Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2025 10:30 Ángel Di María með heimsbikarinn í höndunum og Lionel Messi sér við hlið eftir að Argentínumenn urðu heimsmeistarar í Katar 2022. Getty/Gustavo Pagano Argentínski knattspyrnumaðurinn Ángel Di María var ásamt Lionel Messi í þeirri kynslóð argentínska landsliðsins sem beið og beið eftir stórum titli. Það tók líka á og biðin varð mjög löng. Di María vann loksins Copa América árið 2021 og svo heimsmeistaratitilinn árið eftir. Það létti gríðarlega pressu af öllum í hópnum að vinna loksins stóran titil eftir að hafa þremur úrslitaleikjum fram að því. Argentínska landsliðið tapaði úrslitaleik HM 2014 og tveimur úrslitaleikjum í Copa América. Di María sagði frá leyndarmáli tengdum þessum súru tapleikjum. „Ég er enn á lyfjum vegna þessara tapleikja,“ sagði Ángel Di María í viðtali við Infobae en ESPN segir frá. „Ég náði að minnka skammtinn og mér líður miklu betur en þetta líka ávanabindandi. Svona töp fylgja þér alla tíð og setja sitt mark á þig,“ sagði Di María. Di María átti heldur betur þátt í því þegar titlarnir komu loksins í hús. Hann skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Copa América árið 2021 og fyrsta markið í úrslitaleik HM 2022. Angel Di Maria sést hér mjög svekktur eftir tap á móti Frökkum í sextán liða úrslitum HM í Rússlandi 2018.Getty/Robbie Jay Barratt Finnur til með fyrrum liðsfélögum Hann segist finna til með mörgum af liðsfélögum hans í argentínska landsliðinu sem náðu aldrei að vinna titil. „Hver man eftir strákunum sem komust í úrslitaleik HM en unnu ekki? Eflaust mjög fáir sem mér finnst ósanngjarnt. Hver er að tala um þessa stráka? Enginn. Mjög fáir geta sagt þér hverjir spiluðu. Ég hef sagt það mörgum sinnum síðan að ég varð heimsmeistari og síðan við unnum Suðurameríkukeppnina. Ég sagði alltaf að kynslóðin á undan okkur átti líka þakkir skildar og þeir áttu þátt í því að við unnum loksins,“ sagði Di María. Hinn 37 ára gamli Di María hætti í landsliðinu eftir sigur í Copa Ameríca í fyrra og sér ekki eftir því. Hann skoraði 31 mark í 145 landsleikjum. Dreymir um annað hlutverk hjá landsliðinu „Ég var þarna í sextán ár og þetta var eins og að vera hluti af félagsliði. Það er erfitt að hætta en ég held að ég hafi tekið rétta ákvörðun. Auðvitað freistar þetta manns af því að þetta er landsliðið. Ég náði aftur á móti að afreka allt sem ég vildi. Ég endaði þetta eins og ég vildi enda þetta. Ég vonast síðan til þess að vera hluti af landsliðinu aftur en bara í öðru hlutverki,“ sagði Di María. Fótbolti Copa América HM 2022 í Katar Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Di María vann loksins Copa América árið 2021 og svo heimsmeistaratitilinn árið eftir. Það létti gríðarlega pressu af öllum í hópnum að vinna loksins stóran titil eftir að hafa þremur úrslitaleikjum fram að því. Argentínska landsliðið tapaði úrslitaleik HM 2014 og tveimur úrslitaleikjum í Copa América. Di María sagði frá leyndarmáli tengdum þessum súru tapleikjum. „Ég er enn á lyfjum vegna þessara tapleikja,“ sagði Ángel Di María í viðtali við Infobae en ESPN segir frá. „Ég náði að minnka skammtinn og mér líður miklu betur en þetta líka ávanabindandi. Svona töp fylgja þér alla tíð og setja sitt mark á þig,“ sagði Di María. Di María átti heldur betur þátt í því þegar titlarnir komu loksins í hús. Hann skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Copa América árið 2021 og fyrsta markið í úrslitaleik HM 2022. Angel Di Maria sést hér mjög svekktur eftir tap á móti Frökkum í sextán liða úrslitum HM í Rússlandi 2018.Getty/Robbie Jay Barratt Finnur til með fyrrum liðsfélögum Hann segist finna til með mörgum af liðsfélögum hans í argentínska landsliðinu sem náðu aldrei að vinna titil. „Hver man eftir strákunum sem komust í úrslitaleik HM en unnu ekki? Eflaust mjög fáir sem mér finnst ósanngjarnt. Hver er að tala um þessa stráka? Enginn. Mjög fáir geta sagt þér hverjir spiluðu. Ég hef sagt það mörgum sinnum síðan að ég varð heimsmeistari og síðan við unnum Suðurameríkukeppnina. Ég sagði alltaf að kynslóðin á undan okkur átti líka þakkir skildar og þeir áttu þátt í því að við unnum loksins,“ sagði Di María. Hinn 37 ára gamli Di María hætti í landsliðinu eftir sigur í Copa Ameríca í fyrra og sér ekki eftir því. Hann skoraði 31 mark í 145 landsleikjum. Dreymir um annað hlutverk hjá landsliðinu „Ég var þarna í sextán ár og þetta var eins og að vera hluti af félagsliði. Það er erfitt að hætta en ég held að ég hafi tekið rétta ákvörðun. Auðvitað freistar þetta manns af því að þetta er landsliðið. Ég náði aftur á móti að afreka allt sem ég vildi. Ég endaði þetta eins og ég vildi enda þetta. Ég vonast síðan til þess að vera hluti af landsliðinu aftur en bara í öðru hlutverki,“ sagði Di María.
Fótbolti Copa América HM 2022 í Katar Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira