Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Jakob Bjarnar skrifar 25. febrúar 2025 16:30 Tryggvi Hjaltason veitir fágæta innsýn í starf lögreglumanna en meðal þess sem hann rekur í tíu atriða lista er að hann varð hreinlega veikur þegar hann starfaði að kynferðisbrotum gegn börnum. vísir/arnar Tryggvi Hjaltason, formaður Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins og starfsmaður greiningardeildar CCP, gerir upp tíma sinn í lögreglunni og hvað það var sem hann tók helst úr því starfinu. Meðal eftirtektarverðra tíu atriða sem Tryggvi tekur út úr starfinu er að konur á miðjum aldri séu þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna. Tryggvi skrifar færslu á Facebook þar sem hann greinir frá því að nú séu þrettán ár síðan hann útskrifaðist sem lögreglumaður. Hann segist hafa farið í lögregluskóla samhliða masternámi í fjármálum einfaldlega vegna þess að honum leiddist í því námi. „Lögregluskólinn var mun skemmtilegri,“ segir Tryggvi og rekur að hann hafi starfað náið með eftirfarandi stofnunum lögreglunnar: Lögreglunni í Vestmannaeyjum, Rannsókn á höfuðborgarsvæðinu (Hverfisgötu), Ríkislögreglustjóra, Embætti sérstaks saksóknara, sérveitinni (fylgdi henni í tvær vikur, var ekki í henni) og svo kynferðisbrotadeild. Með öðrum orðum, hann ætti að vita um hvað hann er að tala. Og þá er komið að því sem Tryggvi taldi sig helst hafa lært í lögreglunni en þetta listar hann upp í tíu atriðum, líflexíur, en þetta má heita fágæt sýn í starf lögregluþjóna: Drukknir Íslendingar bera enga virðingu fyrir valdi og hlusta almennt ekkert á hvað lögreglumenn segja. Eitt algengasta mynstrið með unga stráka (13-18) sem voru komnir í hörð afbrot var að pabbinn var fjarverandi í lífinu þeirra. Algengasti fyrirlestur sem ég heyrði aftur í lögreglubíl frá einstaklingum sem voru handteknir fyrir eignaspjöll eða ofbeldi var hversu frábært kannabis væri (og hollt). Algengasti fyrirlesturinn sem ég heyrði frá einstaklingum sem voru í einhverskonar raunveruleikarofi og voru að valda sjálfum sér eða öðrum hættu var hversu frábærir sveppir væru (og hollir). Þeir sem áreita karlkyns lögreglumenn mest eru konur á miðjum aldri. Langflestir lögreglumenn eru góðir einstaklingar tilbúnir að fórna sér fyrir aðra. En það þarf að vera auðveldara að reka slæma lögreglumenn. Sérstaklega þá sem verða æstir hratt á vettvangi og njóta þess að valdbeita aðra. Sem nemi sá ég tvo slíka í starfi og það var glatað. Þegar það þarf að handtaka fólk þá er það bras, því meirihluti fólks sem er handtekið er undir áhrifum og streitist á móti. Þetta er oft hættulegasti hluti lögreglustarfsins og erfiður viðfangs. Margir lögreglumenn fá áverka við handtökur eins og marbletti, tognanir og rispur sem þeir vilja ekki tala um. Reyndir lögreglumenn hafa oft ljótan svartan húmor sem ég átti alltaf erfitt með. Ég lærði seinna af afbrotasálfræðingi að þetta er kallað „psychohygenic“ húmor og er leið til að losa um áföll í litlum skömmtum. Þetta er þekkt í stéttum sem takast á við dauðsföll og ofbeldi reglulega. Ég gat líkamlega ekki unnið við rannsóknir á kynferðisbrotum gegn börnum. Ég varð hreinlega veikur, óglatt og svaf ekki. Ég ber ómælda virðingu fyrir þeim sem geta rannsakað slík mál. Það er það erfiðasta sem ég hef starfað við á ævinni. Í flestum málum eru frásagnir brotaþola og sakbornings ólíkar og oft mjög ólíkar. Upplifun fólks af raunveruleikanum er augljóslega ólík og flestir eru því miður ekki mjög áreiðanleg vitni (sem sést t.d. þegar fólk kemur með vitnisburð en síðan eru til myndbandsupptökur af vettvangi). Tryggvi segir lögreglustarfið skemmtilegt, orkugefandi en einnig lýjandi, erfitt, tilgangsríkt, hættulegt, óvænt og spanni allt frá mjög rólegum dögum sem gæti verið næturvakt á virkum degi í smábæ yfir í mikla álagsdaga sem eru til að mynda næturvaktir um „stórar helgar“ í Reykjavík. „Ég hef ekki starfað í lögreglunni síðan í september 2015 og ég sakna þess oft. Ég hef alla tíð síðan borið mikla virðingu fyrir lögreglunni.“ Samfélagsmiðlar Lögreglan Lögreglumál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Tryggvi skrifar færslu á Facebook þar sem hann greinir frá því að nú séu þrettán ár síðan hann útskrifaðist sem lögreglumaður. Hann segist hafa farið í lögregluskóla samhliða masternámi í fjármálum einfaldlega vegna þess að honum leiddist í því námi. „Lögregluskólinn var mun skemmtilegri,“ segir Tryggvi og rekur að hann hafi starfað náið með eftirfarandi stofnunum lögreglunnar: Lögreglunni í Vestmannaeyjum, Rannsókn á höfuðborgarsvæðinu (Hverfisgötu), Ríkislögreglustjóra, Embætti sérstaks saksóknara, sérveitinni (fylgdi henni í tvær vikur, var ekki í henni) og svo kynferðisbrotadeild. Með öðrum orðum, hann ætti að vita um hvað hann er að tala. Og þá er komið að því sem Tryggvi taldi sig helst hafa lært í lögreglunni en þetta listar hann upp í tíu atriðum, líflexíur, en þetta má heita fágæt sýn í starf lögregluþjóna: Drukknir Íslendingar bera enga virðingu fyrir valdi og hlusta almennt ekkert á hvað lögreglumenn segja. Eitt algengasta mynstrið með unga stráka (13-18) sem voru komnir í hörð afbrot var að pabbinn var fjarverandi í lífinu þeirra. Algengasti fyrirlestur sem ég heyrði aftur í lögreglubíl frá einstaklingum sem voru handteknir fyrir eignaspjöll eða ofbeldi var hversu frábært kannabis væri (og hollt). Algengasti fyrirlesturinn sem ég heyrði frá einstaklingum sem voru í einhverskonar raunveruleikarofi og voru að valda sjálfum sér eða öðrum hættu var hversu frábærir sveppir væru (og hollir). Þeir sem áreita karlkyns lögreglumenn mest eru konur á miðjum aldri. Langflestir lögreglumenn eru góðir einstaklingar tilbúnir að fórna sér fyrir aðra. En það þarf að vera auðveldara að reka slæma lögreglumenn. Sérstaklega þá sem verða æstir hratt á vettvangi og njóta þess að valdbeita aðra. Sem nemi sá ég tvo slíka í starfi og það var glatað. Þegar það þarf að handtaka fólk þá er það bras, því meirihluti fólks sem er handtekið er undir áhrifum og streitist á móti. Þetta er oft hættulegasti hluti lögreglustarfsins og erfiður viðfangs. Margir lögreglumenn fá áverka við handtökur eins og marbletti, tognanir og rispur sem þeir vilja ekki tala um. Reyndir lögreglumenn hafa oft ljótan svartan húmor sem ég átti alltaf erfitt með. Ég lærði seinna af afbrotasálfræðingi að þetta er kallað „psychohygenic“ húmor og er leið til að losa um áföll í litlum skömmtum. Þetta er þekkt í stéttum sem takast á við dauðsföll og ofbeldi reglulega. Ég gat líkamlega ekki unnið við rannsóknir á kynferðisbrotum gegn börnum. Ég varð hreinlega veikur, óglatt og svaf ekki. Ég ber ómælda virðingu fyrir þeim sem geta rannsakað slík mál. Það er það erfiðasta sem ég hef starfað við á ævinni. Í flestum málum eru frásagnir brotaþola og sakbornings ólíkar og oft mjög ólíkar. Upplifun fólks af raunveruleikanum er augljóslega ólík og flestir eru því miður ekki mjög áreiðanleg vitni (sem sést t.d. þegar fólk kemur með vitnisburð en síðan eru til myndbandsupptökur af vettvangi). Tryggvi segir lögreglustarfið skemmtilegt, orkugefandi en einnig lýjandi, erfitt, tilgangsríkt, hættulegt, óvænt og spanni allt frá mjög rólegum dögum sem gæti verið næturvakt á virkum degi í smábæ yfir í mikla álagsdaga sem eru til að mynda næturvaktir um „stórar helgar“ í Reykjavík. „Ég hef ekki starfað í lögreglunni síðan í september 2015 og ég sakna þess oft. Ég hef alla tíð síðan borið mikla virðingu fyrir lögreglunni.“
Samfélagsmiðlar Lögreglan Lögreglumál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira