Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Jón Þór Stefánsson skrifar 27. febrúar 2025 10:33 Samgöngustofa segir taka sviptingar alvarlega. Vísir/Vilhelm Samgöngustofa segist taka ákvarðanir um sviptingu heilbrigðisvottorðs flugmanna, sem veldur því að þeir missi flugréttindi sín, alvarlega. Þannig ákvarðanir séu teknar með flugöryggi að leiðarljósi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni í kjölfar umfjöllunar Vísis um flugmann sem missti flugréttindi sín eftir uppflettingu í sjúkraskrá hans. Á dögunum var greint frá því að Persónuvernd hefði lagt fimm milljóna króna sekt á heilsugæsluna vegna aðgangs utanaðkomandi aðila að sjúkraskrám Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Sektin var sett vegna þess að vinnsla persónuupplýsinga þótt ekki hafa verið heimil. Lögmaður flugmannsins, Páll Ágúst Ólafsson, furðaði sig í kjölfarið á fullyrðingum þess efnis að ekkert tjón hafi orðið vegna þessa aðgangs þar sem hann vill meina að umbjóðandi hans hafi orðið fyrir tjóni. Í tilkynningu Samgöngustofu segir að umrædd riftun hafi farið fram í samræmi við samning heilsugæslunnar. „Samkvæmt samningi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hafði trúnaðarlæknir Samgöngustofu aðgang að sjúkraskrá um árabil. Nýttist hann þegar leggja þurfti sérstakt mat á heilbrigði umsækjenda um leyfi til flugstarfa. Heilsugæslunni láðist hins vegar að afla lögbundins samþykkis ráðherra fyrir samningnum. Í kjölfar úrskurðar Persónuverndar frá 23. september 2024 var samningnum rift,“ segir í tilkynningunni. „Samkvæmt niðurstöðu Persónuverndar starfaði trúnaðarlæknir Samgöngustofu innan aðgangsheimilda sinna, samkvæmt almennu verklagi stofnunarinnar. Öflun gagna fór fram í samræmi við umræddan samning og var öryggi þeirra í meðförum tryggt.“ Þá segir að strangar kröfur séu gerðat til þeirra sem eru með flugleyfi, og þegar ákvarðanir séu teknar um sviptingu leyfisins sé flugöryggi haft að leiðarljósi. „Á Samgöngustofu hvíla ríkar skyldur í tengslum við eftirlit með flugmálum og einstaklingum sem eru handhafar réttinda. Strangar heilbrigðiskröfur eru gerðar til þeirra sem fá útgefið skírteini atvinnuflugmanna. Ákvarðanir um sviptingu heilbrigðisvottorðs og þar með missi réttinda eru teknar alvarlega og með flugöryggi að leiðarljósi.“ Heilbrigðiseftirlit Heilsugæsla Persónuvernd Fréttir af flugi Umferðaröryggi Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni í kjölfar umfjöllunar Vísis um flugmann sem missti flugréttindi sín eftir uppflettingu í sjúkraskrá hans. Á dögunum var greint frá því að Persónuvernd hefði lagt fimm milljóna króna sekt á heilsugæsluna vegna aðgangs utanaðkomandi aðila að sjúkraskrám Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Sektin var sett vegna þess að vinnsla persónuupplýsinga þótt ekki hafa verið heimil. Lögmaður flugmannsins, Páll Ágúst Ólafsson, furðaði sig í kjölfarið á fullyrðingum þess efnis að ekkert tjón hafi orðið vegna þessa aðgangs þar sem hann vill meina að umbjóðandi hans hafi orðið fyrir tjóni. Í tilkynningu Samgöngustofu segir að umrædd riftun hafi farið fram í samræmi við samning heilsugæslunnar. „Samkvæmt samningi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hafði trúnaðarlæknir Samgöngustofu aðgang að sjúkraskrá um árabil. Nýttist hann þegar leggja þurfti sérstakt mat á heilbrigði umsækjenda um leyfi til flugstarfa. Heilsugæslunni láðist hins vegar að afla lögbundins samþykkis ráðherra fyrir samningnum. Í kjölfar úrskurðar Persónuverndar frá 23. september 2024 var samningnum rift,“ segir í tilkynningunni. „Samkvæmt niðurstöðu Persónuverndar starfaði trúnaðarlæknir Samgöngustofu innan aðgangsheimilda sinna, samkvæmt almennu verklagi stofnunarinnar. Öflun gagna fór fram í samræmi við umræddan samning og var öryggi þeirra í meðförum tryggt.“ Þá segir að strangar kröfur séu gerðat til þeirra sem eru með flugleyfi, og þegar ákvarðanir séu teknar um sviptingu leyfisins sé flugöryggi haft að leiðarljósi. „Á Samgöngustofu hvíla ríkar skyldur í tengslum við eftirlit með flugmálum og einstaklingum sem eru handhafar réttinda. Strangar heilbrigðiskröfur eru gerðar til þeirra sem fá útgefið skírteini atvinnuflugmanna. Ákvarðanir um sviptingu heilbrigðisvottorðs og þar með missi réttinda eru teknar alvarlega og með flugöryggi að leiðarljósi.“
Heilbrigðiseftirlit Heilsugæsla Persónuvernd Fréttir af flugi Umferðaröryggi Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira