Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. febrúar 2025 21:00 Ásthildur Lóa Þórsdóttir barna- og menntamálaráðherra ætlar að banna snjallsíma í grunnskólum frá og með næsta hausti. Vísir/Vilhelm Barna- og menntamálaráðherra ætlar að banna snjallsíma í grunnskólum landsins frá og með næsta hausti og undirbýr frumvarp þess efnis. Ráðherrann segir mikilvægt að grípa inn í og verja börn gegn ágangi samfélagsmiðla. Dönsk stjórnvöld tilkynntu í vikunni að til standi að banna snjallsíma og önnur snjalltæki í eigu nemenda í skólum og frístundaheimilum þar í landi. Með lagabreytingu á að tryggja að Danir verði í hópi þeirra þjóða sem hvað lengst hafa gengið til að halda snjalltækjunum fyrir utan skólana. Ásthildur Lóa Þórsdóttir barna- og menntamálaráðherra segir unnið að svipuðu snjallsímabanni í skólum hér á landi. „Það stendur náttúrulega í stjórnarsáttmálanum að það eigi að banna síma í skólum og ég er þegar byrjuð að vinna að því innan ráðuneytisins. Ég var að vonast til að við gætum lagt fram lagabreytingu um þetta núna á þessu þingi. Það er óvíst að það takist alla leið en kannski þannig að það gefi mér heimild til reglugerðarbreytingar en ég myndi gjarnan vilja koma þessu á fyrir næsta skólaár.“ Hún segir ríkisstjórnina samstíga í málinu. „Það er einhugur um þetta í ríkisstjórninni. Ég get líka sagt það að ég nefndi þetta fyrir allsherjar- og menntamálanefnd um daginn og það var algjör einhugur þar líka um að þetta væri eitthvað sem væri nauðsynlegt að gera.“ Vel hafi gefist að draga úr snjallsímanotkun þar sem það hafi verið reynt. Mikilvægt sé að grípa inn í því margt geti afvegaleitt börn, ekki síst óheft aðgengi að samfélagsmiðlum í símunum. „Við þurfum að verja börnin okkar gegn þessum ágangi samfélagsmiðla. Það er fólk úti í heimi sem er, hvað á ég að segja, sérmenntað í að halda athygli barna og kann að gera þetta og ætlum við bara að láta þetta allt saman bara í hendurnar á þessu fólki. Ég er ekki sammála því. Ég tel að við verðum að grípa inn í til dæmis bara fyrir félagsþroska barna, þó ekki væri annað, en það eru margir þættir sem koma þarna inn.“ Börn og uppeldi Grunnskólar Alþingi Símanotkun barna Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
Dönsk stjórnvöld tilkynntu í vikunni að til standi að banna snjallsíma og önnur snjalltæki í eigu nemenda í skólum og frístundaheimilum þar í landi. Með lagabreytingu á að tryggja að Danir verði í hópi þeirra þjóða sem hvað lengst hafa gengið til að halda snjalltækjunum fyrir utan skólana. Ásthildur Lóa Þórsdóttir barna- og menntamálaráðherra segir unnið að svipuðu snjallsímabanni í skólum hér á landi. „Það stendur náttúrulega í stjórnarsáttmálanum að það eigi að banna síma í skólum og ég er þegar byrjuð að vinna að því innan ráðuneytisins. Ég var að vonast til að við gætum lagt fram lagabreytingu um þetta núna á þessu þingi. Það er óvíst að það takist alla leið en kannski þannig að það gefi mér heimild til reglugerðarbreytingar en ég myndi gjarnan vilja koma þessu á fyrir næsta skólaár.“ Hún segir ríkisstjórnina samstíga í málinu. „Það er einhugur um þetta í ríkisstjórninni. Ég get líka sagt það að ég nefndi þetta fyrir allsherjar- og menntamálanefnd um daginn og það var algjör einhugur þar líka um að þetta væri eitthvað sem væri nauðsynlegt að gera.“ Vel hafi gefist að draga úr snjallsímanotkun þar sem það hafi verið reynt. Mikilvægt sé að grípa inn í því margt geti afvegaleitt börn, ekki síst óheft aðgengi að samfélagsmiðlum í símunum. „Við þurfum að verja börnin okkar gegn þessum ágangi samfélagsmiðla. Það er fólk úti í heimi sem er, hvað á ég að segja, sérmenntað í að halda athygli barna og kann að gera þetta og ætlum við bara að láta þetta allt saman bara í hendurnar á þessu fólki. Ég er ekki sammála því. Ég tel að við verðum að grípa inn í til dæmis bara fyrir félagsþroska barna, þó ekki væri annað, en það eru margir þættir sem koma þarna inn.“
Börn og uppeldi Grunnskólar Alþingi Símanotkun barna Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira