Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. febrúar 2025 16:01 Halla Tómasdóttir forseti Íslands og eiginmaður hennar Björn Skúlason í glæsilegum sokkum sem koma úr hönnun Prins Póló. Vísir/Vilhelm Halla Tómasdóttir forseti Íslands og eiginmaður hennar Björn Skúlason fengu í dag afhent fyrstu Mottumarssokkapörin á Bessastöðum. Þetta er í fyrsta sinn sem Halla veitir sokkunum viðtöku í embætti en þetta varð að hefð í tíð Guðna Th. Jóhannessonar sem forseta. Eins og alþjóð veit er um að ræða árlegt átak Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum. Í ár er áhersla Mottumars á tenginguna á milli lífsstíls og krabbameina, að því er segir í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu. Félagið vill í Mottumars vekja athygli á að bæði óheilbrigðar og heilbrigðar lífsvenjur verða til á löngum tíma. Að minnsta kosti þriðja hvert krabbameinstilvik tengist lífsstíl. Þó að enginn sé öruggur sé hægt að draga úr líkum á krabbameinum með heilsusamlegum lífsstíl. Þar sé svo sannarlega hægt að gera betur og tilfinningin sé sú að of margir karlmenn taki lífsstíl sinn ekki nógu alvarlega. Því vill Krabbameinsfélagið breyta. Fulltrúar Krabbameinsfélagsins afhentu forsetahjónunum fyrstu sokkana.Vísir/Vilhelm Úr smiðju Prins Póló Í ár eru Mottumarssokkarnir hannaðir af Berglindi Häsler, ekkju Svavars Péturs Eysteinssonar, Prins Póló, og Birni Þór Björnssyni sem oftast er kallaður Bobby Breiðholt. Prins Póló lést eins og alkunna er úr krabbameini árið 2022. Berglind segir að eftir að Svavar dó hafi hún meðal annars staðið frammi fyrir því að bera ábyrgð á arfleifð hans. Hún hafi haft samband við Bobby Breiðholt sem hafi verið henni stoð og stytta. Bobby segir það hafa verið heilaga stund að opna skjölin sem Svavar sjálfur teiknaði. „Þetta var fjársjóður og mikill og djúpur heiður. Mottumarssokkarnir hafa einmitt alltaf verið í þessum blá, hvíta og rauða lit en það sem við höfum sem reglu hjá okkur er að við vinnum eingöngu með litina hans. Þannig við fundum bara samsvarandi liti í litapallettunni hjá honum. Svo það sem við gerðum líka var að gera þessar sérstöku viðhafnarútgáfur sem verða eingöngu fáanlegar hjá krabbameinsfélaginu.“ Berglind segir drifkraft sinn í verkefninu vera að veita öðrum innblástur. „Það sem er líka svo skemmtilegt og líka var hans afstaða til lífsins var að við megum bara reyna að hafa eins gaman og við mögulega getum, þrátt fyrir að undirtónninn í þessu öllu er líka oft mjög dimmur. Þannig er auðvitað lífið, það er hent í mann allskonar verkefnum.“ Halla og Björn með sokkana góðu.Vísir/Vilhelm Forseti Íslands Skimun fyrir krabbameini Tíska og hönnun Halla Tómasdóttir Krabbamein Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Sjá meira
Eins og alþjóð veit er um að ræða árlegt átak Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum. Í ár er áhersla Mottumars á tenginguna á milli lífsstíls og krabbameina, að því er segir í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu. Félagið vill í Mottumars vekja athygli á að bæði óheilbrigðar og heilbrigðar lífsvenjur verða til á löngum tíma. Að minnsta kosti þriðja hvert krabbameinstilvik tengist lífsstíl. Þó að enginn sé öruggur sé hægt að draga úr líkum á krabbameinum með heilsusamlegum lífsstíl. Þar sé svo sannarlega hægt að gera betur og tilfinningin sé sú að of margir karlmenn taki lífsstíl sinn ekki nógu alvarlega. Því vill Krabbameinsfélagið breyta. Fulltrúar Krabbameinsfélagsins afhentu forsetahjónunum fyrstu sokkana.Vísir/Vilhelm Úr smiðju Prins Póló Í ár eru Mottumarssokkarnir hannaðir af Berglindi Häsler, ekkju Svavars Péturs Eysteinssonar, Prins Póló, og Birni Þór Björnssyni sem oftast er kallaður Bobby Breiðholt. Prins Póló lést eins og alkunna er úr krabbameini árið 2022. Berglind segir að eftir að Svavar dó hafi hún meðal annars staðið frammi fyrir því að bera ábyrgð á arfleifð hans. Hún hafi haft samband við Bobby Breiðholt sem hafi verið henni stoð og stytta. Bobby segir það hafa verið heilaga stund að opna skjölin sem Svavar sjálfur teiknaði. „Þetta var fjársjóður og mikill og djúpur heiður. Mottumarssokkarnir hafa einmitt alltaf verið í þessum blá, hvíta og rauða lit en það sem við höfum sem reglu hjá okkur er að við vinnum eingöngu með litina hans. Þannig við fundum bara samsvarandi liti í litapallettunni hjá honum. Svo það sem við gerðum líka var að gera þessar sérstöku viðhafnarútgáfur sem verða eingöngu fáanlegar hjá krabbameinsfélaginu.“ Berglind segir drifkraft sinn í verkefninu vera að veita öðrum innblástur. „Það sem er líka svo skemmtilegt og líka var hans afstaða til lífsins var að við megum bara reyna að hafa eins gaman og við mögulega getum, þrátt fyrir að undirtónninn í þessu öllu er líka oft mjög dimmur. Þannig er auðvitað lífið, það er hent í mann allskonar verkefnum.“ Halla og Björn með sokkana góðu.Vísir/Vilhelm
Forseti Íslands Skimun fyrir krabbameini Tíska og hönnun Halla Tómasdóttir Krabbamein Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Sjá meira