Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. mars 2025 15:05 Hátíðin byrjar alltaf á hópreið út á Mývatni þar sem þátttakan er alltaf góð. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það mun allt iða af lífi og fjöri í Þingeyjarsveit um helgina og næstu daga því þar stendur nú yfir Vetrarhátíð við Mývatn með um fimmtíu viðburðum víðs vegar um sveitarfélagið. Dorgað verður meðal annars á Mývatni og hægt verður að fara í sleðahundaferðir svo eitthvað sé nefnt. Vetrarhátíð við Mývatn er einstakur viðburður á landsvísu þar sem fjölbreyttar hefðbundnar og óhefðbundnar vetraríþróttir eru stundaðar úti í náttúrunni. Hátíðin hófst formlega í gær, 28. febrúar og stendur til sunnudagsins 9. mars. Úlla Árdal er framkvæmdastjóri Mývatnsstofu og veit allt um vetrarhátíðina. „Þetta er hátíð þar sem allir koma saman og hafa gaman. Þetta er sem sagt útihátíð þar, sem er verið að keppa, við segjum svona furðulegar öðruvísi íþróttir kannski, vetraríþróttir og það eru bara viðburður um alla Þingeyjarsveit og verður nóg að gera,“ segir Úlla og bætir við. „Svo koma bara allir saman og búa til magnaða hátíð og það eru hátt í 50 viðburðir á dagskrá og þetta eru bara já, Þingeyjarsveit er náttúrulega landmesta sveitarfélag landsins þannig að þetta dreifist bara um allt sveitarfélagið.“ Úlla hvetur unga, sem aldna til að taka þátt í hátíðinni og njóta þeirrar dagskrár, sem boðið er upp á fram til sunnudagsins 9. mars.Aðsend Úlla segir að veðurguðirnir séu eitthvað að stríða skipuleggjendum því það vanti meiri snjó og kulda á svæðið en það slái þó skipuleggjendur ekki út af laginu þó aflýsa þurfi eitthvað af viðburðum. En hversu mikilvægt er fyrir samfélagið að vera með svona hátíð ? „Bara mjög mikilvægt. Fá fólk á svæðið en þetta er kannski rólegasti tíminn í ferðamennsku, sem spilar stórt hlutverk á þessu svæði þannig að við fáum fullt af fólki inn á svæðið og svo er þetta líka bara fyrir heimafólk, þetta er bara gaman fyrir okkur,“ segir Úlla. Vetrarhátíðarfáninn, sem blaktir víða þessa dagana.Aðsend Er einhver svona einn hápunktur hátíðarinnar sem þú getur nefnt? „Mér finnst persónulega dorgið alltaf skemmtilegast en þá getur þú komið og dorgað á Mývatni með veiðifélaginu en það verður um næstu helgi, sunnudeginum held ég,“ segir Úlla Árdal. Hér má sjá dagskrá hátíðarinnar Úlla Árdal og börnin hennar, Snjólaug og Helga á dorginu á MývatniAðsend Þingeyjarsveit Ferðaþjónusta Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Fleiri fréttir Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Sjá meira
Vetrarhátíð við Mývatn er einstakur viðburður á landsvísu þar sem fjölbreyttar hefðbundnar og óhefðbundnar vetraríþróttir eru stundaðar úti í náttúrunni. Hátíðin hófst formlega í gær, 28. febrúar og stendur til sunnudagsins 9. mars. Úlla Árdal er framkvæmdastjóri Mývatnsstofu og veit allt um vetrarhátíðina. „Þetta er hátíð þar sem allir koma saman og hafa gaman. Þetta er sem sagt útihátíð þar, sem er verið að keppa, við segjum svona furðulegar öðruvísi íþróttir kannski, vetraríþróttir og það eru bara viðburður um alla Þingeyjarsveit og verður nóg að gera,“ segir Úlla og bætir við. „Svo koma bara allir saman og búa til magnaða hátíð og það eru hátt í 50 viðburðir á dagskrá og þetta eru bara já, Þingeyjarsveit er náttúrulega landmesta sveitarfélag landsins þannig að þetta dreifist bara um allt sveitarfélagið.“ Úlla hvetur unga, sem aldna til að taka þátt í hátíðinni og njóta þeirrar dagskrár, sem boðið er upp á fram til sunnudagsins 9. mars.Aðsend Úlla segir að veðurguðirnir séu eitthvað að stríða skipuleggjendum því það vanti meiri snjó og kulda á svæðið en það slái þó skipuleggjendur ekki út af laginu þó aflýsa þurfi eitthvað af viðburðum. En hversu mikilvægt er fyrir samfélagið að vera með svona hátíð ? „Bara mjög mikilvægt. Fá fólk á svæðið en þetta er kannski rólegasti tíminn í ferðamennsku, sem spilar stórt hlutverk á þessu svæði þannig að við fáum fullt af fólki inn á svæðið og svo er þetta líka bara fyrir heimafólk, þetta er bara gaman fyrir okkur,“ segir Úlla. Vetrarhátíðarfáninn, sem blaktir víða þessa dagana.Aðsend Er einhver svona einn hápunktur hátíðarinnar sem þú getur nefnt? „Mér finnst persónulega dorgið alltaf skemmtilegast en þá getur þú komið og dorgað á Mývatni með veiðifélaginu en það verður um næstu helgi, sunnudeginum held ég,“ segir Úlla Árdal. Hér má sjá dagskrá hátíðarinnar Úlla Árdal og börnin hennar, Snjólaug og Helga á dorginu á MývatniAðsend
Þingeyjarsveit Ferðaþjónusta Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Fleiri fréttir Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Sjá meira