Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. febrúar 2025 22:07 Lögfræðingur mótmælendanna veltir fyrir sér af hverju ummæli lögreglumanna hafi ekki komið fram í fyrri störfum eftirlitsnefndar. Þá spyr hann sig hvort unnið hafi verið hratt í þágu titekinnar niðurstöðu. Vísir/Ívar Fannar Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu ætlar að horfa aftur á myndbandsupptökur frá mótmælum í fyrra að sögn formanns nefndarinnar og nú til að meta ýmis neikvæð ummæli lögreglu. Lögregla beitti um 40 manns piparúða í mótmælum í Skuggasundi síðasta sumar þegar ríkisstjórnarfundur fór þar fram. Níu manns hafa stefnt lögreglunni vegna aðgerðanna. Blásið var til mótmælanna á vegum Félagsins Ísland-Palestína. Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur síðasta föstudag. Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu fór síðasta sumar yfir upptökur úr búkmyndavélum lögreglu í mótmælunum og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að gera athugasemdir við framgöngu lögreglunnar. Í Héraðsdómi kom fram að í umræddum upptökum heyrist lögregla meðal annars spyrja hvort ekki eigi að gasa mótmælendur, þá eru þeir kallaðir snarklikkað lið. Oddur Ástráðsson, lögmaður mótmælendanna, furðar sig á ummælum lögreglunnar. „Það eru ummæli þar sem einn mótmælandi er kallaður helvítis dýrið. Svo eru ummæli þar sem lögreglumaður segir ,Þetta lið er snarklikkað',“ segir Oddur. Héraðsdómur þurfi að taka tillit til ummælanna Formaður eftirlitsnefndarinnar með störfum lögreglu hefur svarað fyrirspurn fréttastofu vegna málsins. Þar kemur fram nefndin ætli aftur að fara yfir myndefnið. Hafi ákveðið orðfæri farið fram hjá henni muni hún taka ákvörðun í framhaldinu. Oddur veltir fyrir sér af hverju ekki hafi verið gerðar athugasemdir fyrr við ummælin. „Maður veltir fyrir sér af hverju þetta hefur ekki komið fram í fyrri störfum nefndarinnar. Þá spyr maður sig líka hvort það hafi verið unnið hratt í þágu titekinnar niðurstöðu,“ segir Oddur. Hann telur að Héraðsdómur þurfi að taka tillit til ummælanna í myndbandsupptökunum. „Ég byggði á því í mínu málflutningi að þetta þyrfti að skoða í samhengi. Einkum þegar kemur að því að meta huglæga afstöðu lögreglunnar til þeirra verkefna sem þeir voru hér að sinna,“ segir Oddur. Dómsmál Lögreglan Lögreglumál Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Leggjast aftur yfir myndefnið Formaður Nefndar um eftirlit með lögreglu segir nefndarmenn ekki hafa heyrt orðfæri lögreglumanna við mótmæli í Skuggasundi í maí í fyrra. Til standi að fara aftur yfir myndefni úr búkmyndavélum og skoða málið betur. 26. febrúar 2025 11:19 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira
Lögregla beitti um 40 manns piparúða í mótmælum í Skuggasundi síðasta sumar þegar ríkisstjórnarfundur fór þar fram. Níu manns hafa stefnt lögreglunni vegna aðgerðanna. Blásið var til mótmælanna á vegum Félagsins Ísland-Palestína. Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur síðasta föstudag. Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu fór síðasta sumar yfir upptökur úr búkmyndavélum lögreglu í mótmælunum og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að gera athugasemdir við framgöngu lögreglunnar. Í Héraðsdómi kom fram að í umræddum upptökum heyrist lögregla meðal annars spyrja hvort ekki eigi að gasa mótmælendur, þá eru þeir kallaðir snarklikkað lið. Oddur Ástráðsson, lögmaður mótmælendanna, furðar sig á ummælum lögreglunnar. „Það eru ummæli þar sem einn mótmælandi er kallaður helvítis dýrið. Svo eru ummæli þar sem lögreglumaður segir ,Þetta lið er snarklikkað',“ segir Oddur. Héraðsdómur þurfi að taka tillit til ummælanna Formaður eftirlitsnefndarinnar með störfum lögreglu hefur svarað fyrirspurn fréttastofu vegna málsins. Þar kemur fram nefndin ætli aftur að fara yfir myndefnið. Hafi ákveðið orðfæri farið fram hjá henni muni hún taka ákvörðun í framhaldinu. Oddur veltir fyrir sér af hverju ekki hafi verið gerðar athugasemdir fyrr við ummælin. „Maður veltir fyrir sér af hverju þetta hefur ekki komið fram í fyrri störfum nefndarinnar. Þá spyr maður sig líka hvort það hafi verið unnið hratt í þágu titekinnar niðurstöðu,“ segir Oddur. Hann telur að Héraðsdómur þurfi að taka tillit til ummælanna í myndbandsupptökunum. „Ég byggði á því í mínu málflutningi að þetta þyrfti að skoða í samhengi. Einkum þegar kemur að því að meta huglæga afstöðu lögreglunnar til þeirra verkefna sem þeir voru hér að sinna,“ segir Oddur.
Dómsmál Lögreglan Lögreglumál Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Leggjast aftur yfir myndefnið Formaður Nefndar um eftirlit með lögreglu segir nefndarmenn ekki hafa heyrt orðfæri lögreglumanna við mótmæli í Skuggasundi í maí í fyrra. Til standi að fara aftur yfir myndefni úr búkmyndavélum og skoða málið betur. 26. febrúar 2025 11:19 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira
Leggjast aftur yfir myndefnið Formaður Nefndar um eftirlit með lögreglu segir nefndarmenn ekki hafa heyrt orðfæri lögreglumanna við mótmæli í Skuggasundi í maí í fyrra. Til standi að fara aftur yfir myndefni úr búkmyndavélum og skoða málið betur. 26. febrúar 2025 11:19