Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. febrúar 2025 10:52 Brimbrettafélagið hefur mótmælt harðlega fyrirhugðum framkvæmdum og segja þær munu eyðileggja einstakt íþróttasvæði. Getty Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá máli Brimbrettafélags Íslands, sem kærði ákvörðun bæjarstjórnar Ölfuss að samþykkja umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir gerð landfyllingar við Suðurvararbryggju. Fréttastofa hefur fjallað nokkuð um málið en Brimbrettafélagið segir fyrirhugaðar framkvæmdir munu spilla öldusvæði sem sé einstakt á landsvísu. Úrskurðarnefndin fyrirskipaði stöðvun framkvæmda við gerð landfyllingarinnar 12. febrúar síðastliðinn, á meðan málið væri til umfjöllunar hjá nefndinni. Nefndin komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í gær að Brimbrettafélagið hefði, lögum samkvæmt, ekki rétt til að kæra ákvörðun bæjarstjórnar þar sem Skipulagsstofnun mat það svo að framkvæmdin væri ekki háð umhverfisáhrifum. Lögin gerðu aðeins ráð fyrir kæruaðild vegna framkvæmda sem væru háðar umhverfisáhrifum. Skipti þá engu þótt umrædd ákvörðun Skipulagsstofnunar hefði verið kærð til úrskurðarnefndarinnar. Þá hefðu við meðferð málsins ekki komið fram neinar upplýsingar um að Brimbrettafélagið hefði yfir að ráða aðstöðu eða réttindum til brimbrettaiðkunar í grennd við framkvæmdasvæðið. „Verður ekki ráðið að kærandi eigi einstaklega og lögvarða hagsmuni tengda hinni kærðu ákvörðun umfram aðra. Verður ekki heldur séð að félagsmenn í kæranda eða umtalsverður hluti þeirra, eigi slíka beinna, sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta af úrlausn þessa máls, þannig þeim verði játuð kæruaðild,“ segir meðal annars í ákvörðun úrskurðarnefndarinnar. Úrskurðarnefndin hefur einnig kveðið upp bráðabirgðaúrskurð varðandi kröfur Brimbrettafélags Íslands um frestun réttaráhrifa, í tengslum við kæru félagsins vegna ákvörðun Skipulagsstofnunar um að landfyllingin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að í málinu væri eingöngu deilt um lögmæti ákvörðunar Skipulagsstofnunar en ákvörðunin sem slík fæli ekki í sér sjálfstæða heimild til að hefja framkvæmdir. Þannig væru ekki skilyrði fyrir hendi til að fresta réttaráhrifum hennar. Það sé í raun undir framkvæmdaraðila komið hvort hann kjósi að bíða úrskurðar nefndarinnar í umræddu máli. Kröfu Brimbrettafélagsins væri því hafnað. Tengd skjöl 25_2025_Þorlákshafnarhöfn_PDF30KBSækja skjal 26_2025_ÞorlákshafnarhöfnPDF98KBSækja skjal Ölfus Aldan í Þorlákshöfn Skipulag Hafið Deilur um iðnað í Ölfusi Brimbretti Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Fréttastofa hefur fjallað nokkuð um málið en Brimbrettafélagið segir fyrirhugaðar framkvæmdir munu spilla öldusvæði sem sé einstakt á landsvísu. Úrskurðarnefndin fyrirskipaði stöðvun framkvæmda við gerð landfyllingarinnar 12. febrúar síðastliðinn, á meðan málið væri til umfjöllunar hjá nefndinni. Nefndin komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í gær að Brimbrettafélagið hefði, lögum samkvæmt, ekki rétt til að kæra ákvörðun bæjarstjórnar þar sem Skipulagsstofnun mat það svo að framkvæmdin væri ekki háð umhverfisáhrifum. Lögin gerðu aðeins ráð fyrir kæruaðild vegna framkvæmda sem væru háðar umhverfisáhrifum. Skipti þá engu þótt umrædd ákvörðun Skipulagsstofnunar hefði verið kærð til úrskurðarnefndarinnar. Þá hefðu við meðferð málsins ekki komið fram neinar upplýsingar um að Brimbrettafélagið hefði yfir að ráða aðstöðu eða réttindum til brimbrettaiðkunar í grennd við framkvæmdasvæðið. „Verður ekki ráðið að kærandi eigi einstaklega og lögvarða hagsmuni tengda hinni kærðu ákvörðun umfram aðra. Verður ekki heldur séð að félagsmenn í kæranda eða umtalsverður hluti þeirra, eigi slíka beinna, sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta af úrlausn þessa máls, þannig þeim verði játuð kæruaðild,“ segir meðal annars í ákvörðun úrskurðarnefndarinnar. Úrskurðarnefndin hefur einnig kveðið upp bráðabirgðaúrskurð varðandi kröfur Brimbrettafélags Íslands um frestun réttaráhrifa, í tengslum við kæru félagsins vegna ákvörðun Skipulagsstofnunar um að landfyllingin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að í málinu væri eingöngu deilt um lögmæti ákvörðunar Skipulagsstofnunar en ákvörðunin sem slík fæli ekki í sér sjálfstæða heimild til að hefja framkvæmdir. Þannig væru ekki skilyrði fyrir hendi til að fresta réttaráhrifum hennar. Það sé í raun undir framkvæmdaraðila komið hvort hann kjósi að bíða úrskurðar nefndarinnar í umræddu máli. Kröfu Brimbrettafélagsins væri því hafnað. Tengd skjöl 25_2025_Þorlákshafnarhöfn_PDF30KBSækja skjal 26_2025_ÞorlákshafnarhöfnPDF98KBSækja skjal
Ölfus Aldan í Þorlákshöfn Skipulag Hafið Deilur um iðnað í Ölfusi Brimbretti Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira