Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Lovísa Arnardóttir skrifar 18. febrúar 2025 16:07 Steinn Jóhannsson sviðsstjóri hjá skóla- og frístundsviði. Vísir Boðað hefur verið til aukafundar í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur á morgun til að ræða stöðuna í Breiðholtsskóla. Staða skólans er eina málið sem er á dagskrá fundarins. Steinn Jóhannsson sviðsstjóri hjá skóla- og frístundsviði segir unnið að því að bregðast við svo börn séu örugg í skólanum og foreldrum líði vel með að senda börnin í skólann. Starfsmenn og foreldrar hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna tíðs ofbeldis innan skólans. Einu barni hafi verið haldið heima vegna þess máls. „Við munum fara yfir þetta á aukafundinum á morgun. Ég fundaði síðasta föstudag með foreldrum sem tengjast málinu og stjórnendum í kjölfarið. Við vorum að funda í dag með fulltrúum ráðuneytisins og fulltrúa Miðstöðvar menntunar- og skólaþjónustu um aðgerðir sem við erum að fara í,“ segir Steinn. Hann segir að unnið hafi verið að úrbótum innan skólans í einhvern tíma en það eigi að bæta við þann stuðning. Það sé búið að teikna upp aðgerðir sem hann telji að verði skólasamfélaginu til heilla. Til dæmis hafi verið kallað til svokallað Senter-teymi til að sjá um hópefli með barnahópnum, þau hafi fengið hegðunarráðgjafa til að aðstoða, og Flotann, sem sé farteymi. Þá hafi verið kallaðir til brúarsmiðir sem eigi að efla tengsl við fjölskyldur barna sem séu með erlendan uppruna, stuðningsfulltrúum í árganginum sem um ræðir hafi einnig verið fjölgað á þessu skólaári og stöðugildum kennara fjölgað. „Við erum að fara af stað með sumt af þessu, en brúarsmiðirnir hafa til dæmis verið lengi. Ég hef sagt það áður og segi það aftur. Við þurfum að gera betur fyrst úrræðin voru ekki að virka nægilega vel. Þurfum að stíga fastar inn.“ Skoðar breytingu á þjónustu Auk þess þurfi við þessar aðstæður að skoða betur samsetningu nemendahópsins og hvort það þurfi að breyta samsetningu hópsins eða þeirri þjónustu sem er í boði innan skólans. „Þegar það kemur upp ofbeldi í skóla þá skoðum við hvort barnið sé að fá stuðning og þjónustu sem það þarf í viðkomandi skóla. Hvort því sé betur borgið í öðrum skóla þar sem er boðið upp á annars konar þjónustu,“ segir Steinn. Það sé skoðað í samhengi við þarfir barnsins hverju sinni. „Ég held að fólk kannski átti sig ekki á því hversu flókið skólasamfélagið er orðið. Hjá Reykjavíkurborg erum við til dæmis með nemendur sem tala rúmlega 70 tungumál. Einn fjórði af nemendum borgarinnar er af erlendum uppruna. Þannig við þurfum svo sannarlega að auka við stuðning til að styrkja betur félagsfærni allra sem eru í skólanum.“ Hann segir Reykjavíkurborg vilja þjónusta þennan hóp en það sé ljóst að það þurfi að gera betur þegar kemur að inngildingu og samþættingu. „Ég held að við séum á réttri leið en við munum fara betur yfir þetta á morgun á fundinum með skóla- og frístundaráði.“ Hann segir þetta mál vera erfitt fyrir starfsmenn, foreldra og börn í skólanum og vonar að þau fái frið til að vinna að lausn. Skólinn muni fá þann stuðning sem hann þarf í þann tíma sem hann þarf. „Við þurfum núna að hlúa áfram að þeim og sjá til þess að hlutirnir gangi vel. Við hlaupum ekki frá hálfnuðu verki. Ef þau þurfa sértækan stuðning til frambúðar verður það skoðað.“ Hann segir óskaniðurstöðu í þessu máli að börn séu örugg, að foreldrum líði vel með að senda börn sín í Breiðholtsskóla og að starfsfólk upplifi starfsumhverfi sitt öruggt. Skóla- og menntamál Reykjavík Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Fleiri fréttir Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Sjá meira
Starfsmenn og foreldrar hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna tíðs ofbeldis innan skólans. Einu barni hafi verið haldið heima vegna þess máls. „Við munum fara yfir þetta á aukafundinum á morgun. Ég fundaði síðasta föstudag með foreldrum sem tengjast málinu og stjórnendum í kjölfarið. Við vorum að funda í dag með fulltrúum ráðuneytisins og fulltrúa Miðstöðvar menntunar- og skólaþjónustu um aðgerðir sem við erum að fara í,“ segir Steinn. Hann segir að unnið hafi verið að úrbótum innan skólans í einhvern tíma en það eigi að bæta við þann stuðning. Það sé búið að teikna upp aðgerðir sem hann telji að verði skólasamfélaginu til heilla. Til dæmis hafi verið kallað til svokallað Senter-teymi til að sjá um hópefli með barnahópnum, þau hafi fengið hegðunarráðgjafa til að aðstoða, og Flotann, sem sé farteymi. Þá hafi verið kallaðir til brúarsmiðir sem eigi að efla tengsl við fjölskyldur barna sem séu með erlendan uppruna, stuðningsfulltrúum í árganginum sem um ræðir hafi einnig verið fjölgað á þessu skólaári og stöðugildum kennara fjölgað. „Við erum að fara af stað með sumt af þessu, en brúarsmiðirnir hafa til dæmis verið lengi. Ég hef sagt það áður og segi það aftur. Við þurfum að gera betur fyrst úrræðin voru ekki að virka nægilega vel. Þurfum að stíga fastar inn.“ Skoðar breytingu á þjónustu Auk þess þurfi við þessar aðstæður að skoða betur samsetningu nemendahópsins og hvort það þurfi að breyta samsetningu hópsins eða þeirri þjónustu sem er í boði innan skólans. „Þegar það kemur upp ofbeldi í skóla þá skoðum við hvort barnið sé að fá stuðning og þjónustu sem það þarf í viðkomandi skóla. Hvort því sé betur borgið í öðrum skóla þar sem er boðið upp á annars konar þjónustu,“ segir Steinn. Það sé skoðað í samhengi við þarfir barnsins hverju sinni. „Ég held að fólk kannski átti sig ekki á því hversu flókið skólasamfélagið er orðið. Hjá Reykjavíkurborg erum við til dæmis með nemendur sem tala rúmlega 70 tungumál. Einn fjórði af nemendum borgarinnar er af erlendum uppruna. Þannig við þurfum svo sannarlega að auka við stuðning til að styrkja betur félagsfærni allra sem eru í skólanum.“ Hann segir Reykjavíkurborg vilja þjónusta þennan hóp en það sé ljóst að það þurfi að gera betur þegar kemur að inngildingu og samþættingu. „Ég held að við séum á réttri leið en við munum fara betur yfir þetta á morgun á fundinum með skóla- og frístundaráði.“ Hann segir þetta mál vera erfitt fyrir starfsmenn, foreldra og börn í skólanum og vonar að þau fái frið til að vinna að lausn. Skólinn muni fá þann stuðning sem hann þarf í þann tíma sem hann þarf. „Við þurfum núna að hlúa áfram að þeim og sjá til þess að hlutirnir gangi vel. Við hlaupum ekki frá hálfnuðu verki. Ef þau þurfa sértækan stuðning til frambúðar verður það skoðað.“ Hann segir óskaniðurstöðu í þessu máli að börn séu örugg, að foreldrum líði vel með að senda börn sín í Breiðholtsskóla og að starfsfólk upplifi starfsumhverfi sitt öruggt.
Skóla- og menntamál Reykjavík Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Fleiri fréttir Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Sjá meira