Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Lovísa Arnardóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 20. febrúar 2025 12:01 Ásthildur Lóa segir stefnu um skóla aðgreiningar fallega og góða en mögulega hafi ekki nægilega mikið verið lagt í hana svo hún gangi eins og hún eigi að gera. Vísir/Vilhelm Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barna- og menntamálaráðherra, segir áríðandi að þegar erfið mál komi upp innan skóla sé strax tekið á þeim. Töluvert hefur verið fjallað um erfiða stöðu innan Breiðholtsskóla undanfarið. Faðir stúlku í 7. bekk steig nýverið fram og lýsti ofbeldismenningu innan skólans. Síðar tóku starfsmenn skólans undir og lýstu miklu úrræðaleysi. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur segir að verið sé að bregðast við málinu. Sjá einnig: „Það er ekki rasismi að benda á augljóst vandamál“ Um árabil hefur skólakerfið verið rekið eftir stefnunni skóli án aðgreiningar þar sem pláss á að vera fyrir alla innan skólanna. Þegar erfið mál koma upp er þó oft vísað til stefnunnar og úrræðaleysis innan skólakerfisins. Ásthildur Lóa segir stefnuna fallega og það sé gott að vinna eftir henni en það þurfi meira til að hún virki. Hún segir eitt erfitt mál þó alls ekki núlla stefnuna út. „Ef það á að reka skóla án aðgreiningar eins og hugsjónin talar um, eins og hugmyndafræðin talar um, þá þarf leggja miklu meira inn í skólana. Sérstaklega fleiri kennara, fleiri úrræði fyrir börn sem eru með allskyns vanda og þess háttar. Og það hefur kannski ekki verið gert nógu vel.“ Kennarar lýsa margir erfiðu ástandi innan skólanna. Þau séu að glíma við vandamál sem komu kennslu ekki við á neinn hátt. Sjá einnig: Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ „Það eru gríðarlega mörg mál sem koma inn í skólana og þegar þú ert með bekk þar sem kannski eru töluð fjögur fimm tungumál og sumir tala ekki, svo ertu með greiningar, þá verður þessi staða gríðarlega þung fyrir kennara og í sumum tilfellum bara næstum því vonlaus að eiga við.“ Hún segir þurfa meiri skilning frá skólayfirvöldum hvað sé gangi innan skólastofanna, og skólar þurfi fleiri tæki til að takast á við það. Hún segir það þó ekki á ábyrgð ráðuneytisins. „Nú eru grunnskólarnir reknir af sveitarfélögunum þannig það er ekki með beinum hætti sem menntamálaráðuneytið kemur að því.“ Skóla- og menntamál Grunnskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Boðað hefur verið til aukafundar í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur á morgun til að ræða stöðuna í Breiðholtsskóla. Staða skólans er eina málið sem er á dagskrá fundarins. Steinn Jóhannsson sviðsstjóri hjá skóla- og frístundsviði segir unnið að því að bregðast við svo börn séu örugg í skólanum og foreldrum líði vel með að senda börnin í skólann. 18. febrúar 2025 16:07 Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Jón Pétur Zimsen, fyrrverandi skólastjóri og núverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir harðlega viðbrögð stjórnvalda og skólayfirvalda við alvarlegum agavanda í Breiðholtsskóla. Hann segir það óboðlegt að ofbeldismenningu hafi verið leyft að grassera þar árum saman án raunverulegra úrbóta. 18. febrúar 2025 10:12 Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Formaður skóla- og frístundaráðs segir Reykjavíkurborg hugsanlega ekki hafa stigið nógu fast niður varðandi ofbeldi í Breiðholtsskóla. Hún hélt að málið væri á réttri leið en svo reyndist ekki. 17. febrúar 2025 20:36 Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Steinn Jóhannsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir fjölda aðgerða til skoðunar til að bregðast við því ástandi sem uppi er komið í Breiðholtsskóla en þar lýsa foreldrar því að börn þeirra þori ekki að mæta í skólann af ótta við fámennan hóp drengja sem halda árangi í heljargreipum. 15. febrúar 2025 17:35 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Síðar tóku starfsmenn skólans undir og lýstu miklu úrræðaleysi. