Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. febrúar 2025 12:30 Demókratar hafa gagnrýnt póstinn harðlega og sumir Repúblikanar, sem segja hann meðal annars vanvirðingu við starfsmenn hins opinbera. Getty/Andrew Harnik Opinberir starfsmenn í Bandaríkjunum vita nú vart í hvorn fótinn þeir eiga að stíga, eftir að hafa fengið afar misvísandi skilaboð frá stjórnvöldum og yfirmönnum sínum. Teymi Elon Musk, sem fer fyrir niðurskurðarapparatinu DOGE, Department of Government Efficency, sendi tölvupóst á opinbera starfsmenn á laugardag þar sem þeim var tjáð að þeir hefðu 48 klukkustundir til að svara póstinum og greina frá fimm hlutum sem þeir hefðu afrekað í vinnunni á síðustu sjö dögum. Ellegar ættu þeir á hættu að verða sagt upp. Yfirmenn stofnana og verkalýðsfélög í landinu ruku samstundis upp til handa og fóta, enda tölvupósturinn svo furðulegur að margir töldu hann jafnvel vera einhvers konar svikapóst. Svo reyndist ekki vera og nokkur félög hafa hótað málaferlum, á meðan starfsmenn glímdu yfir helgina við þá spurningu hvort þeir ættu að svara. The email request was utterly trivial, as the standard for passing the test was to type some words and press send!Yet so many failed even that inane test, urged on in some cases by their managers.Have you ever witnessed such INCOMPETENCE and CONTEMPT for how YOUR TAXES are… https://t.co/QjSmY4ezpg— Elon Musk (@elonmusk) February 24, 2025 Sumir yfirmenn sendu pósta á starfsmenn sína og sögðu þeim að svara ekki. Öðrum var ráðlagt að svara. Á enn öðrum stöðum voru skilaboðin afar misvísandi; í fyrstu var 80.000 starfsmönnum heilbrigðisráðuneytisins til að mynda ráðlagt að svara póstinum ekki, síðan var þeim sagt að svara og að lokum að bíða. Trump tjáði sig um tölvupóstinn í gær og sagði hann „snilld“. Gaf hann í skyn að tilgangurinn með póstinum væri að koma upp um starfsmenn sem væru ekki að sinna vinnunni sinni eða væru hreinlega ekki til. Þeir sem svöruðu ekki yrðu reknir eða „semi-reknir“, sem hann útskýrði ekki nánar. Í gærkvöldi tísti Musk svo þeim skilaboðum, sem hann sagði frá forsetanum, að þeir sem hefðu ekki þegar svarað fengju „annað tækifæri“. Ef þeir nýttu það ekki yrðu þeir látnir fjúka. Bandaríkin Elon Musk Donald Trump Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Teymi Elon Musk, sem fer fyrir niðurskurðarapparatinu DOGE, Department of Government Efficency, sendi tölvupóst á opinbera starfsmenn á laugardag þar sem þeim var tjáð að þeir hefðu 48 klukkustundir til að svara póstinum og greina frá fimm hlutum sem þeir hefðu afrekað í vinnunni á síðustu sjö dögum. Ellegar ættu þeir á hættu að verða sagt upp. Yfirmenn stofnana og verkalýðsfélög í landinu ruku samstundis upp til handa og fóta, enda tölvupósturinn svo furðulegur að margir töldu hann jafnvel vera einhvers konar svikapóst. Svo reyndist ekki vera og nokkur félög hafa hótað málaferlum, á meðan starfsmenn glímdu yfir helgina við þá spurningu hvort þeir ættu að svara. The email request was utterly trivial, as the standard for passing the test was to type some words and press send!Yet so many failed even that inane test, urged on in some cases by their managers.Have you ever witnessed such INCOMPETENCE and CONTEMPT for how YOUR TAXES are… https://t.co/QjSmY4ezpg— Elon Musk (@elonmusk) February 24, 2025 Sumir yfirmenn sendu pósta á starfsmenn sína og sögðu þeim að svara ekki. Öðrum var ráðlagt að svara. Á enn öðrum stöðum voru skilaboðin afar misvísandi; í fyrstu var 80.000 starfsmönnum heilbrigðisráðuneytisins til að mynda ráðlagt að svara póstinum ekki, síðan var þeim sagt að svara og að lokum að bíða. Trump tjáði sig um tölvupóstinn í gær og sagði hann „snilld“. Gaf hann í skyn að tilgangurinn með póstinum væri að koma upp um starfsmenn sem væru ekki að sinna vinnunni sinni eða væru hreinlega ekki til. Þeir sem svöruðu ekki yrðu reknir eða „semi-reknir“, sem hann útskýrði ekki nánar. Í gærkvöldi tísti Musk svo þeim skilaboðum, sem hann sagði frá forsetanum, að þeir sem hefðu ekki þegar svarað fengju „annað tækifæri“. Ef þeir nýttu það ekki yrðu þeir látnir fjúka.
Bandaríkin Elon Musk Donald Trump Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“