Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Jakob Bjarnar skrifar 21. febrúar 2025 15:24 Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segir að í umfjöllun Morgunblaðsins sé ýmsum fullyrðingum slengt fram sem eiga sér enga stoð. Milli þeirra nafna er svo Páll Steingrímsson skipstjóri sem ekki villsætta sig við að lögreglan hafi nú fellt niður rannsókn málsins án niðurstöðu. vísir Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur sent starfsfólki Ríkisútvarpsins tölvupóst þar sem hann fer lauslega yfir hið svokallaða „byrlunarmál“ og segir Morgunblaðið fara í veigamiklum atriðum með fleipur. „Ágæta samstarfsfólk, undanfarna daga og vikur hefur Morgunblaðið birt umfjöllun um tiltekið mál sem verið hefur til rannsóknar lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Í þeirri umfjöllun er farið um víðan völl og ýmsum fullyrðingum slengt fram sem m.a. tengjast starfsfólki Ríkisútvarpsins og aðkomu þess að umræddu máli.“ Vísir hefur fjallað ítarlega um þessi mál frá því þau komu upp, sem ýmist hafa verið kölluð „Skæruliðamálið“ eða „Byrlunarmálið“, allt eftir því hvaðan er horft. Morgunblaðið tók svo upp þráðinn nýverið og hefur birt fréttaröð eftir Stefán Einar Stefánsson blaðamann sem hóf þá umfjöllun sína á ítarlegu viðtali við Pál Steingrímsson skipsstjóra sem veltir því nú fyrir sér hvort hann eigi að höfða mál á hendur Ríkisútvarpinu. Atburðarrásin í málinu er lygileg og snýst í sem skemmstu máli um stuld á síma Páls, meðan hann lá meðvitundarlaus á spítala eftir að fyrrverandi kona hans hafði sett svefnlyf í bjór hans. Hún á þá að hafa komið síma hans til Þóru Arnórsdóttur þá á RÚV, sem síðar afhenti blaðamönnum á Kjarnanum, þeim Þórði Snæ Júlíussyni og Stundinni eða Aðalsteini Kjartanssyni, gögn úr símanum, sem þeir þá unnu fréttir upp úr. Páll heldur því fram að Þóra hafi keypt sambærilegan síma sínum, með sambærilegu símanúmeri utan að síðasti stafur númersins var annar. Segir sig ekki hafa upplýsingarnar sem um er beðið Ljóst má vera að Stefán vill lægja öldur innan Útvarpshússins ef einhverjar eru. Hann segir öll þessi atriði hafa verið til rannsóknar lögreglu í umræddu máli en því nú lokið með endanlegri ákvörðun Ríkissaksóknara um niðurfellingu þess gagnvart öllu fjölmiðlafólki sem tengt var við málið. Þá snýr Stefán sér að þeim þætti í málinu sem að honum sjálfum snýr en hans hendur sínar séu bundnar: „Forsendur til þess að tjá sig um málið á opinberum vettvangi eru takmarkaðar eðli málsins samkvæmt. Það snýr bæði að því að hér var um lögreglurannsókn að ræða sem nú er lokið með skýrri niðurstöðu Ríkissaksóknara, sem og því að rannsókn þess máls sneri m.a. að vernd heimildarmanna blaða- og fréttamanna.“ Stefán, sem er fyrrverandi lögreglustjóri, segir að hann geti ekki og megi ekki segja meira um málið umfram það sem orðið er. „Undir engum kringumstæðum höfum við heimild til þess að upplýsa um það hvort eða hver veitir okkur upplýsingar, hvort sem það leiðir til umfjöllunar eða ekki. Um það eru lög og reglur alveg skýr.“ Þá skýrir Stefán Eiríksson það út, í áðurnefndu bréfi sínu til starfsfólks, að hann hafi í samskiptum við blaðamann Morgunblaðsins undirstrikað að hann, sem og aðrir stjórnendur Ríkisútvarpsins, hafi afar takmarkaðar upplýsingar um málið og ekki forsendur til að tjá sig um það. Segir Morgunblaðið misfara með símanúmer Þá segir Stefán: „Í skilaboðum til hans hef ég sömuleiðis sent inn athugasemdir vegna atriða sem ég hef upplýsingar um og tengjast málinu. Þessi skilaboð eru svohljóðandi: „Í umfjöllun Morgunblaðsins um málið hefur því verið haldið fram að rannsókn þess hafi dregist á langinn vegna seinagangs af hálfu útvarpsstjóra við að svara fyrirspurnum lögreglunnar á Norðurlandi eystra og látið að því liggja að slíkt hafi eyðilagt málið í höndum lögreglu. Um alvarlegar ásakanir er að ræða. Af þessu tilefni skal tekið fram að fyrsta fyrirspurn lögreglunnar barst útvarpsstjóra 4. janúar 2023 og var svarað 11. janúar 2023. Annað erindi barst 12. janúar sem var svarað samdægurs. Þriðja erindið barst 8. mars 2023 og var því svarað 14. mars 2023. Þessi umfjöllun á sér því enga stoð og vænti ég þess að þetta verði leiðrétt. Í umfjölluninni hefur því einnig verið haldið fram að tiltekið símanúmer hafi verið skráð á Ríkisútvarpið í apríl 2021 í tengslum við þá atburði sem til umfjöllunar eru. Umrætt númer var hins vegar skráð árið 2018, þvert á það sem kemur fram í umfjöllun Morgunblaðsins. Vænti ég þess sömuleiðis að þetta verði leiðrétt.““ Stefán segir að endingu rétt að upplýsa starfsfólk RÚV um þetta í ljósi þess að þessi umfjöllun hefur vakið umræðu og spurningar. „Ég geri ráð fyrir að ýmis önnur atriði sem fram koma í umfjöllun Morgunblaðsins séu sama marki brennd og framangreind dæmi.“ Fjölmiðlar Samherjaskjölin Ríkisútvarpið Byrlunar- og símastuldarmálið Lögreglan Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Sjá meira
„Ágæta samstarfsfólk, undanfarna daga og vikur hefur Morgunblaðið birt umfjöllun um tiltekið mál sem verið hefur til rannsóknar lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Í þeirri umfjöllun er farið um víðan völl og ýmsum fullyrðingum slengt fram sem m.a. tengjast starfsfólki Ríkisútvarpsins og aðkomu þess að umræddu máli.“ Vísir hefur fjallað ítarlega um þessi mál frá því þau komu upp, sem ýmist hafa verið kölluð „Skæruliðamálið“ eða „Byrlunarmálið“, allt eftir því hvaðan er horft. Morgunblaðið tók svo upp þráðinn nýverið og hefur birt fréttaröð eftir Stefán Einar Stefánsson blaðamann sem hóf þá umfjöllun sína á ítarlegu viðtali við Pál Steingrímsson skipsstjóra sem veltir því nú fyrir sér hvort hann eigi að höfða mál á hendur Ríkisútvarpinu. Atburðarrásin í málinu er lygileg og snýst í sem skemmstu máli um stuld á síma Páls, meðan hann lá meðvitundarlaus á spítala eftir að fyrrverandi kona hans hafði sett svefnlyf í bjór hans. Hún á þá að hafa komið síma hans til Þóru Arnórsdóttur þá á RÚV, sem síðar afhenti blaðamönnum á Kjarnanum, þeim Þórði Snæ Júlíussyni og Stundinni eða Aðalsteini Kjartanssyni, gögn úr símanum, sem þeir þá unnu fréttir upp úr. Páll heldur því fram að Þóra hafi keypt sambærilegan síma sínum, með sambærilegu símanúmeri utan að síðasti stafur númersins var annar. Segir sig ekki hafa upplýsingarnar sem um er beðið Ljóst má vera að Stefán vill lægja öldur innan Útvarpshússins ef einhverjar eru. Hann segir öll þessi atriði hafa verið til rannsóknar lögreglu í umræddu máli en því nú lokið með endanlegri ákvörðun Ríkissaksóknara um niðurfellingu þess gagnvart öllu fjölmiðlafólki sem tengt var við málið. Þá snýr Stefán sér að þeim þætti í málinu sem að honum sjálfum snýr en hans hendur sínar séu bundnar: „Forsendur til þess að tjá sig um málið á opinberum vettvangi eru takmarkaðar eðli málsins samkvæmt. Það snýr bæði að því að hér var um lögreglurannsókn að ræða sem nú er lokið með skýrri niðurstöðu Ríkissaksóknara, sem og því að rannsókn þess máls sneri m.a. að vernd heimildarmanna blaða- og fréttamanna.“ Stefán, sem er fyrrverandi lögreglustjóri, segir að hann geti ekki og megi ekki segja meira um málið umfram það sem orðið er. „Undir engum kringumstæðum höfum við heimild til þess að upplýsa um það hvort eða hver veitir okkur upplýsingar, hvort sem það leiðir til umfjöllunar eða ekki. Um það eru lög og reglur alveg skýr.“ Þá skýrir Stefán Eiríksson það út, í áðurnefndu bréfi sínu til starfsfólks, að hann hafi í samskiptum við blaðamann Morgunblaðsins undirstrikað að hann, sem og aðrir stjórnendur Ríkisútvarpsins, hafi afar takmarkaðar upplýsingar um málið og ekki forsendur til að tjá sig um það. Segir Morgunblaðið misfara með símanúmer Þá segir Stefán: „Í skilaboðum til hans hef ég sömuleiðis sent inn athugasemdir vegna atriða sem ég hef upplýsingar um og tengjast málinu. Þessi skilaboð eru svohljóðandi: „Í umfjöllun Morgunblaðsins um málið hefur því verið haldið fram að rannsókn þess hafi dregist á langinn vegna seinagangs af hálfu útvarpsstjóra við að svara fyrirspurnum lögreglunnar á Norðurlandi eystra og látið að því liggja að slíkt hafi eyðilagt málið í höndum lögreglu. Um alvarlegar ásakanir er að ræða. Af þessu tilefni skal tekið fram að fyrsta fyrirspurn lögreglunnar barst útvarpsstjóra 4. janúar 2023 og var svarað 11. janúar 2023. Annað erindi barst 12. janúar sem var svarað samdægurs. Þriðja erindið barst 8. mars 2023 og var því svarað 14. mars 2023. Þessi umfjöllun á sér því enga stoð og vænti ég þess að þetta verði leiðrétt. Í umfjölluninni hefur því einnig verið haldið fram að tiltekið símanúmer hafi verið skráð á Ríkisútvarpið í apríl 2021 í tengslum við þá atburði sem til umfjöllunar eru. Umrætt númer var hins vegar skráð árið 2018, þvert á það sem kemur fram í umfjöllun Morgunblaðsins. Vænti ég þess sömuleiðis að þetta verði leiðrétt.““ Stefán segir að endingu rétt að upplýsa starfsfólk RÚV um þetta í ljósi þess að þessi umfjöllun hefur vakið umræðu og spurningar. „Ég geri ráð fyrir að ýmis önnur atriði sem fram koma í umfjöllun Morgunblaðsins séu sama marki brennd og framangreind dæmi.“
Fjölmiðlar Samherjaskjölin Ríkisútvarpið Byrlunar- og símastuldarmálið Lögreglan Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Sjá meira