Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Kristján Már Unnarsson skrifar 18. febrúar 2025 21:32 Ekið af Brekknaheiði til Þórshafnar. Einar Árnason Þáttaskil eru framundan í vegamálum Norðausturlands. Vegagerðin bauð í dag út stórt verk sem felur í sér að síðasti malarkaflinn á norðausturhringnum fær bundið slitlag. Vegabæturnar eru taldar geta aukið straum ferðamanna um byggðir norðausturhornsins. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá þjóðveginn um Brekknaheiði á Langanesi, sem tengir saman Þórshöfn og Bakkafjörð. Þar er núna gamaldags malarvegur, lítið uppbyggður, með tilheyrandi holum og þjóðvegaryki. Fyrir þremur árum var lokið við að leggja bundið slitlag á ríflega tuttugu kílómetra kafla um Langanesströnd. Núna á að endurbyggja átta kílómetra langan vegarkafla um Brekknaheiði. Stefnt er að því að verkinu verði að fullu lokið eftir rúm tvö ár, sumarið 2027. Bundið slitlag komið á veginn við Finnafjörð.Einar Árnason Vegagerðin gæti haft mikla þýðingu fyrir byggðirnar norðaustanlands. Venjulega þegar ferðamenn fara Hringinn velja flestir að aka þjóðveg eitt um Möðrudalsöræfi milli Egilsstaða og Mývatns. Margir veigra sér við að fara út á malarvegina, eins og með hjólhýsi í eftirdragi. Með þessum síðasta kafla þvert yfir Langanesið, sem núna á að klára, verður komið bundið slitlag á allan norðausturhringinn. Ráðamenn sveitarfélaga á svæðinu hafa spáð því að vegabæturnar leiði til þess að allir þessir staðir; Vopnafjörður, Bakkafjörður, Þórshöfn, Raufarhöfn og Kópasker, sjái fleiri ferðamenn. Staðkunnugir taka eflaust eftir því að á landakorti í frétt Stöðvar 2 var leiðin milli Vopnafjarðar og Héraðs sýnd um malarveginn yfir Hellisheiði eystri. Bundið slitlag til Vopnafjarðar var hins vegar lagt um Vopnafjarðarheiði árið 2011, eins og rifja má upp í þessari frétt: Langanesbyggð Vopnafjörður Norðurþing Vegagerð Samgöngur Ferðaþjónusta Ferðalög Byggðamál Tengdar fréttir Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Vegagerðin auglýsir í dag eftir tilboðum í endurbyggingu Norðausturvegar um Brekknaheiði á Langanesi, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Gert er ráð fyrir að verkið taki rúm tvö ár og skal því að fullu lokið 1. ágúst 2027. 18. febrúar 2025 12:00 Þjóðvegarykið að hverfa af norðausturhringnum Íbúar norðausturhornsins fagna um þessar mundir stórum áfanga í lagningu bundins slitlags um Langanesströnd milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Núna vantar malbik á aðeins sex kílómetra bút til að klára norðausturhringinn. 21. ágúst 2021 23:15 Mikil fjölgun ferðamanna að hálfbyggðu Heimskautsgerði Um 12.500 manns óku að Heimskautsgerðinu við Raufarhöfn í sumar, frá júníbyrjun og fram í miðjan september, en mannvirkið telst vart nema hálfbyggt. Aukningin frá árinu 2016 nemur 70 prósentum yfir hásumarið en 88 prósentum að hausti. 4. október 2019 11:10 Vopnfirðingar fá malbikið í sumar Tímamót verða í samgöngumálum Vopnfirðinga í sumar þegar héraðið tengist öðrum landshlutum með bundnu slitlagi í fyrsta sinn. Lagning nýja vegarins í Vopnafjörð er langt komin en hún er stærsta verkefnið sem unnið er að í vegagerð hérlendis um þessar mundir. 