Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2025 10:30 Ángel Di María með heimsbikarinn í höndunum og Lionel Messi sér við hlið eftir að Argentínumenn urðu heimsmeistarar í Katar 2022. Getty/Gustavo Pagano Argentínski knattspyrnumaðurinn Ángel Di María var ásamt Lionel Messi í þeirri kynslóð argentínska landsliðsins sem beið og beið eftir stórum titli. Það tók líka á og biðin varð mjög löng. Di María vann loksins Copa América árið 2021 og svo heimsmeistaratitilinn árið eftir. Það létti gríðarlega pressu af öllum í hópnum að vinna loksins stóran titil eftir að hafa þremur úrslitaleikjum fram að því. Argentínska landsliðið tapaði úrslitaleik HM 2014 og tveimur úrslitaleikjum í Copa América. Di María sagði frá leyndarmáli tengdum þessum súru tapleikjum. „Ég er enn á lyfjum vegna þessara tapleikja,“ sagði Ángel Di María í viðtali við Infobae en ESPN segir frá. „Ég náði að minnka skammtinn og mér líður miklu betur en þetta líka ávanabindandi. Svona töp fylgja þér alla tíð og setja sitt mark á þig,“ sagði Di María. Di María átti heldur betur þátt í því þegar titlarnir komu loksins í hús. Hann skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Copa América árið 2021 og fyrsta markið í úrslitaleik HM 2022. Angel Di Maria sést hér mjög svekktur eftir tap á móti Frökkum í sextán liða úrslitum HM í Rússlandi 2018.Getty/Robbie Jay Barratt Finnur til með fyrrum liðsfélögum Hann segist finna til með mörgum af liðsfélögum hans í argentínska landsliðinu sem náðu aldrei að vinna titil. „Hver man eftir strákunum sem komust í úrslitaleik HM en unnu ekki? Eflaust mjög fáir sem mér finnst ósanngjarnt. Hver er að tala um þessa stráka? Enginn. Mjög fáir geta sagt þér hverjir spiluðu. Ég hef sagt það mörgum sinnum síðan að ég varð heimsmeistari og síðan við unnum Suðurameríkukeppnina. Ég sagði alltaf að kynslóðin á undan okkur átti líka þakkir skildar og þeir áttu þátt í því að við unnum loksins,“ sagði Di María. Hinn 37 ára gamli Di María hætti í landsliðinu eftir sigur í Copa Ameríca í fyrra og sér ekki eftir því. Hann skoraði 31 mark í 145 landsleikjum. Dreymir um annað hlutverk hjá landsliðinu „Ég var þarna í sextán ár og þetta var eins og að vera hluti af félagsliði. Það er erfitt að hætta en ég held að ég hafi tekið rétta ákvörðun. Auðvitað freistar þetta manns af því að þetta er landsliðið. Ég náði aftur á móti að afreka allt sem ég vildi. Ég endaði þetta eins og ég vildi enda þetta. Ég vonast síðan til þess að vera hluti af landsliðinu aftur en bara í öðru hlutverki,“ sagði Di María. Fótbolti Copa América HM 2022 í Katar Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Di María vann loksins Copa América árið 2021 og svo heimsmeistaratitilinn árið eftir. Það létti gríðarlega pressu af öllum í hópnum að vinna loksins stóran titil eftir að hafa þremur úrslitaleikjum fram að því. Argentínska landsliðið tapaði úrslitaleik HM 2014 og tveimur úrslitaleikjum í Copa América. Di María sagði frá leyndarmáli tengdum þessum súru tapleikjum. „Ég er enn á lyfjum vegna þessara tapleikja,“ sagði Ángel Di María í viðtali við Infobae en ESPN segir frá. „Ég náði að minnka skammtinn og mér líður miklu betur en þetta líka ávanabindandi. Svona töp fylgja þér alla tíð og setja sitt mark á þig,“ sagði Di María. Di María átti heldur betur þátt í því þegar titlarnir komu loksins í hús. Hann skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Copa América árið 2021 og fyrsta markið í úrslitaleik HM 2022. Angel Di Maria sést hér mjög svekktur eftir tap á móti Frökkum í sextán liða úrslitum HM í Rússlandi 2018.Getty/Robbie Jay Barratt Finnur til með fyrrum liðsfélögum Hann segist finna til með mörgum af liðsfélögum hans í argentínska landsliðinu sem náðu aldrei að vinna titil. „Hver man eftir strákunum sem komust í úrslitaleik HM en unnu ekki? Eflaust mjög fáir sem mér finnst ósanngjarnt. Hver er að tala um þessa stráka? Enginn. Mjög fáir geta sagt þér hverjir spiluðu. Ég hef sagt það mörgum sinnum síðan að ég varð heimsmeistari og síðan við unnum Suðurameríkukeppnina. Ég sagði alltaf að kynslóðin á undan okkur átti líka þakkir skildar og þeir áttu þátt í því að við unnum loksins,“ sagði Di María. Hinn 37 ára gamli Di María hætti í landsliðinu eftir sigur í Copa Ameríca í fyrra og sér ekki eftir því. Hann skoraði 31 mark í 145 landsleikjum. Dreymir um annað hlutverk hjá landsliðinu „Ég var þarna í sextán ár og þetta var eins og að vera hluti af félagsliði. Það er erfitt að hætta en ég held að ég hafi tekið rétta ákvörðun. Auðvitað freistar þetta manns af því að þetta er landsliðið. Ég náði aftur á móti að afreka allt sem ég vildi. Ég endaði þetta eins og ég vildi enda þetta. Ég vonast síðan til þess að vera hluti af landsliðinu aftur en bara í öðru hlutverki,“ sagði Di María.
Fótbolti Copa América HM 2022 í Katar Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira