Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2025 10:30 Viðar Halldórsson, formaður FH, og Valdimar Víðisson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, voru glaðbeittir við undirritun samninga í Skessunni í gær. Hafnarfjarðarbær Hafnarfjarðarbær hefur fest kaup á Skessunni, fótboltahöll FH-inga, og nemur kaupverðið samtals 1.190 milljónum króna. Bærinn greiðir fyrir Skessuna með yfirtöku áhvílandi skulda að fjárhæð 695 milljónir króna og fyrirframgreiddu fjárframlagi að upphæð rúmlega 333 milljónir króna. Þá fær FH tæplega 141,7 milljónir við afsal og 20 milljónir króna greiðast þegar gefin hafa verið út vottorð vegna öryggis- og lokaúttektar mannvirkisins. Mikið hefur verið rætt um Skessuna, aðferðir og kostnað við byggingu hennar. Ekki síst í lok síðasta árs eftir að fjölmiðlar fjölluðu um úttekt sem Hafnarfjarðarbær fékk ráðgjafarfyrirtækið Deloitte til að gera. Sú úttekt sýndi meðal annars að um fjörutíu prósent af byggingarkostnaði við knatthúss íþróttafélagsins FH fór í greiðslur til formanns félagsins, Viðars Halldórssonar, og fyrirtækja sem bróðir hans, Jón Rúnar, er í forsvari fyrir. Aðalstjórn FH sendi í kjölfarið frá sér tilkynningu og sagði aðkomu bræðranna eðlilega, og var á það bent að ekkert knatthús í fullri stærð hefði verið byggt á jafn hagkvæman hátt og Skessan. Um þrekvirki hefði verið að ræða við erfiðar efnahagsaðstæður. Jón Rúnar svaraði einnig fyrir sig með yfirlýsingu og sagði fjölmiðla ranglega hafa sakað hann um að maka krókinn með viðskiptum fyrirtækis hans við FH. Mikil ánægja virtist ríkja í gær þegar skrifað var undir samninga um kaup Hafnarfjarðarbæjar. „Við horfum til framtíðar með FH og fögnum því að nú eiga Hafnfirðingar Skessuna rétt eins og önnur íþróttamannvirki í bænum,“ segir Valdimar Víðisson sem tók við sem bæjarstjóri Hafnarfjarðar um áramótin. „Skessan var byggð með hagkvæmum hætti á sínum tíma og er gott mannvirki sem reynst hefur iðkendum og félaginu vel. Ytri aðstæður hafa hins vegar haft mikil áhrif á framkvæmdir og rekstur og því var nauðsynlegt að stíga þetta skref í samvinnu við félagið og með hag iðkenda að leiðarljósi líkt og við höfum ávallt í forgrunni í okkar ákvarðanatöku,“ segir Valdimar einnig, á vef Hafnarfjarðarbæjar og bætir við: „Við göngum sannfærð og sátt til samninga. Samstarfið við FH hefur ætíð verið farsælt og við einhuga um að halda áfram að byggja upp faglegt og gott starf og góða aðstöðu í Kaplakrika. Við höfum einnig tryggt að þetta forna félag standi styrkari fótum fjárhagslega og geti einbeitt sér að því sem það gerir best; efla öflugt íþróttasamfélag og þjálfa og styrkja börnin okkar til framtíðar. Bærinn sér um viðhald og umgjörð mannvirkisins sem verður sem önnur í eigu bæjarbúa.“ FH Hafnarfjörður Úttekt á byggingu Skessunnar í Hafnarfirði Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Bærinn greiðir fyrir Skessuna með yfirtöku áhvílandi skulda að fjárhæð 695 milljónir króna og fyrirframgreiddu fjárframlagi að upphæð rúmlega 333 milljónir króna. Þá fær FH tæplega 141,7 milljónir við afsal og 20 milljónir króna greiðast þegar gefin hafa verið út vottorð vegna öryggis- og lokaúttektar mannvirkisins. Mikið hefur verið rætt um Skessuna, aðferðir og kostnað við byggingu hennar. Ekki síst í lok síðasta árs eftir að fjölmiðlar fjölluðu um úttekt sem Hafnarfjarðarbær fékk ráðgjafarfyrirtækið Deloitte til að gera. Sú úttekt sýndi meðal annars að um fjörutíu prósent af byggingarkostnaði við knatthúss íþróttafélagsins FH fór í greiðslur til formanns félagsins, Viðars Halldórssonar, og fyrirtækja sem bróðir hans, Jón Rúnar, er í forsvari fyrir. Aðalstjórn FH sendi í kjölfarið frá sér tilkynningu og sagði aðkomu bræðranna eðlilega, og var á það bent að ekkert knatthús í fullri stærð hefði verið byggt á jafn hagkvæman hátt og Skessan. Um þrekvirki hefði verið að ræða við erfiðar efnahagsaðstæður. Jón Rúnar svaraði einnig fyrir sig með yfirlýsingu og sagði fjölmiðla ranglega hafa sakað hann um að maka krókinn með viðskiptum fyrirtækis hans við FH. Mikil ánægja virtist ríkja í gær þegar skrifað var undir samninga um kaup Hafnarfjarðarbæjar. „Við horfum til framtíðar með FH og fögnum því að nú eiga Hafnfirðingar Skessuna rétt eins og önnur íþróttamannvirki í bænum,“ segir Valdimar Víðisson sem tók við sem bæjarstjóri Hafnarfjarðar um áramótin. „Skessan var byggð með hagkvæmum hætti á sínum tíma og er gott mannvirki sem reynst hefur iðkendum og félaginu vel. Ytri aðstæður hafa hins vegar haft mikil áhrif á framkvæmdir og rekstur og því var nauðsynlegt að stíga þetta skref í samvinnu við félagið og með hag iðkenda að leiðarljósi líkt og við höfum ávallt í forgrunni í okkar ákvarðanatöku,“ segir Valdimar einnig, á vef Hafnarfjarðarbæjar og bætir við: „Við göngum sannfærð og sátt til samninga. Samstarfið við FH hefur ætíð verið farsælt og við einhuga um að halda áfram að byggja upp faglegt og gott starf og góða aðstöðu í Kaplakrika. Við höfum einnig tryggt að þetta forna félag standi styrkari fótum fjárhagslega og geti einbeitt sér að því sem það gerir best; efla öflugt íþróttasamfélag og þjálfa og styrkja börnin okkar til framtíðar. Bærinn sér um viðhald og umgjörð mannvirkisins sem verður sem önnur í eigu bæjarbúa.“
FH Hafnarfjörður Úttekt á byggingu Skessunnar í Hafnarfirði Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira