VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2025 08:36 Ragnar Þór Ingólfsson, fyrrverandi formaður VR, á Alþingi. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson fékk greiddar rúmar tíu milljónir króna frá stéttarfélaginu VR í hálfs árs biðlaun og orlof eftir að hann lét af embætti formanns til þess að taka sæti á Alþingi í desember. Hann hefur fengið greidd laun fyrir þingsetu frá því í desember. Biðlaun sem Ragnar Þór fékk greidd í eingreiðslu um síðustu mánaðamót voru rædd á stjórnarfundi VR síðdegis í gær. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir félagið að fimm stjórnarmenn, þriðjungur stjórnarinnar, hafi óskað eftir að ræða fyrirkomulag biðlaunanna. Ragnar Þór fór fyrst í tímabundið leyfið sem formaður VR í október eftir að hann fór í framboð fyrir Flokk fólksins fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Tilkynnt var að hann kæmi ekki aftur til starfa í byrjun desember. Í ráðningarsamningi sem stjórn VR gerði við Ragnar Þór árið 2017 var kveðið á um að hann ætti rétt á biðlaunum í sex mánuði eftir að hann léti af störfum. Laun hans í október 2024 voru 1,3 milljónir króna á mánuði en hann átti að auki inni orlof. Samtals fékk hann greiddar 10,2 milljónir króna í biðlaun og uppsafnað orlof í eingreiðslu um síðustu mánaðamót samkvæmt svari VR sem Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri félagsins, sendi Vísi. VR segir að allir fyrrverandi formenn félagsins síðustu tvo áratugina hafi haft sama rétt til biðlauna samkvæmt ráðningarsamningi. Biðlaun formanna hafi ýmist verið greidd með eingreiðslu eða mánaðarlega. Ragnar Þór sé eini formaður félagsins sem hafi ákveðið að hverfa til annarra starfa áður en kjörtímabili hans lýkur síðustu tuttugu árin. Fram hefur komið að nýkjörnir þingmenn byrjuðu að þiggja laun frá Alþingi í desember þrátt fyrir að þing hafi ekki komið saman fyrr en í byrjun febrúar. Ragnar Þór er með rúmar 1,6 milljónir króna á mánuði í laun sem þingmaður og formaður fjárlaganefndar Alþingis. Fréttin hefur verið uppfærð. Stéttarfélög Alþingi Flokkur fólksins Kjaramál Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Biðlaun sem Ragnar Þór fékk greidd í eingreiðslu um síðustu mánaðamót voru rædd á stjórnarfundi VR síðdegis í gær. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir félagið að fimm stjórnarmenn, þriðjungur stjórnarinnar, hafi óskað eftir að ræða fyrirkomulag biðlaunanna. Ragnar Þór fór fyrst í tímabundið leyfið sem formaður VR í október eftir að hann fór í framboð fyrir Flokk fólksins fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Tilkynnt var að hann kæmi ekki aftur til starfa í byrjun desember. Í ráðningarsamningi sem stjórn VR gerði við Ragnar Þór árið 2017 var kveðið á um að hann ætti rétt á biðlaunum í sex mánuði eftir að hann léti af störfum. Laun hans í október 2024 voru 1,3 milljónir króna á mánuði en hann átti að auki inni orlof. Samtals fékk hann greiddar 10,2 milljónir króna í biðlaun og uppsafnað orlof í eingreiðslu um síðustu mánaðamót samkvæmt svari VR sem Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri félagsins, sendi Vísi. VR segir að allir fyrrverandi formenn félagsins síðustu tvo áratugina hafi haft sama rétt til biðlauna samkvæmt ráðningarsamningi. Biðlaun formanna hafi ýmist verið greidd með eingreiðslu eða mánaðarlega. Ragnar Þór sé eini formaður félagsins sem hafi ákveðið að hverfa til annarra starfa áður en kjörtímabili hans lýkur síðustu tuttugu árin. Fram hefur komið að nýkjörnir þingmenn byrjuðu að þiggja laun frá Alþingi í desember þrátt fyrir að þing hafi ekki komið saman fyrr en í byrjun febrúar. Ragnar Þór er með rúmar 1,6 milljónir króna á mánuði í laun sem þingmaður og formaður fjárlaganefndar Alþingis. Fréttin hefur verið uppfærð.
Stéttarfélög Alþingi Flokkur fólksins Kjaramál Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira