Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Kristján Már Unnarsson skrifar 18. febrúar 2025 21:32 Ekið af Brekknaheiði til Þórshafnar. Einar Árnason Þáttaskil eru framundan í vegamálum Norðausturlands. Vegagerðin bauð í dag út stórt verk sem felur í sér að síðasti malarkaflinn á norðausturhringnum fær bundið slitlag. Vegabæturnar eru taldar geta aukið straum ferðamanna um byggðir norðausturhornsins. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá þjóðveginn um Brekknaheiði á Langanesi, sem tengir saman Þórshöfn og Bakkafjörð. Þar er núna gamaldags malarvegur, lítið uppbyggður, með tilheyrandi holum og þjóðvegaryki. Fyrir þremur árum var lokið við að leggja bundið slitlag á ríflega tuttugu kílómetra kafla um Langanesströnd. Núna á að endurbyggja átta kílómetra langan vegarkafla um Brekknaheiði. Stefnt er að því að verkinu verði að fullu lokið eftir rúm tvö ár, sumarið 2027. Bundið slitlag komið á veginn við Finnafjörð.Einar Árnason Vegagerðin gæti haft mikla þýðingu fyrir byggðirnar norðaustanlands. Venjulega þegar ferðamenn fara Hringinn velja flestir að aka þjóðveg eitt um Möðrudalsöræfi milli Egilsstaða og Mývatns. Margir veigra sér við að fara út á malarvegina, eins og með hjólhýsi í eftirdragi. Með þessum síðasta kafla þvert yfir Langanesið, sem núna á að klára, verður komið bundið slitlag á allan norðausturhringinn. Ráðamenn sveitarfélaga á svæðinu hafa spáð því að vegabæturnar leiði til þess að allir þessir staðir; Vopnafjörður, Bakkafjörður, Þórshöfn, Raufarhöfn og Kópasker, sjái fleiri ferðamenn. Staðkunnugir taka eflaust eftir því að á landakorti í frétt Stöðvar 2 var leiðin milli Vopnafjarðar og Héraðs sýnd um malarveginn yfir Hellisheiði eystri. Bundið slitlag til Vopnafjarðar var hins vegar lagt um Vopnafjarðarheiði árið 2011, eins og rifja má upp í þessari frétt: Langanesbyggð Vopnafjörður Norðurþing Vegagerð Samgöngur Ferðaþjónusta Ferðalög Byggðamál Tengdar fréttir Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Vegagerðin auglýsir í dag eftir tilboðum í endurbyggingu Norðausturvegar um Brekknaheiði á Langanesi, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Gert er ráð fyrir að verkið taki rúm tvö ár og skal því að fullu lokið 1. ágúst 2027. 18. febrúar 2025 12:00 Þjóðvegarykið að hverfa af norðausturhringnum Íbúar norðausturhornsins fagna um þessar mundir stórum áfanga í lagningu bundins slitlags um Langanesströnd milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Núna vantar malbik á aðeins sex kílómetra bút til að klára norðausturhringinn. 21. ágúst 2021 23:15 Mikil fjölgun ferðamanna að hálfbyggðu Heimskautsgerði Um 12.500 manns óku að Heimskautsgerðinu við Raufarhöfn í sumar, frá júníbyrjun og fram í miðjan september, en mannvirkið telst vart nema hálfbyggt. Aukningin frá árinu 2016 nemur 70 prósentum yfir hásumarið en 88 prósentum að hausti. 4. október 2019 11:10 Vopnfirðingar fá malbikið í sumar Tímamót verða í samgöngumálum Vopnfirðinga í sumar þegar héraðið tengist öðrum landshlutum með bundnu slitlagi í fyrsta sinn. Lagning nýja vegarins í Vopnafjörð er langt komin en hún er stærsta verkefnið sem unnið er að í vegagerð hérlendis um þessar mundir. 23. mars 2011 19:50 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá þjóðveginn um Brekknaheiði á Langanesi, sem tengir saman Þórshöfn og Bakkafjörð. Þar er núna gamaldags malarvegur, lítið uppbyggður, með tilheyrandi holum og þjóðvegaryki. Fyrir þremur árum var lokið við að leggja bundið slitlag á ríflega tuttugu kílómetra kafla um Langanesströnd. Núna á að endurbyggja átta kílómetra langan vegarkafla um Brekknaheiði. Stefnt er að því að verkinu verði að fullu lokið eftir rúm tvö ár, sumarið 2027. Bundið slitlag komið á veginn við Finnafjörð.Einar Árnason Vegagerðin gæti haft mikla þýðingu fyrir byggðirnar norðaustanlands. Venjulega þegar ferðamenn fara Hringinn velja flestir að aka þjóðveg eitt um Möðrudalsöræfi milli Egilsstaða og Mývatns. Margir veigra sér við að fara út á malarvegina, eins og með hjólhýsi í eftirdragi. Með þessum síðasta kafla þvert yfir Langanesið, sem núna á að klára, verður komið bundið slitlag á allan norðausturhringinn. Ráðamenn sveitarfélaga á svæðinu hafa spáð því að vegabæturnar leiði til þess að allir þessir staðir; Vopnafjörður, Bakkafjörður, Þórshöfn, Raufarhöfn og Kópasker, sjái fleiri ferðamenn. Staðkunnugir taka eflaust eftir því að á landakorti í frétt Stöðvar 2 var leiðin milli Vopnafjarðar og Héraðs sýnd um malarveginn yfir Hellisheiði eystri. Bundið slitlag til Vopnafjarðar var hins vegar lagt um Vopnafjarðarheiði árið 2011, eins og rifja má upp í þessari frétt:
Langanesbyggð Vopnafjörður Norðurþing Vegagerð Samgöngur Ferðaþjónusta Ferðalög Byggðamál Tengdar fréttir Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Vegagerðin auglýsir í dag eftir tilboðum í endurbyggingu Norðausturvegar um Brekknaheiði á Langanesi, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Gert er ráð fyrir að verkið taki rúm tvö ár og skal því að fullu lokið 1. ágúst 2027. 18. febrúar 2025 12:00 Þjóðvegarykið að hverfa af norðausturhringnum Íbúar norðausturhornsins fagna um þessar mundir stórum áfanga í lagningu bundins slitlags um Langanesströnd milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Núna vantar malbik á aðeins sex kílómetra bút til að klára norðausturhringinn. 21. ágúst 2021 23:15 Mikil fjölgun ferðamanna að hálfbyggðu Heimskautsgerði Um 12.500 manns óku að Heimskautsgerðinu við Raufarhöfn í sumar, frá júníbyrjun og fram í miðjan september, en mannvirkið telst vart nema hálfbyggt. Aukningin frá árinu 2016 nemur 70 prósentum yfir hásumarið en 88 prósentum að hausti. 4. október 2019 11:10 Vopnfirðingar fá malbikið í sumar Tímamót verða í samgöngumálum Vopnfirðinga í sumar þegar héraðið tengist öðrum landshlutum með bundnu slitlagi í fyrsta sinn. Lagning nýja vegarins í Vopnafjörð er langt komin en hún er stærsta verkefnið sem unnið er að í vegagerð hérlendis um þessar mundir. 23. mars 2011 19:50 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Sjá meira
Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Vegagerðin auglýsir í dag eftir tilboðum í endurbyggingu Norðausturvegar um Brekknaheiði á Langanesi, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Gert er ráð fyrir að verkið taki rúm tvö ár og skal því að fullu lokið 1. ágúst 2027. 18. febrúar 2025 12:00
Þjóðvegarykið að hverfa af norðausturhringnum Íbúar norðausturhornsins fagna um þessar mundir stórum áfanga í lagningu bundins slitlags um Langanesströnd milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Núna vantar malbik á aðeins sex kílómetra bút til að klára norðausturhringinn. 21. ágúst 2021 23:15
Mikil fjölgun ferðamanna að hálfbyggðu Heimskautsgerði Um 12.500 manns óku að Heimskautsgerðinu við Raufarhöfn í sumar, frá júníbyrjun og fram í miðjan september, en mannvirkið telst vart nema hálfbyggt. Aukningin frá árinu 2016 nemur 70 prósentum yfir hásumarið en 88 prósentum að hausti. 4. október 2019 11:10
Vopnfirðingar fá malbikið í sumar Tímamót verða í samgöngumálum Vopnfirðinga í sumar þegar héraðið tengist öðrum landshlutum með bundnu slitlagi í fyrsta sinn. Lagning nýja vegarins í Vopnafjörð er langt komin en hún er stærsta verkefnið sem unnið er að í vegagerð hérlendis um þessar mundir. 23. mars 2011 19:50