Reykjavík ekki ljót borg Bjarki Sigurðsson skrifar 25. febrúar 2025 21:02 Dóra Björt Guðjónsdóttir er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Arnar Formaður skipulagsráðs segir Reykjavík ekki vera ljóta borg. Hins vegar megi oft gera betur. Magn og hraði megi ekki ráða ferðinni heldur verði einnig að uppfylla gæðakröfur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sögðu arkitekt og umhverfissálfræðingur Reykjavík vera að breytast í ljóta borg. Þeir kölluðu eftir breyttu viðhorfi til skipulags og hönnunar byggðar. Fjárhagslegur og efnahagslegar forsendur útiloki alla fegurð. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir borgina ekki vera ljóta. „Mér finnst Reykjavík vera mjög flott borg og er að verða alvöru borg. Er að breytast úr bæ í alvöru borg. Þannig það eru mjög margir hlutir sem hafa gengið vel hjá okkur. En ég get alveg tekið undir það að það er gott að líta í það hvernig við gerum hlutina og við erum alltaf að reyna að vanda okkur,“ segir Dóra. Hún tengir við það að fegurðin fái ekki oft mikið pláss þegar verið er að reisa ný hús. „Hingað til hefur flest umræða um uppbyggingu fjallað um magn og hraða. Það hefur næstum því verið bannað að tala um gæði eða annað dúllerí. En núna finnst mér andinn vera að breytast og mér finnst það mjög mikilvægt,“ segir Dóra. „Það hefur verið ákveðin stefna ríkjandi meðal þeirra hægri flokka sem hafa komið að stjórnun borgarinnar að vera ekki um of að takmarka markaðinn og uppbyggingaraðila. Það hefur verið ákveðin ofurtrú á þeirra getu til að leysa málin og leysa þau eins og best verður á kosið. En mín skoðun hefur verið sú að við verðum að skapa skýrari ramma.“ Ábyrgðin liggi þó einnig hjá uppbyggingaraðilum. „Það er ekki sama hvernig við þéttum byggðina og hvernig við erum að byggja upp. Við verðum að gera það vel, við verðum að huga að samspili bygginga við umhverfi sitt. Við verðum að huga að birtu, það er lykilatriði. Þess vegna er nýr ljósvistarkafli í byggingarreglugerð sem verið er að undirbúa mjög mikilvægur. Það er eitthvað sem ég hef haft mikinn áhuga á, að komi til sögunnar. Það er eitthvað sem Samtök iðnaðarins hafa ekki haft mikinn áhuga á. Þannig ég fagna þessu ákalli íbúa,“ segir Dóra. Reykjavík Skipulag Byggingariðnaður Píratar Umhverfismál Borgarstjórn Arkitektúr Heilsa Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sögðu arkitekt og umhverfissálfræðingur Reykjavík vera að breytast í ljóta borg. Þeir kölluðu eftir breyttu viðhorfi til skipulags og hönnunar byggðar. Fjárhagslegur og efnahagslegar forsendur útiloki alla fegurð. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir borgina ekki vera ljóta. „Mér finnst Reykjavík vera mjög flott borg og er að verða alvöru borg. Er að breytast úr bæ í alvöru borg. Þannig það eru mjög margir hlutir sem hafa gengið vel hjá okkur. En ég get alveg tekið undir það að það er gott að líta í það hvernig við gerum hlutina og við erum alltaf að reyna að vanda okkur,“ segir Dóra. Hún tengir við það að fegurðin fái ekki oft mikið pláss þegar verið er að reisa ný hús. „Hingað til hefur flest umræða um uppbyggingu fjallað um magn og hraða. Það hefur næstum því verið bannað að tala um gæði eða annað dúllerí. En núna finnst mér andinn vera að breytast og mér finnst það mjög mikilvægt,“ segir Dóra. „Það hefur verið ákveðin stefna ríkjandi meðal þeirra hægri flokka sem hafa komið að stjórnun borgarinnar að vera ekki um of að takmarka markaðinn og uppbyggingaraðila. Það hefur verið ákveðin ofurtrú á þeirra getu til að leysa málin og leysa þau eins og best verður á kosið. En mín skoðun hefur verið sú að við verðum að skapa skýrari ramma.“ Ábyrgðin liggi þó einnig hjá uppbyggingaraðilum. „Það er ekki sama hvernig við þéttum byggðina og hvernig við erum að byggja upp. Við verðum að gera það vel, við verðum að huga að samspili bygginga við umhverfi sitt. Við verðum að huga að birtu, það er lykilatriði. Þess vegna er nýr ljósvistarkafli í byggingarreglugerð sem verið er að undirbúa mjög mikilvægur. Það er eitthvað sem ég hef haft mikinn áhuga á, að komi til sögunnar. Það er eitthvað sem Samtök iðnaðarins hafa ekki haft mikinn áhuga á. Þannig ég fagna þessu ákalli íbúa,“ segir Dóra.
Reykjavík Skipulag Byggingariðnaður Píratar Umhverfismál Borgarstjórn Arkitektúr Heilsa Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira