höfuðstöðvum SpaceX í Texas. Geimskotið fór vel af stað en eftir nokkrar mínútur misstu starfsmenn fyrirtækisins samband við Starship og síðan slökknaði á einhverjum hreyflum þess. Geimskipið átti að falla til jarðar yfir Indlandshafi eftir um klukkustundar flug en eins og áður segir sprakk það í loft upp í um 150 kílómetra hæð, skömmu eftir flugtak. Ekki liggur fyrir hvort sjálfvirkt kerfi geimfarsins hafi sprengt það í loft upp eftir að sambandið slitnaði eða það hafi fyrst sprungið vegna einhvers galla eða mistaka. Þótt geimskip þetta hafi sprungið í loft upp, eins og það síðasta, tókst aftur að grípa Super Heavy eldflaugina, sem er á stærð við turn Hallgrímskirkju. Mechazilla has caught the Super Heavy booster! pic.twitter.com/JFeJSdnQ5x— SpaceX (@SpaceX) March 6, 2025 Starship-kerfið samanstendur af gríðarstórri eldflaug og af um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð fljótt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar. Stæða Super Heavy eldflaugarinnar og Starship er 120 metrar á hæð. Eldflaugin er búin 33 Raptor hreyflum sem brenna metan og fljótandi súrefni. Á myndbandinu hér að neðan má fyrst sjá þegar Starship brotnar upp í háloftunum og síðan nokkur myndskeið sem tekin voru á jörðu niðri af braki brenna upp. Á að flytja menn og birgðir til tunglsins Starship á að vera grunnurinn að framtíð SpaceX. Með því að þróa fullkomlega endurnýtanlega eldflaug og geimfar gæti fyrirtækið dregið enn frekar úr kostnaði við geimskot og framkvæmt þau mun oftar en samkeppnisaðilar. Nota á Starship og Super Heavy til að flytja menn og birgðir til tunglsins og jafnvel lengra út í geim með mun minni tilkostnaði en samkeppnisaðilar hafa burði til. With a test like this, success comes from what we learn, and today’s flight will help us improve Starship’s reliability. We will conduct a thorough investigation, in coordination with the FAA, and implement corrective actions to make improvements on future Starship flight tests… pic.twitter.com/3ThPm0Yzky— SpaceX (@SpaceX) March 7, 2025 Þetta var áttunda tilraunaskotið með Starship og Super Heavy en forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa gert samkomulag við SpaceX um að nota Starship til að lenda geimförum á tunglinu seinna á þessum áratug. Sjá einnig: Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Eins og síðast bar Starship einnig Starlink-gervihnattalíkön og stóð til að prófa að koma þeim á braut um jörðu með geimfarinu. SpaceX hefur flutt þúsundir slíkra gervihnatta á braut um jörðu með Falcon 9 eldflaugum fyrirtækisins en vonir eru bundnar við að hægt verði að fjölga gervihnöttunum mun meira með því að nota Starship, sem á að geta borið miklu fleiri gervihnetti. Brakið úr Starship sást frá Alþjóðlegu geimstöðinni. We saw the Starship 8 breakup in the upper atmosphere and fall back to earth from the ISS. pic.twitter.com/ZhDoGTCvS4— Don Pettit (@astro_Pettit) March 7, 2025
Bandaríkin SpaceX Geimurinn Artemis-áætlunin Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Fleiri fréttir „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sjá meira