Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Jón Þór Stefánsson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 28. febrúar 2025 11:46 Myndin er úr safni. Getty Einn Íslendingur var handtekinn í aðgerðum Europol vegna rannsóknar á hópi manna sem er sagður hafa átt þátt í dreifingu á barnaníðsefni sem var búið til af gervigreind. Þessi aðgerð Europol, sem er kölluð Cumberland-aðgerðin, náðu til nítján landa um allan heim og leiddu til að 25 voru handteknir, meðal annars á Íslandi. Handtökurnar áttu sér flestar stað í fyrradag, 26 febrúar. Þá er búist við því að fleiri verði handteknir á næstu dögum. „Við fórum í húsleit og handtöku og svo í skýrslutöku, og tókum muni af vettvangi,“ segir Bylgja Hrönn Baldursdóttir, hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar, í samtali við fréttastofu. Hún segir að lagt hafi verið hald á tölvur og tölvutengda muni. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Er þetta fyrsta verkefnið af þessu tagi sem kemur inn á ykkar borð? „Ég get ekki sagt að þetta sé fyrsta málið. Við höfum séð í myndskoðun efni sem er gert með gervigreind. En þetta er fyrsta af þessari stærðargráðu. En við höfum rekist á svona myndefni áður, nýlega.“ Er þetta raunverulegt efni? „Þetta er gríðarlega raunverulegt. það getur verið erfitt að meta hvort þetta er alvöru eður ei,“ segir Bylgja. Það er mat lögreglunnar að íslenska löggjöfin nái utan um gervigreindarmyndað barnaníðsefni. Grunaður höfuðpaur danskur Í tilkynningu frá Europol segir að búið sé að bera kennsl á 273 sakborninga. Þá hafi 33 húsleitir farið fram og 173 munir haldlagðir. Grunaður höfuðpaur er Dani, en fram kemur að danska lögreglan sé búin að vera leiðandi í málinu. Daninn er sagður hafa haldið úti vettvangi á netinu þar sem hann deildi gervigreindarefninu sem hann sjálfur framleiddi. Aðrir sakborningar hafi greitt málamyndagreiðslu og fengið lykilorð að vettvanginum þar sem þeir gátu séð börn búin til af gervigreind vera misnotuð. Málið er sagt hafa verið afskaplega flókið í rannsókn. Það mun hafa verið vegna þess að regluverk varðandi gervigreindarmyndað barnaníðsefni sé ábótavant. Lögregluyfirvöld í Ástralíu, Austurríki, Belgíu, Bosníu og Herzegóviníu, Tékklandi, Danmörku, Finlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ungverjalandi, Hollandi, Nýja Sjálandi, Noregi, Póllandi, Spáni, Svíþjóð, Sviss og Bretlandi, tóku þátt ásamt Íslandi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins, en hún er svohljóðandi: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og embætti ríkislögreglustjóra tóku þátt í alþjóðlegri lögregluaðgerð á dögunum, en hún snéri að barnaníðsefni sem var búið til með gervigreind. Aðgerðin gekk undir nafninu Cumberland, en hana leiddu dönsk lögregluyfirvöld. Meintur höfuðpaur í málinu er danskur ríkisborgari, sem var handtekinn í lok síðasta árs. Hann er sagður hafa búið til barnaníðsefni og notað til þess gervigreind og síðan selt aðgang að efninu á netinu. Tuttugu og fimm voru handteknir í aðgerðunum, langflestir í fyrradag. Einn þeirra var handtekinn hér á landi og framkvæmd var húsleit í híbýlum hans. Þar var lagt hald á búnað sem er nú til rannsóknar hjá lögreglu. Um var að ræða samræmdar aðgerðir með fulltingi Europol í sautján Evrópulöndum, auk Ástralíu og Nýja-Sjálands. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Gervigreind Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira
Þessi aðgerð Europol, sem er kölluð Cumberland-aðgerðin, náðu til nítján landa um allan heim og leiddu til að 25 voru handteknir, meðal annars á Íslandi. Handtökurnar áttu sér flestar stað í fyrradag, 26 febrúar. Þá er búist við því að fleiri verði handteknir á næstu dögum. „Við fórum í húsleit og handtöku og svo í skýrslutöku, og tókum muni af vettvangi,“ segir Bylgja Hrönn Baldursdóttir, hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar, í samtali við fréttastofu. Hún segir að lagt hafi verið hald á tölvur og tölvutengda muni. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Er þetta fyrsta verkefnið af þessu tagi sem kemur inn á ykkar borð? „Ég get ekki sagt að þetta sé fyrsta málið. Við höfum séð í myndskoðun efni sem er gert með gervigreind. En þetta er fyrsta af þessari stærðargráðu. En við höfum rekist á svona myndefni áður, nýlega.“ Er þetta raunverulegt efni? „Þetta er gríðarlega raunverulegt. það getur verið erfitt að meta hvort þetta er alvöru eður ei,“ segir Bylgja. Það er mat lögreglunnar að íslenska löggjöfin nái utan um gervigreindarmyndað barnaníðsefni. Grunaður höfuðpaur danskur Í tilkynningu frá Europol segir að búið sé að bera kennsl á 273 sakborninga. Þá hafi 33 húsleitir farið fram og 173 munir haldlagðir. Grunaður höfuðpaur er Dani, en fram kemur að danska lögreglan sé búin að vera leiðandi í málinu. Daninn er sagður hafa haldið úti vettvangi á netinu þar sem hann deildi gervigreindarefninu sem hann sjálfur framleiddi. Aðrir sakborningar hafi greitt málamyndagreiðslu og fengið lykilorð að vettvanginum þar sem þeir gátu séð börn búin til af gervigreind vera misnotuð. Málið er sagt hafa verið afskaplega flókið í rannsókn. Það mun hafa verið vegna þess að regluverk varðandi gervigreindarmyndað barnaníðsefni sé ábótavant. Lögregluyfirvöld í Ástralíu, Austurríki, Belgíu, Bosníu og Herzegóviníu, Tékklandi, Danmörku, Finlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ungverjalandi, Hollandi, Nýja Sjálandi, Noregi, Póllandi, Spáni, Svíþjóð, Sviss og Bretlandi, tóku þátt ásamt Íslandi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins, en hún er svohljóðandi: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og embætti ríkislögreglustjóra tóku þátt í alþjóðlegri lögregluaðgerð á dögunum, en hún snéri að barnaníðsefni sem var búið til með gervigreind. Aðgerðin gekk undir nafninu Cumberland, en hana leiddu dönsk lögregluyfirvöld. Meintur höfuðpaur í málinu er danskur ríkisborgari, sem var handtekinn í lok síðasta árs. Hann er sagður hafa búið til barnaníðsefni og notað til þess gervigreind og síðan selt aðgang að efninu á netinu. Tuttugu og fimm voru handteknir í aðgerðunum, langflestir í fyrradag. Einn þeirra var handtekinn hér á landi og framkvæmd var húsleit í híbýlum hans. Þar var lagt hald á búnað sem er nú til rannsóknar hjá lögreglu. Um var að ræða samræmdar aðgerðir með fulltingi Europol í sautján Evrópulöndum, auk Ástralíu og Nýja-Sjálands. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og embætti ríkislögreglustjóra tóku þátt í alþjóðlegri lögregluaðgerð á dögunum, en hún snéri að barnaníðsefni sem var búið til með gervigreind. Aðgerðin gekk undir nafninu Cumberland, en hana leiddu dönsk lögregluyfirvöld. Meintur höfuðpaur í málinu er danskur ríkisborgari, sem var handtekinn í lok síðasta árs. Hann er sagður hafa búið til barnaníðsefni og notað til þess gervigreind og síðan selt aðgang að efninu á netinu. Tuttugu og fimm voru handteknir í aðgerðunum, langflestir í fyrradag. Einn þeirra var handtekinn hér á landi og framkvæmd var húsleit í híbýlum hans. Þar var lagt hald á búnað sem er nú til rannsóknar hjá lögreglu. Um var að ræða samræmdar aðgerðir með fulltingi Europol í sautján Evrópulöndum, auk Ástralíu og Nýja-Sjálands.
Lögreglumál Gervigreind Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira