Það er af mörgu að taka hvað varðar breytta stöðu í alþjóðakerfinu og hvaða áhrif þetta kann allt saman að hafa á Ísland. Til að ræða þessi mál koma góðir gestir í Pallborðið á Vísi í beinni útsendingu klukkan 14:15 í dag. Þetta eru þau Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi og áhugamaður um bandarísk stjórnmál, Sigríður Andersen, þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, Stefán Pálsson, sagnfræðingur og hernaðarandstæðingur, og Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar og formaður utanríkismálanefndar.
Gestirnir eru sammála um sumt en ósammála um annað og hafa um margt ólíka sýn á þá stöðu sem uppi er í heimsmálunum og hvernig Ísland ætti að haga málum. Því má búast við líflegum umræðum sem ekkert áhugafólk um alþjóðastjórnmál og öryggis- og varnarmál ætti að láta fram hjá sér fara.