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur segir að verið sé að bregðast við málinu. Sjá einnig: „Það er ekki rasismi að benda á augljóst vandamál“ Um árabil hefur skólakerfið verið rekið eftir stefnunni skóli án aðgreiningar þar sem pláss á að vera fyrir alla innan skólanna. Þegar erfið mál koma upp er þó oft vísað til stefnunnar og úrræðaleysis innan skólakerfisins. Ásthildur Lóa segir stefnuna fallega og það sé gott að vinna eftir henni en það þurfi meira til að hún virki. Hún segir eitt erfitt mál þó alls ekki núlla stefnuna út. „Ef það á að reka skóla án aðgreiningar eins og hugsjónin talar um, eins og hugmyndafræðin talar um, þá þarf leggja miklu meira inn í skólana. Sérstaklega fleiri kennara, fleiri úrræði fyrir börn sem eru með allskyns vanda og þess háttar. Og það hefur kannski ekki verið gert nógu vel.“ Kennarar lýsa margir erfiðu ástandi innan skólanna. Þau séu að glíma við vandamál sem komu kennslu ekki við á neinn hátt. Sjá einnig: Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ „Það eru gríðarlega mörg mál sem koma inn í skólana og þegar þú ert með bekk þar sem kannski eru töluð fjögur fimm tungumál og sumir tala ekki, svo ertu með greiningar, þá verður þessi staða gríðarlega þung fyrir kennara og í sumum tilfellum bara næstum því vonlaus að eiga við.“ Hún segir þurfa meiri skilning frá skólayfirvöldum hvað sé gangi innan skólastofanna, og skólar þurfi fleiri tæki til að takast á við það. Hún segir það þó ekki á ábyrgð ráðuneytisins. „Nú eru grunnskólarnir reknir af sveitarfélögunum þannig það er ekki með beinum hætti sem menntamálaráðuneytið kemur að því.“
Skóla- og menntamál Grunnskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Boðað hefur verið til aukafundar í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur á morgun til að ræða stöðuna í Breiðholtsskóla. Staða skólans er eina málið sem er á dagskrá fundarins. Steinn Jóhannsson sviðsstjóri hjá skóla- og frístundsviði segir unnið að því að bregðast við svo börn séu örugg í skólanum og foreldrum líði vel með að senda börnin í skólann. 18. febrúar 2025 16:07 Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Jón Pétur Zimsen, fyrrverandi skólastjóri og núverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir harðlega viðbrögð stjórnvalda og skólayfirvalda við alvarlegum agavanda í Breiðholtsskóla. Hann segir það óboðlegt að ofbeldismenningu hafi verið leyft að grassera þar árum saman án raunverulegra úrbóta. 18. febrúar 2025 10:12 Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Formaður skóla- og frístundaráðs segir Reykjavíkurborg hugsanlega ekki hafa stigið nógu fast niður varðandi ofbeldi í Breiðholtsskóla. Hún hélt að málið væri á réttri leið en svo reyndist ekki. 17. febrúar 2025 20:36 Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Steinn Jóhannsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir fjölda aðgerða til skoðunar til að bregðast við því ástandi sem uppi er komið í Breiðholtsskóla en þar lýsa foreldrar því að börn þeirra þori ekki að mæta í skólann af ótta við fámennan hóp drengja sem halda árangi í heljargreipum. 15. febrúar 2025 17:35 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Boðað hefur verið til aukafundar í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur á morgun til að ræða stöðuna í Breiðholtsskóla. Staða skólans er eina málið sem er á dagskrá fundarins. Steinn Jóhannsson sviðsstjóri hjá skóla- og frístundsviði segir unnið að því að bregðast við svo börn séu örugg í skólanum og foreldrum líði vel með að senda börnin í skólann. 18. febrúar 2025 16:07
Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Jón Pétur Zimsen, fyrrverandi skólastjóri og núverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir harðlega viðbrögð stjórnvalda og skólayfirvalda við alvarlegum agavanda í Breiðholtsskóla. Hann segir það óboðlegt að ofbeldismenningu hafi verið leyft að grassera þar árum saman án raunverulegra úrbóta. 18. febrúar 2025 10:12
Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Formaður skóla- og frístundaráðs segir Reykjavíkurborg hugsanlega ekki hafa stigið nógu fast niður varðandi ofbeldi í Breiðholtsskóla. Hún hélt að málið væri á réttri leið en svo reyndist ekki. 17. febrúar 2025 20:36
Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Steinn Jóhannsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir fjölda aðgerða til skoðunar til að bregðast við því ástandi sem uppi er komið í Breiðholtsskóla en þar lýsa foreldrar því að börn þeirra þori ekki að mæta í skólann af ótta við fámennan hóp drengja sem halda árangi í heljargreipum. 15. febrúar 2025 17:35