23. mars 2011 19:50 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fleiri fréttir Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá þjóðveginn um Brekknaheiði á Langanesi, sem tengir saman Þórshöfn og Bakkafjörð. Þar er núna gamaldags malarvegur, lítið uppbyggður, með tilheyrandi holum og þjóðvegaryki. Fyrir þremur árum var lokið við að leggja bundið slitlag á ríflega tuttugu kílómetra kafla um Langanesströnd. Núna á að endurbyggja átta kílómetra langan vegarkafla um Brekknaheiði. Stefnt er að því að verkinu verði að fullu lokið eftir rúm tvö ár, sumarið 2027. Bundið slitlag komið á veginn við Finnafjörð.Einar Árnason Vegagerðin gæti haft mikla þýðingu fyrir byggðirnar norðaustanlands. Venjulega þegar ferðamenn fara Hringinn velja flestir að aka þjóðveg eitt um Möðrudalsöræfi milli Egilsstaða og Mývatns. Margir veigra sér við að fara út á malarvegina, eins og með hjólhýsi í eftirdragi. Með þessum síðasta kafla þvert yfir Langanesið, sem núna á að klára, verður komið bundið slitlag á allan norðausturhringinn. Ráðamenn sveitarfélaga á svæðinu hafa spáð því að vegabæturnar leiði til þess að allir þessir staðir; Vopnafjörður, Bakkafjörður, Þórshöfn, Raufarhöfn og Kópasker, sjái fleiri ferðamenn. Staðkunnugir taka eflaust eftir því að á landakorti í frétt Stöðvar 2 var leiðin milli Vopnafjarðar og Héraðs sýnd um malarveginn yfir Hellisheiði eystri. Bundið slitlag til Vopnafjarðar var hins vegar lagt um Vopnafjarðarheiði árið 2011, eins og rifja má upp í þessari frétt:
Langanesbyggð Vopnafjörður Norðurþing Vegagerð Samgöngur Ferðaþjónusta Ferðalög Byggðamál Tengdar fréttir Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Vegagerðin auglýsir í dag eftir tilboðum í endurbyggingu Norðausturvegar um Brekknaheiði á Langanesi, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Gert er ráð fyrir að verkið taki rúm tvö ár og skal því að fullu lokið 1. ágúst 2027. 18. febrúar 2025 12:00 Þjóðvegarykið að hverfa af norðausturhringnum Íbúar norðausturhornsins fagna um þessar mundir stórum áfanga í lagningu bundins slitlags um Langanesströnd milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Núna vantar malbik á aðeins sex kílómetra bút til að klára norðausturhringinn. 21. ágúst 2021 23:15 Mikil fjölgun ferðamanna að hálfbyggðu Heimskautsgerði Um 12.500 manns óku að Heimskautsgerðinu við Raufarhöfn í sumar, frá júníbyrjun og fram í miðjan september, en mannvirkið telst vart nema hálfbyggt. Aukningin frá árinu 2016 nemur 70 prósentum yfir hásumarið en 88 prósentum að hausti. 4. október 2019 11:10 Vopnfirðingar fá malbikið í sumar Tímamót verða í samgöngumálum Vopnfirðinga í sumar þegar héraðið tengist öðrum landshlutum með bundnu slitlagi í fyrsta sinn. Lagning nýja vegarins í Vopnafjörð er langt komin en hún er stærsta verkefnið sem unnið er að í vegagerð hérlendis um þessar mundir. 23. mars 2011 19:50 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fleiri fréttir Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Sjá meira
Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Vegagerðin auglýsir í dag eftir tilboðum í endurbyggingu Norðausturvegar um Brekknaheiði á Langanesi, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Gert er ráð fyrir að verkið taki rúm tvö ár og skal því að fullu lokið 1. ágúst 2027. 18. febrúar 2025 12:00
Þjóðvegarykið að hverfa af norðausturhringnum Íbúar norðausturhornsins fagna um þessar mundir stórum áfanga í lagningu bundins slitlags um Langanesströnd milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Núna vantar malbik á aðeins sex kílómetra bút til að klára norðausturhringinn. 21. ágúst 2021 23:15
Mikil fjölgun ferðamanna að hálfbyggðu Heimskautsgerði Um 12.500 manns óku að Heimskautsgerðinu við Raufarhöfn í sumar, frá júníbyrjun og fram í miðjan september, en mannvirkið telst vart nema hálfbyggt. Aukningin frá árinu 2016 nemur 70 prósentum yfir hásumarið en 88 prósentum að hausti. 4. október 2019 11:10
Vopnfirðingar fá malbikið í sumar Tímamót verða í samgöngumálum Vopnfirðinga í sumar þegar héraðið tengist öðrum landshlutum með bundnu slitlagi í fyrsta sinn. Lagning nýja vegarins í Vopnafjörð er langt komin en hún er stærsta verkefnið sem unnið er að í vegagerð hérlendis um þessar mundir. 23. mars 2011 19:50