Ný neyðarbraut á Keflavíkurflugvelli kostar að lágmarki 280 milljónir Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. október 2016 20:43 Það kostar að lágmarki 280 milljónir að opna nýja neyðarbraut á Keflavíkurflugvelli. Þetta er mat Isavia eftir að stofnunin gerði útreikninga um opnun brautarinnar fyrir innanríkisráðherra. Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni og Félag atvinnuflugmanna hafa gagnrýnt að engin braut í þessari stefnu sé opin. Í kjölfar dóms Hæstaréttar um lokun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli óskaði Ólöf Nordal innanríkisráðherra við Isavia að tekinn yrði saman kostnaður við að opna neyðarbraut í Keflavík. Sú flugbraut ber einkennið 07/25 og hefur staðið ónotuð í rúm 20 ár. Varnaliðið sem þá var með aðsetur á Keflavíkurflugvelli tók ákvörðun um að loka brautinni meðal annars vegna þess hversu lítið hún var notuð en innan við 1% að flugtökum og lendingum voru á brautinni á þeim tíma. Ástand brautarinnar í dag er þannig að leggja þarf í þó nokkurn kostnað til að koma henni í gagnið aftur en brautin hefur sömu stefnu og neyðarbrautin á Reykjavíkurflugvelli sem lokað var í sumar. Tillögurnar sem Isavia skilaði af sér eru: Að flugbrautin yrði lengd til suðvesturs og með 5 sentimetra malbiksyfirlögn ásamt nýjum brautarljósum. Áætlaður kostnaður yrði 1390 milljónir. Að sett yrði 5 sentimetra malbiksyfirlögn á núverandi braut með nýjum brautarljósum. Áætlaður kostnaður 1010 milljónir. Þriðji kosturinn yrði að yfirlögn með svokölluðu flotbiki yrði sett á brautina auk nýrra brautarljósa. En sú framkvæmd er metin á um 280 milljónir. Með þriðja valmöguleikanum er einungis gert ráð fyrir notkun léttari flugvéla. Í grein í Morgunblaðinu í gær segir innanríkisráðherra að fara þurfi strax í þessar aðgerðir svo hægt verði að lenda flugvélum á þessari braut í neyðartilfellum. Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni og Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafa gagnrýnt að neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli hafi verið lokað áður en að neyðarbrautin í Keflavík yrði opnuð og fóru fram á það að samningar um nýju neyðarbrautina skildu standa, það er að flugbraut 07/25 í Keflavík yrði opnuð án tafar og að neyðarbrautin á Reykjavíkurflugvelli yrði haldið opinni á meðan væri verið að koma þeirri nýju í gagnið. Það var ekki gert. Ekki er gert ráð fyrir þessum framkvæmdum í samgönguáætlun næstu fjögurra ára sem bíður enn samþykktar á Alþingi og sömuleiðis er ekki gert ráð fyrir framkvæmdunum í fjáraukalögum sem einnig á eftir að samþykkja. Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Það kostar að lágmarki 280 milljónir að opna nýja neyðarbraut á Keflavíkurflugvelli. Þetta er mat Isavia eftir að stofnunin gerði útreikninga um opnun brautarinnar fyrir innanríkisráðherra. Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni og Félag atvinnuflugmanna hafa gagnrýnt að engin braut í þessari stefnu sé opin. Í kjölfar dóms Hæstaréttar um lokun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli óskaði Ólöf Nordal innanríkisráðherra við Isavia að tekinn yrði saman kostnaður við að opna neyðarbraut í Keflavík. Sú flugbraut ber einkennið 07/25 og hefur staðið ónotuð í rúm 20 ár. Varnaliðið sem þá var með aðsetur á Keflavíkurflugvelli tók ákvörðun um að loka brautinni meðal annars vegna þess hversu lítið hún var notuð en innan við 1% að flugtökum og lendingum voru á brautinni á þeim tíma. Ástand brautarinnar í dag er þannig að leggja þarf í þó nokkurn kostnað til að koma henni í gagnið aftur en brautin hefur sömu stefnu og neyðarbrautin á Reykjavíkurflugvelli sem lokað var í sumar. Tillögurnar sem Isavia skilaði af sér eru: Að flugbrautin yrði lengd til suðvesturs og með 5 sentimetra malbiksyfirlögn ásamt nýjum brautarljósum. Áætlaður kostnaður yrði 1390 milljónir. Að sett yrði 5 sentimetra malbiksyfirlögn á núverandi braut með nýjum brautarljósum. Áætlaður kostnaður 1010 milljónir. Þriðji kosturinn yrði að yfirlögn með svokölluðu flotbiki yrði sett á brautina auk nýrra brautarljósa. En sú framkvæmd er metin á um 280 milljónir. Með þriðja valmöguleikanum er einungis gert ráð fyrir notkun léttari flugvéla. Í grein í Morgunblaðinu í gær segir innanríkisráðherra að fara þurfi strax í þessar aðgerðir svo hægt verði að lenda flugvélum á þessari braut í neyðartilfellum. Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni og Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafa gagnrýnt að neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli hafi verið lokað áður en að neyðarbrautin í Keflavík yrði opnuð og fóru fram á það að samningar um nýju neyðarbrautina skildu standa, það er að flugbraut 07/25 í Keflavík yrði opnuð án tafar og að neyðarbrautin á Reykjavíkurflugvelli yrði haldið opinni á meðan væri verið að koma þeirri nýju í gagnið. Það var ekki gert. Ekki er gert ráð fyrir þessum framkvæmdum í samgönguáætlun næstu fjögurra ára sem bíður enn samþykktar á Alþingi og sömuleiðis er ekki gert ráð fyrir framkvæmdunum í fjáraukalögum sem einnig á eftir að samþykkja.
Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira