Séra Vigfús Þór Árnason látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. febrúar 2025 08:32 Séra Vigfús Þór Árnason er látinn, 78 ára að aldri. Grafarvogskirkja Séra Vigfús Þór Árnason, fyrrverandi sóknarprestur á Siglufirði og í Grafarvogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þann 27. febrúar, 78 ára að aldri. Greint er frá andláti hans í Morgunblaðinu dagsins í dag. Vigfús Þór fæddist í Reykjavík 6. apríl árið 1946 og ólst upp í Hlíðunum og síðan í Vogunum. Hann starfaði mikið að æskulýðsmálum sem ungur maður og var valinn fyrsti formaður Æskulýðsfélags Langholtskirkju. Þar var haldin fyrsta „poppmessan“ sem hafði heilmikil áhrif á æskulýðsstarf kirkjunnar hér á landi. Hann fór sem skiptinemi til Bandaríkjanna á vegum þjóðkirkjunnar eftir starf sitt í Langholtskirkju. Hann dvaldi í Chicago og kynntist þar starfi bandarísku kirkjunnar. Vigfús lauk kennaraprófi frá Kennaraskólanum árið 1969 og stúdentsprófi 1970. Fimm árum síðar lauk hann embættisprófi í guðfræði frá HÍ og árin 1975-1976 stundaði hann framhaldsnám í félagslegri siðfræði og trúfræði við Ludwigs Maximilliam-háskólann í München. Hann stundaði svo framhaldsnám í trúfræði, prédikunarfræði, sálusorgun og fjölmiðlafræði við Pacific School of Religion við Berkley-háskóla í Kaliforníu árin 1988-1989. Sóknarprestur í Grafarvogi í 27 ár Vigfús Þór var vígður sóknarprestur við Siglufjarðarprestakall 1976 og þjónaði þar um árabil. Hann var kjörinn fyrsti sóknarprestur í Grafarvogsprestakalli árið 1989 og þjónaði þar uns hann lét af störfum sökum aldurs árið 2016. Vigfús Þór gegndi fjölda trúnaðar- og félagsstörfa í gegnum tíðina. Hann sat í bæjarstjórn Siglufjarðar, var formaður Prestafélags Íslands, Lionsklúbbs Siglufjarðar og Lionsklúbbsins Fjörgynjar í Grafarvogi. Þá var hann gerður að Melwin Jones-félaga, sem er æðsta viðurkenning Lionshreyfingarinnar. Vigfús var einnig virkur þátttakandi í starfi Frímúrarareglunnar og tengdist Knattspyrnufélaginu Val sterkum böndum. Eftirlifandi eiginkona Vigfúsar Þórs er Elín Pálsdóttir. Börn þeira eru Árni Þór, kvæntur Mariko Margréti Ragnarsdóttur, Björg, gift Reimari Snæfells Péturssyni, og Þórunn Hulda gift Finni Bjarnasyni. Barnabörn Vigfúsar Þórs og Elínar eru átta. Ævisaga Vigfúsar Vilji er allt sem þarf kom út árið 2016 í útgáfu Bókaútgáfunnar Hóla. Ragnar Ingi Aðalsteinsson ritaði söguna og rekur hún ævi Vigfúsar gegnumæsku og uppvöxt til safnaðar- og félagsstarfa. Andlát Þjóðkirkjan Reykjavík Fjallabyggð Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira
Greint er frá andláti hans í Morgunblaðinu dagsins í dag. Vigfús Þór fæddist í Reykjavík 6. apríl árið 1946 og ólst upp í Hlíðunum og síðan í Vogunum. Hann starfaði mikið að æskulýðsmálum sem ungur maður og var valinn fyrsti formaður Æskulýðsfélags Langholtskirkju. Þar var haldin fyrsta „poppmessan“ sem hafði heilmikil áhrif á æskulýðsstarf kirkjunnar hér á landi. Hann fór sem skiptinemi til Bandaríkjanna á vegum þjóðkirkjunnar eftir starf sitt í Langholtskirkju. Hann dvaldi í Chicago og kynntist þar starfi bandarísku kirkjunnar. Vigfús lauk kennaraprófi frá Kennaraskólanum árið 1969 og stúdentsprófi 1970. Fimm árum síðar lauk hann embættisprófi í guðfræði frá HÍ og árin 1975-1976 stundaði hann framhaldsnám í félagslegri siðfræði og trúfræði við Ludwigs Maximilliam-háskólann í München. Hann stundaði svo framhaldsnám í trúfræði, prédikunarfræði, sálusorgun og fjölmiðlafræði við Pacific School of Religion við Berkley-háskóla í Kaliforníu árin 1988-1989. Sóknarprestur í Grafarvogi í 27 ár Vigfús Þór var vígður sóknarprestur við Siglufjarðarprestakall 1976 og þjónaði þar um árabil. Hann var kjörinn fyrsti sóknarprestur í Grafarvogsprestakalli árið 1989 og þjónaði þar uns hann lét af störfum sökum aldurs árið 2016. Vigfús Þór gegndi fjölda trúnaðar- og félagsstörfa í gegnum tíðina. Hann sat í bæjarstjórn Siglufjarðar, var formaður Prestafélags Íslands, Lionsklúbbs Siglufjarðar og Lionsklúbbsins Fjörgynjar í Grafarvogi. Þá var hann gerður að Melwin Jones-félaga, sem er æðsta viðurkenning Lionshreyfingarinnar. Vigfús var einnig virkur þátttakandi í starfi Frímúrarareglunnar og tengdist Knattspyrnufélaginu Val sterkum böndum. Eftirlifandi eiginkona Vigfúsar Þórs er Elín Pálsdóttir. Börn þeira eru Árni Þór, kvæntur Mariko Margréti Ragnarsdóttur, Björg, gift Reimari Snæfells Péturssyni, og Þórunn Hulda gift Finni Bjarnasyni. Barnabörn Vigfúsar Þórs og Elínar eru átta. Ævisaga Vigfúsar Vilji er allt sem þarf kom út árið 2016 í útgáfu Bókaútgáfunnar Hóla. Ragnar Ingi Aðalsteinsson ritaði söguna og rekur hún ævi Vigfúsar gegnumæsku og uppvöxt til safnaðar- og félagsstarfa.
Andlát Þjóðkirkjan Reykjavík Fjallabyggð Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira