„Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Jón Þór Stefánsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 21. febrúar 2025 14:43 Íris Björk Eysteinsdóttir er aðstoðarskólastjóri í Hörðuvallaskóla. Vísir Íris Björk Eysteinsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Hörðuvallaskóla, segir stjórnendur skólans standa með kennurum. Margir þeirra hafa lagt niður störf í dag í kjölfar þess að kjarasamningur sem Ríkissáttasemjari hafði lagt til var hafnað af Sveitarfélögunum. Þar á meðal voru kennarar úr Hörðuvallaskóla. „Klukkan hálftólf erum við í hádegismat, á þemadögum, þá upplýsir trúnaðarmagur mig um það að það gæti gerst klukkan tólf að við myndum ganga út ef það væri ekki búið að ná samningum. Ég bara studdi við það. Ég heyrði í mínum samstjórnendum og við biðum frétta. Við vorum tilbúin með plan, að safna yngstu börnunum inn á sal, fyrsta til þriðja bekk, til að tryggja að þau væru örugg með því fólki sem hér er: Stjórnendum, frístundaleiðbeinendum og stuðningsfulltrúum. Svo tókum við þá ákvörðun að senda fjórða til sjöunda bekk heim,“ segir Íris í samtali við fréttastofu. „Þetta var smá havarí. En það héldu allir ró sinni og krakkarnir voru ægilega kátir að komast fyrr heim.“ Gengu allir kennararnir út í einu? „Já, þau gerðu það nánast öll. Það voru kannski tveir til þrír sem voru aðeins lengur, voru að klára eitthvað. En það fóru öll,“ segir Íris. „Við stöndum hundrað prósent með kennurum. Við héldum einhvernveginn öll að nú væri komið að þessu, að við gætum farið að sinna faglegu starfi og kennslu af fullum þunga, að foreldrar gætu verið rólegir með börnin sín í skóla með faglega og góða kennara. En því miður er einhver þarna hinum megin sem er ekki sammála okkur. Þá bara heldur lífið áfram og við tæklum næstu hindrun.“ Hún segir niðurstöðuna vera mikil vonbrigðum. „Þetta er afar leitt að þetta hafi farið svona í dag. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur.“ Að mati Írisar hafa færst aukin þyngsli yfir hópinn síðustu vikuna vegna þessarar stöðu. „Síðast þegar það klikkaði að skrifa undir á síðustu stundu, síðan hafa færst meiri þyngsli í starfsmannahópinn, sem er ólíkt okkar fólki. Maður finnur það kannski á kaffistofunni. Þau láta þetta ekki bitna á börnunum, en þau ræða þetta sín á milli. Þau eru tilbúin að fara að klára þetta, okkar fólk, og ég veit að þeim yrði létt ef það yrði gert, en maður skilur þau mæta vel.“ Heldur þú að þetta gæti orðið mikið lengra? Er langt í samninga? „Nei það held ég ekki. Ég hef trú á Sambandi íslenskra sveitarfélaga, að þau hlusti nú og sjái að kennurum er alvara, og klári þetta.“ Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Skóla- og menntamál Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Þar á meðal voru kennarar úr Hörðuvallaskóla. „Klukkan hálftólf erum við í hádegismat, á þemadögum, þá upplýsir trúnaðarmagur mig um það að það gæti gerst klukkan tólf að við myndum ganga út ef það væri ekki búið að ná samningum. Ég bara studdi við það. Ég heyrði í mínum samstjórnendum og við biðum frétta. Við vorum tilbúin með plan, að safna yngstu börnunum inn á sal, fyrsta til þriðja bekk, til að tryggja að þau væru örugg með því fólki sem hér er: Stjórnendum, frístundaleiðbeinendum og stuðningsfulltrúum. Svo tókum við þá ákvörðun að senda fjórða til sjöunda bekk heim,“ segir Íris í samtali við fréttastofu. „Þetta var smá havarí. En það héldu allir ró sinni og krakkarnir voru ægilega kátir að komast fyrr heim.“ Gengu allir kennararnir út í einu? „Já, þau gerðu það nánast öll. Það voru kannski tveir til þrír sem voru aðeins lengur, voru að klára eitthvað. En það fóru öll,“ segir Íris. „Við stöndum hundrað prósent með kennurum. Við héldum einhvernveginn öll að nú væri komið að þessu, að við gætum farið að sinna faglegu starfi og kennslu af fullum þunga, að foreldrar gætu verið rólegir með börnin sín í skóla með faglega og góða kennara. En því miður er einhver þarna hinum megin sem er ekki sammála okkur. Þá bara heldur lífið áfram og við tæklum næstu hindrun.“ Hún segir niðurstöðuna vera mikil vonbrigðum. „Þetta er afar leitt að þetta hafi farið svona í dag. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur.“ Að mati Írisar hafa færst aukin þyngsli yfir hópinn síðustu vikuna vegna þessarar stöðu. „Síðast þegar það klikkaði að skrifa undir á síðustu stundu, síðan hafa færst meiri þyngsli í starfsmannahópinn, sem er ólíkt okkar fólki. Maður finnur það kannski á kaffistofunni. Þau láta þetta ekki bitna á börnunum, en þau ræða þetta sín á milli. Þau eru tilbúin að fara að klára þetta, okkar fólk, og ég veit að þeim yrði létt ef það yrði gert, en maður skilur þau mæta vel.“ Heldur þú að þetta gæti orðið mikið lengra? Er langt í samninga? „Nei það held ég ekki. Ég hef trú á Sambandi íslenskra sveitarfélaga, að þau hlusti nú og sjái að kennurum er alvara, og klári þetta.“
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Skóla- og menntamál Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira