Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. mars 2025 08:01 Gylfi Þór Sigurðsson spilaði síðast landsleik gegn Wales í október, í 2-2 jafnteflinu á Laugardalsvelli. Það var hans 83. A-landsleikur. vísir/Anton Gylfi Þór Sigurðsson hefur rætt við landsliðsþjálfarann Arnar Gunnlaugsson eftir að hann tók við störfum og vonast til að spila leiki Íslands við Kósóvó síðar í þessum mánuði. Arnar tók við landsliðsþjálfarastarfinu í janúar og býr sig undir fyrstu leiki sína við stjórnvölinn. Fyrri leikurinn er í Kósovó 20. mars og sá seinni á Spáni 23. mars. Gylfi segist hafa heyrt hljóðið í þjálfaranum. „Við áttum fínasta spjall fyrir nokkrum vikum. Við ræddum allt og ekkert,“ sagði Gylfi þegar hann var kynntur til leiks á blaðamannafundi í síðustu viku. Gylfi, sem á markamet landsliðsins með 27 mörk í 83 leikjum, vonast eftir sæti í fyrsta landsliðshópi Arnars. „Já, eins og allir leikmenn sem dreymir um að spila fyrir Ísland. Hvort sem menn spila á Íslandi eða erlendis þá horfir maður til þessara leikja og vonast til að vera í hóp. Það er náttúrulega bara undir landsliðsþjálfaranum og hans teymi komið hvort þeir velji mig eða ekki. Það eina sem ég get gert er að æfa eins mikið og ég get og reyna að spila í sem flestum leikjum, svo sjáum við hvað verður,“ sagði Gylfi. Aldrei verið í svona stöðu fyrir landsleiki Gylfi skipti til Víkings á dögunum frá Val. Víkingur tekur ekki þátt í Lengjubikarnum og spilar aðeins örfáa æfingaleiki þar til kemur að leikjunum við Kósóvó. Gylfi kveðst þó ekki hafa áhyggjur af skorti á leikformi þegar í verkefnið verður komið. „Ég hef aldrei verið í þeirri stöðu áður að vera að spila æfingaleiki fyrir landsliðsverkefni en það er bara undir mér komið að spila þessa æfingaleiki og reyna að æfa það vel að ég sé í eins góðu standi og ég get ef ég skyldi verða valinn. Þá geturðu svo spurt mig eftir á hvort ég sé í nógu góðu standi eða ekki en eins og ég segi þá er það undir mér komið að æfa nógu mikið til að gefa mér sem bestan séns á að vera klár,“ sagði Gylfi en viðtalið má sjá hér að ofan. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Sjá meira
Arnar tók við landsliðsþjálfarastarfinu í janúar og býr sig undir fyrstu leiki sína við stjórnvölinn. Fyrri leikurinn er í Kósovó 20. mars og sá seinni á Spáni 23. mars. Gylfi segist hafa heyrt hljóðið í þjálfaranum. „Við áttum fínasta spjall fyrir nokkrum vikum. Við ræddum allt og ekkert,“ sagði Gylfi þegar hann var kynntur til leiks á blaðamannafundi í síðustu viku. Gylfi, sem á markamet landsliðsins með 27 mörk í 83 leikjum, vonast eftir sæti í fyrsta landsliðshópi Arnars. „Já, eins og allir leikmenn sem dreymir um að spila fyrir Ísland. Hvort sem menn spila á Íslandi eða erlendis þá horfir maður til þessara leikja og vonast til að vera í hóp. Það er náttúrulega bara undir landsliðsþjálfaranum og hans teymi komið hvort þeir velji mig eða ekki. Það eina sem ég get gert er að æfa eins mikið og ég get og reyna að spila í sem flestum leikjum, svo sjáum við hvað verður,“ sagði Gylfi. Aldrei verið í svona stöðu fyrir landsleiki Gylfi skipti til Víkings á dögunum frá Val. Víkingur tekur ekki þátt í Lengjubikarnum og spilar aðeins örfáa æfingaleiki þar til kemur að leikjunum við Kósóvó. Gylfi kveðst þó ekki hafa áhyggjur af skorti á leikformi þegar í verkefnið verður komið. „Ég hef aldrei verið í þeirri stöðu áður að vera að spila æfingaleiki fyrir landsliðsverkefni en það er bara undir mér komið að spila þessa æfingaleiki og reyna að æfa það vel að ég sé í eins góðu standi og ég get ef ég skyldi verða valinn. Þá geturðu svo spurt mig eftir á hvort ég sé í nógu góðu standi eða ekki en eins og ég segi þá er það undir mér komið að æfa nógu mikið til að gefa mér sem bestan séns á að vera klár,“ sagði Gylfi en viðtalið má sjá hér að ofan.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Sjá meira