Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Bjarki Sigurðsson skrifar 24. febrúar 2025 18:33 Brynja Jóhannsdóttir, Adela Halldórsdóttir og Bergljót Þorsteinsdóttir voru allar í vinnunni þegar ræningjarnir mættu. Vísir/Stefán Apótekari sem varðist vopnuðum ræningjum á föstudag segir atvikið ekki hafa mikil áhrif á sig. Hún kljáðist við ræningjana sem hurfu tómhentir á braut. Síðast liðinn föstudagsmorgun réðust karl og kona inn í Austurbæjar Apótek í Ögurhvarfi í Kópavogi. Ræningjarnir voru báðir með mótorhjólahjálm á höfði og kröfðust þess að fá afhent ADHD-lyf frá starfsfólki. Konan var vopnuð byssu og piparúða og ógnaði parið starfsfólkinu. „Ég geng bara fram og hún reynir að stoppa mig stelpan. Ég stimpast bara áfram við hana og ætlaði fyrst að fara í neyðarhnappinn á bak við. En út af því að ég var að stimpast við hana hugsaði ég að ég yrði fljótari í kassann,“ segir Bergljót Þorsteinsdóttir, eigandi Austurbæjar Apóteks. Á meðan hún reyndi að komast fram hjá konunni og að neyðarhnappnum við búðarkassann rótaði maðurinn í skúffum í bakherberginu. „Á meðan stimpast ég við hana frammi, næ að ýta á neyðarhnappinn og kalla hátt og snjallt: „Löggan er að koma, löggan er að koma,“ mörgum sinnum. Og þá rjúka þau út,“ segir Bergljót. Skelkaðar samstarfskonur Parið var inni í apótekinu í rúma eina og hálfa mínútu og hafði ekkert upp úr krafsinu. Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu en samstarfskonur Bergljótar voru nokkuð skelkaðar eftir atvikið. „Ég skalf eins og hrísla,“ segir Adela Halldórsdóttir, starfsmaður apóteksins. „Ég var svona tiltölulega róleg á meðan árásin var í gangi. En eftir á var þetta óþægilegt. Ég fann fyrir óöryggi og óþægindum,“ segir Brynja Jóhannsdóttir, lyfjafræðingur. Þetta var óöryggistilfinning? „Já, eftir á,“ segir Brynja. „Maður er enn þá að jafna sig,“ segir Adela. Veit að þetta var hættulegt En það var ekki það sama hjá þér hef ég heyrt? „Nei, ég var sultuslök. Ég hugsaði með mér að þetta væri eitthvað grín. Auðvitað á maður ekki að bregðast svona við. Ég veit það og vissi það allan tímann. En ég ætlaði ekki að láta þau ógna mér eða gera neitt,“ segir Bergljót. „Ég hefði brugðist öðruvísi við ef þau hefðu verið með hnífa. Mér finnst það meira ógnandi. En ég veit það ekki, kannski hefði ég samt tekist á við hana. Hún var minni en ég,“ segir Bergljót. Lögreglumál Kópavogur Skotvopn Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Sjá meira
Síðast liðinn föstudagsmorgun réðust karl og kona inn í Austurbæjar Apótek í Ögurhvarfi í Kópavogi. Ræningjarnir voru báðir með mótorhjólahjálm á höfði og kröfðust þess að fá afhent ADHD-lyf frá starfsfólki. Konan var vopnuð byssu og piparúða og ógnaði parið starfsfólkinu. „Ég geng bara fram og hún reynir að stoppa mig stelpan. Ég stimpast bara áfram við hana og ætlaði fyrst að fara í neyðarhnappinn á bak við. En út af því að ég var að stimpast við hana hugsaði ég að ég yrði fljótari í kassann,“ segir Bergljót Þorsteinsdóttir, eigandi Austurbæjar Apóteks. Á meðan hún reyndi að komast fram hjá konunni og að neyðarhnappnum við búðarkassann rótaði maðurinn í skúffum í bakherberginu. „Á meðan stimpast ég við hana frammi, næ að ýta á neyðarhnappinn og kalla hátt og snjallt: „Löggan er að koma, löggan er að koma,“ mörgum sinnum. Og þá rjúka þau út,“ segir Bergljót. Skelkaðar samstarfskonur Parið var inni í apótekinu í rúma eina og hálfa mínútu og hafði ekkert upp úr krafsinu. Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu en samstarfskonur Bergljótar voru nokkuð skelkaðar eftir atvikið. „Ég skalf eins og hrísla,“ segir Adela Halldórsdóttir, starfsmaður apóteksins. „Ég var svona tiltölulega róleg á meðan árásin var í gangi. En eftir á var þetta óþægilegt. Ég fann fyrir óöryggi og óþægindum,“ segir Brynja Jóhannsdóttir, lyfjafræðingur. Þetta var óöryggistilfinning? „Já, eftir á,“ segir Brynja. „Maður er enn þá að jafna sig,“ segir Adela. Veit að þetta var hættulegt En það var ekki það sama hjá þér hef ég heyrt? „Nei, ég var sultuslök. Ég hugsaði með mér að þetta væri eitthvað grín. Auðvitað á maður ekki að bregðast svona við. Ég veit það og vissi það allan tímann. En ég ætlaði ekki að láta þau ógna mér eða gera neitt,“ segir Bergljót. „Ég hefði brugðist öðruvísi við ef þau hefðu verið með hnífa. Mér finnst það meira ógnandi. En ég veit það ekki, kannski hefði ég samt tekist á við hana. Hún var minni en ég,“ segir Bergljót.
Lögreglumál Kópavogur Skotvopn Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Sjá meira