Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Kristján Már Unnarsson skrifar 5. mars 2025 20:44 Flugvélin var við það að snerta flugbrautina þegar flugmennirnir hættu skyndilega við lendingu og gáfu hreyflunum fullt afl. Egill Aðalsteinsson Flugvél frá Play þurfti tvívegis í gær að hætta við lendingu í Keflavík á síðustu stundu í hvassri suðvestanátt og neyddust fjórar aðrar farþegaþotur til að fara í biðflug á meðan verstu hryðjurnar gengu yfir. Vandræðin hefðu ekki orðið ef þriðja flugbraut vallarins væri opin. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá flugvél Play frá Amsterdam koma á þriðja tímanum í gær til lendingar á austur/vestur braut vallarins. Hún var við það að snerta brautina þegar flugmennirnir hættu skyndilega við lendingu og gáfu allt í botn. Fá má hugmynd um bæði vindstyrk og vindátt á vindpoka sem birtist á myndskeiðinu. Flugmenn Play-vélarinnar tóku stóran aukahring áður en þeir gerðu næstu tilraun til lendingar. En það fór á sama veg. Þeir hættu aftur við og klifruðu upp en vindhviður fóru yfir fimmtíu hnúta. Snjókóngurinn Sigurður B. Magnússon er starfsmaður flugvallarþjónustu Isavia.Egill Aðalsteinsson Við vorum á flugvellinum að mynda snjókónginn svokallaða að störfum, flugvallarbíl Isavia sem mælir bremsuskilyrði og tekur út ástand flugbrauta. Bílnum stýrði Sigurður B. Magnússon. Á skjá sýndi hann okkur að vindstefnan var beint úr suðvestri. „Það er hliðarvindur á báðum brautum núna. Við erum með norður/suður braut og vestur/austur braut og það er suðvestan rok,“ sagði snjókóngurinn Sigurður. Brautirnar tvær eru báðar um 3.000 metra langar. Áður var einnig þriðja brautin, 07/25, um 2.100 metra löng, en henni var lokað í sparnaðarskyni fyrir um þrjátíu árum. Þriðja flugbraut Keflavíkurflugvallar, braut 07/25, var 2.127 metra löng. Lengsta braut Reykjavíkurflugvallar er 1.567 metra löng.grafík/hjalti freyr ragnarsson Í stífri suðvestanáttinni í gær hefði verið hægt að lenda á henni af meira öryggi beint upp í vindinn. Flugvöllurinn varð í raun ófær um tíma í gær og voru fjórar þotur í biðflugi í nágrenni hans meðan verstu hryðjurnar gengu yfir. Næst var röðin komin að þotu EasyJet að reyna lendingu. Þá var greinilega mikil ókyrrð en flugmennirnir lentu engu að síður við krefjandi aðstæður. En þá var komið að Play-vélinni að reyna í þriðja sinn, að þessu sinni á norður/suður brautinni, og má vel ímynda sér hvernig farþegunum um borð leið eftir tvö fráflug. Hvernig gekk í þriðju tilraun má sjá hér í frétt Stöðvar 2: Keflavíkurflugvöllur Play Veður Fréttir af flugi Samgöngur Flugþjóðin Tengdar fréttir Ný neyðarbraut á Keflavíkurflugvelli kostar að lágmarki 280 milljónir Þetta er mat Isavia eftir að stofnunin gerði útreikninga um opnun brautarinnar fyrir innanríkisráðherra. Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni og Félag atvinnuflugmanna hafa gagnrýnt að engin braut í þessari stefnu sé opin. 2. október 2016 20:43 Flugbraut verður opnuð í Keflavík Framkvæmdir fyrir 200-250 milljónir króna fara í flugbrautina 07/25 á Keflavíkur-flugvelli, sem verður opnuð þegar sambærilegri braut á Reykjavíkurflugvelli verður lokað. Atvinnuflugmenn ítreka að öryggismál séu í lagi. 15. desember 2006 06:30 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá flugvél Play frá Amsterdam koma á þriðja tímanum í gær til lendingar á austur/vestur braut vallarins. Hún var við það að snerta brautina þegar flugmennirnir hættu skyndilega við lendingu og gáfu allt í botn. Fá má hugmynd um bæði vindstyrk og vindátt á vindpoka sem birtist á myndskeiðinu. Flugmenn Play-vélarinnar tóku stóran aukahring áður en þeir gerðu næstu tilraun til lendingar. En það fór á sama veg. Þeir hættu aftur við og klifruðu upp en vindhviður fóru yfir fimmtíu hnúta. Snjókóngurinn Sigurður B. Magnússon er starfsmaður flugvallarþjónustu Isavia.Egill Aðalsteinsson Við vorum á flugvellinum að mynda snjókónginn svokallaða að störfum, flugvallarbíl Isavia sem mælir bremsuskilyrði og tekur út ástand flugbrauta. Bílnum stýrði Sigurður B. Magnússon. Á skjá sýndi hann okkur að vindstefnan var beint úr suðvestri. „Það er hliðarvindur á báðum brautum núna. Við erum með norður/suður braut og vestur/austur braut og það er suðvestan rok,“ sagði snjókóngurinn Sigurður. Brautirnar tvær eru báðar um 3.000 metra langar. Áður var einnig þriðja brautin, 07/25, um 2.100 metra löng, en henni var lokað í sparnaðarskyni fyrir um þrjátíu árum. Þriðja flugbraut Keflavíkurflugvallar, braut 07/25, var 2.127 metra löng. Lengsta braut Reykjavíkurflugvallar er 1.567 metra löng.grafík/hjalti freyr ragnarsson Í stífri suðvestanáttinni í gær hefði verið hægt að lenda á henni af meira öryggi beint upp í vindinn. Flugvöllurinn varð í raun ófær um tíma í gær og voru fjórar þotur í biðflugi í nágrenni hans meðan verstu hryðjurnar gengu yfir. Næst var röðin komin að þotu EasyJet að reyna lendingu. Þá var greinilega mikil ókyrrð en flugmennirnir lentu engu að síður við krefjandi aðstæður. En þá var komið að Play-vélinni að reyna í þriðja sinn, að þessu sinni á norður/suður brautinni, og má vel ímynda sér hvernig farþegunum um borð leið eftir tvö fráflug. Hvernig gekk í þriðju tilraun má sjá hér í frétt Stöðvar 2:
Keflavíkurflugvöllur Play Veður Fréttir af flugi Samgöngur Flugþjóðin Tengdar fréttir Ný neyðarbraut á Keflavíkurflugvelli kostar að lágmarki 280 milljónir Þetta er mat Isavia eftir að stofnunin gerði útreikninga um opnun brautarinnar fyrir innanríkisráðherra. Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni og Félag atvinnuflugmanna hafa gagnrýnt að engin braut í þessari stefnu sé opin. 2. október 2016 20:43 Flugbraut verður opnuð í Keflavík Framkvæmdir fyrir 200-250 milljónir króna fara í flugbrautina 07/25 á Keflavíkur-flugvelli, sem verður opnuð þegar sambærilegri braut á Reykjavíkurflugvelli verður lokað. Atvinnuflugmenn ítreka að öryggismál séu í lagi. 15. desember 2006 06:30 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Ný neyðarbraut á Keflavíkurflugvelli kostar að lágmarki 280 milljónir Þetta er mat Isavia eftir að stofnunin gerði útreikninga um opnun brautarinnar fyrir innanríkisráðherra. Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni og Félag atvinnuflugmanna hafa gagnrýnt að engin braut í þessari stefnu sé opin. 2. október 2016 20:43
Flugbraut verður opnuð í Keflavík Framkvæmdir fyrir 200-250 milljónir króna fara í flugbrautina 07/25 á Keflavíkur-flugvelli, sem verður opnuð þegar sambærilegri braut á Reykjavíkurflugvelli verður lokað. Atvinnuflugmenn ítreka að öryggismál séu í lagi. 15. desember 2006 06:30