Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Jakob Bjarnar skrifar 21. febrúar 2025 15:24 Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segir að í umfjöllun Morgunblaðsins sé ýmsum fullyrðingum slengt fram sem eiga sér enga stoð. Milli þeirra nafna er svo Páll Steingrímsson skipstjóri sem ekki villsætta sig við að lögreglan hafi nú fellt niður rannsókn málsins án niðurstöðu. vísir Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur sent starfsfólki Ríkisútvarpsins tölvupóst þar sem hann fer lauslega yfir hið svokallaða „byrlunarmál“ og segir Morgunblaðið fara í veigamiklum atriðum með fleipur. „Ágæta samstarfsfólk, undanfarna daga og vikur hefur Morgunblaðið birt umfjöllun um tiltekið mál sem verið hefur til rannsóknar lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Í þeirri umfjöllun er farið um víðan völl og ýmsum fullyrðingum slengt fram sem m.a. tengjast starfsfólki Ríkisútvarpsins og aðkomu þess að umræddu máli.“ Vísir hefur fjallað ítarlega um þessi mál frá því þau komu upp, sem ýmist hafa verið kölluð „Skæruliðamálið“ eða „Byrlunarmálið“, allt eftir því hvaðan er horft. Morgunblaðið tók svo upp þráðinn nýverið og hefur birt fréttaröð eftir Stefán Einar Stefánsson blaðamann sem hóf þá umfjöllun sína á ítarlegu viðtali við Pál Steingrímsson skipsstjóra sem veltir því nú fyrir sér hvort hann eigi að höfða mál á hendur Ríkisútvarpinu. Atburðarrásin í málinu er lygileg og snýst í sem skemmstu máli um stuld á síma Páls, meðan hann lá meðvitundarlaus á spítala eftir að fyrrverandi kona hans hafði sett svefnlyf í bjór hans. Hún á þá að hafa komið síma hans til Þóru Arnórsdóttur þá á RÚV, sem síðar afhenti blaðamönnum á Kjarnanum, þeim Þórði Snæ Júlíussyni og Stundinni eða Aðalsteini Kjartanssyni, gögn úr símanum, sem þeir þá unnu fréttir upp úr. Páll heldur því fram að Þóra hafi keypt sambærilegan síma sínum, með sambærilegu símanúmeri utan að síðasti stafur númersins var annar. Segir sig ekki hafa upplýsingarnar sem um er beðið Ljóst má vera að Stefán vill lægja öldur innan Útvarpshússins ef einhverjar eru. Hann segir öll þessi atriði hafa verið til rannsóknar lögreglu í umræddu máli en því nú lokið með endanlegri ákvörðun Ríkissaksóknara um niðurfellingu þess gagnvart öllu fjölmiðlafólki sem tengt var við málið. Þá snýr Stefán sér að þeim þætti í málinu sem að honum sjálfum snýr en hans hendur sínar séu bundnar: „Forsendur til þess að tjá sig um málið á opinberum vettvangi eru takmarkaðar eðli málsins samkvæmt. Það snýr bæði að því að hér var um lögreglurannsókn að ræða sem nú er lokið með skýrri niðurstöðu Ríkissaksóknara, sem og því að rannsókn þess máls sneri m.a. að vernd heimildarmanna blaða- og fréttamanna.“ Stefán, sem er fyrrverandi lögreglustjóri, segir að hann geti ekki og megi ekki segja meira um málið umfram það sem orðið er. „Undir engum kringumstæðum höfum við heimild til þess að upplýsa um það hvort eða hver veitir okkur upplýsingar, hvort sem það leiðir til umfjöllunar eða ekki. Um það eru lög og reglur alveg skýr.“ Þá skýrir Stefán Eiríksson það út, í áðurnefndu bréfi sínu til starfsfólks, að hann hafi í samskiptum við blaðamann Morgunblaðsins undirstrikað að hann, sem og aðrir stjórnendur Ríkisútvarpsins, hafi afar takmarkaðar upplýsingar um málið og ekki forsendur til að tjá sig um það. Segir Morgunblaðið misfara með símanúmer Þá segir Stefán: „Í skilaboðum til hans hef ég sömuleiðis sent inn athugasemdir vegna atriða sem ég hef upplýsingar um og tengjast málinu. Þessi skilaboð eru svohljóðandi: „Í umfjöllun Morgunblaðsins um málið hefur því verið haldið fram að rannsókn þess hafi dregist á langinn vegna seinagangs af hálfu útvarpsstjóra við að svara fyrirspurnum lögreglunnar á Norðurlandi eystra og látið að því liggja að slíkt hafi eyðilagt málið í höndum lögreglu. Um alvarlegar ásakanir er að ræða. Af þessu tilefni skal tekið fram að fyrsta fyrirspurn lögreglunnar barst útvarpsstjóra 4. janúar 2023 og var svarað 11. janúar 2023. Annað erindi barst 12. janúar sem var svarað samdægurs. Þriðja erindið barst 8. mars 2023 og var því svarað 14. mars 2023. Þessi umfjöllun á sér því enga stoð og vænti ég þess að þetta verði leiðrétt. Í umfjölluninni hefur því einnig verið haldið fram að tiltekið símanúmer hafi verið skráð á Ríkisútvarpið í apríl 2021 í tengslum við þá atburði sem til umfjöllunar eru. Umrætt númer var hins vegar skráð árið 2018, þvert á það sem kemur fram í umfjöllun Morgunblaðsins. Vænti ég þess sömuleiðis að þetta verði leiðrétt.““ Stefán segir að endingu rétt að upplýsa starfsfólk RÚV um þetta í ljósi þess að þessi umfjöllun hefur vakið umræðu og spurningar. „Ég geri ráð fyrir að ýmis önnur atriði sem fram koma í umfjöllun Morgunblaðsins séu sama marki brennd og framangreind dæmi.“ Fjölmiðlar Samherjaskjölin Ríkisútvarpið Byrlunar- og símastuldarmálið Lögreglan Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
„Ágæta samstarfsfólk, undanfarna daga og vikur hefur Morgunblaðið birt umfjöllun um tiltekið mál sem verið hefur til rannsóknar lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Í þeirri umfjöllun er farið um víðan völl og ýmsum fullyrðingum slengt fram sem m.a. tengjast starfsfólki Ríkisútvarpsins og aðkomu þess að umræddu máli.“ Vísir hefur fjallað ítarlega um þessi mál frá því þau komu upp, sem ýmist hafa verið kölluð „Skæruliðamálið“ eða „Byrlunarmálið“, allt eftir því hvaðan er horft. Morgunblaðið tók svo upp þráðinn nýverið og hefur birt fréttaröð eftir Stefán Einar Stefánsson blaðamann sem hóf þá umfjöllun sína á ítarlegu viðtali við Pál Steingrímsson skipsstjóra sem veltir því nú fyrir sér hvort hann eigi að höfða mál á hendur Ríkisútvarpinu. Atburðarrásin í málinu er lygileg og snýst í sem skemmstu máli um stuld á síma Páls, meðan hann lá meðvitundarlaus á spítala eftir að fyrrverandi kona hans hafði sett svefnlyf í bjór hans. Hún á þá að hafa komið síma hans til Þóru Arnórsdóttur þá á RÚV, sem síðar afhenti blaðamönnum á Kjarnanum, þeim Þórði Snæ Júlíussyni og Stundinni eða Aðalsteini Kjartanssyni, gögn úr símanum, sem þeir þá unnu fréttir upp úr. Páll heldur því fram að Þóra hafi keypt sambærilegan síma sínum, með sambærilegu símanúmeri utan að síðasti stafur númersins var annar. Segir sig ekki hafa upplýsingarnar sem um er beðið Ljóst má vera að Stefán vill lægja öldur innan Útvarpshússins ef einhverjar eru. Hann segir öll þessi atriði hafa verið til rannsóknar lögreglu í umræddu máli en því nú lokið með endanlegri ákvörðun Ríkissaksóknara um niðurfellingu þess gagnvart öllu fjölmiðlafólki sem tengt var við málið. Þá snýr Stefán sér að þeim þætti í málinu sem að honum sjálfum snýr en hans hendur sínar séu bundnar: „Forsendur til þess að tjá sig um málið á opinberum vettvangi eru takmarkaðar eðli málsins samkvæmt. Það snýr bæði að því að hér var um lögreglurannsókn að ræða sem nú er lokið með skýrri niðurstöðu Ríkissaksóknara, sem og því að rannsókn þess máls sneri m.a. að vernd heimildarmanna blaða- og fréttamanna.“ Stefán, sem er fyrrverandi lögreglustjóri, segir að hann geti ekki og megi ekki segja meira um málið umfram það sem orðið er. „Undir engum kringumstæðum höfum við heimild til þess að upplýsa um það hvort eða hver veitir okkur upplýsingar, hvort sem það leiðir til umfjöllunar eða ekki. Um það eru lög og reglur alveg skýr.“ Þá skýrir Stefán Eiríksson það út, í áðurnefndu bréfi sínu til starfsfólks, að hann hafi í samskiptum við blaðamann Morgunblaðsins undirstrikað að hann, sem og aðrir stjórnendur Ríkisútvarpsins, hafi afar takmarkaðar upplýsingar um málið og ekki forsendur til að tjá sig um það. Segir Morgunblaðið misfara með símanúmer Þá segir Stefán: „Í skilaboðum til hans hef ég sömuleiðis sent inn athugasemdir vegna atriða sem ég hef upplýsingar um og tengjast málinu. Þessi skilaboð eru svohljóðandi: „Í umfjöllun Morgunblaðsins um málið hefur því verið haldið fram að rannsókn þess hafi dregist á langinn vegna seinagangs af hálfu útvarpsstjóra við að svara fyrirspurnum lögreglunnar á Norðurlandi eystra og látið að því liggja að slíkt hafi eyðilagt málið í höndum lögreglu. Um alvarlegar ásakanir er að ræða. Af þessu tilefni skal tekið fram að fyrsta fyrirspurn lögreglunnar barst útvarpsstjóra 4. janúar 2023 og var svarað 11. janúar 2023. Annað erindi barst 12. janúar sem var svarað samdægurs. Þriðja erindið barst 8. mars 2023 og var því svarað 14. mars 2023. Þessi umfjöllun á sér því enga stoð og vænti ég þess að þetta verði leiðrétt. Í umfjölluninni hefur því einnig verið haldið fram að tiltekið símanúmer hafi verið skráð á Ríkisútvarpið í apríl 2021 í tengslum við þá atburði sem til umfjöllunar eru. Umrætt númer var hins vegar skráð árið 2018, þvert á það sem kemur fram í umfjöllun Morgunblaðsins. Vænti ég þess sömuleiðis að þetta verði leiðrétt.““ Stefán segir að endingu rétt að upplýsa starfsfólk RÚV um þetta í ljósi þess að þessi umfjöllun hefur vakið umræðu og spurningar. „Ég geri ráð fyrir að ýmis önnur atriði sem fram koma í umfjöllun Morgunblaðsins séu sama marki brennd og framangreind dæmi.“
Fjölmiðlar Samherjaskjölin Ríkisútvarpið Byrlunar- og símastuldarmálið Lögreglan Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent